Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 38
30 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. íþróttafélag 6. ógrynni 8. spíra 9. rönd 11. fyrir hönd 12. drepsótt 14. ráðagerð 16. bardagi 17. eyða 18. niður 20. ætíð 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. rusl 3. slá 4. plöntutegund 5. sjór 7. þögull 10. þukl 13. sódi 15. korn 16. flana 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. fram, 6. of, 8. ála, 9. rák, 11. pr, 12. plága, 14. áform, 16. at, 17. sóa, 18. suð, 20. sí, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. sorp, 3. rá, 4. alparós, 5. mar, 7. fálátur, 10. káf, 13. gos, 15. maís, 16. asa, 19. ðð. Umslag annarrar plötu dúettsins Gnarls Barkley er hannað af Íslendingi, Sigurði Eggertssyni, eða Sigga Eggerts eins og hann kallar sig í bransanum. „Þetta kom nú þannig til að ég þekki aðeins til Toms Hings- tons, listræna stjórnandans á bak við þetta verkefni,“ segir Siggi. „Hann vildi endilega fá mig til að teikna umslagið og eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til. Ég var auðvitað með peningamerki í augunum. Stuttu fyrir jól gerði ég nokkrar skissur af umslaginu. Þær voru samþykktar og þá var þetta eiginlega bara komið.“ Siggi er sonur Jónborgar Sigurðardóttur, mynd- listar konu á Akureyri, og Eggerts Halldórssonar, útgerðarmanns í Stykkishólmi. Hann býr og starfar sjálfstætt sem myndskreytir og leturgerðarmaður í London. „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands fyrir nokkrum árum með gráðu í grafískri hönnun,“ segir hann. „Undanfarna mánuði hef ég verið að gera alls konar fínirí. Til dæmis stórt mósaíkverk fyrir nýja Nike-búð í New York, myndskreytingar fyrir New York Times og ESPN, mynstur á fatnað fyrir H&M og plaköt fyrir Coca-Cola.“ Siggi hefur gert plötuumslög áður. Hann gerði umslagið á fyrstu sólóplötu Bigga í Maus og gerir umslag næstu plötu ensku poppsveitarinnar The Delays. Siggi fékk ekkert að heyra af nýju Gnarls Barkle-plötunni sem hann hannaði umslagið við og gæti varla verið meira sama. „Ég hef ekki heyrt neitt af plötunni og ég er ekkert mjög spenntur fyrir því, satt að segja. Mér finnst þetta hálf kjánaleg hljómsveit. En þetta verður örugglega voðalega fínt fyrir fólk sem hlustar á útvarp og dansar á Vegamótum.“ Gnarls Barkley varð heimsfræg árið 2006 fyrir stórsmellinn Crazy. Nýja platan, The Odd Couple, er væntanleg 7. apríl og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. Siggi segir frekar ólíklegt að verkefnið geri góða hluti fyrir hann á hönnunarbrautinni. „Fólk mun líklega bara halda að ég sé algjört sell-out,“ segir hann. „Ef ég fæ einhver verkefni út á þetta verður það örugglega allt jafn glatað og Gnarls Barkley.“ gunnarh@frettabladid.is SIGGI EGGERTS: HANNAÐI PLÖTUUMSLAG GNARLS BARKLEY Glatað verkefni fyrir kjánalega hljómsveit THE ODD COUPLE MEÐ GNARLS BARKLEY með alís- lensku umslagi Sigga Eggerts. GERIR UMSLAGIÐ FYRIR NÝJU GNARLS BARKLEY-PLÖTUNA Siggi Eggerts var með peningamerki í augunum. Ferðaþjónusta bænda býður hlaupagörpum upp á óvenjulegt ævintýri í sumar. 35 manna hópur á vegum ferðaskrifstofunnar mun þá hlaupa maraþon á Tíbetháslétt- unni í Indlandi, í um 3.650 metra hæð yfir sjávarmáli, en tímaritið Forbes hefur útnefnt umrætt mara- þon það erfiðasta í heimi. „Fyrir tveimur árum vorum við með mara- þon á Kínamúrnum, en þetta er miklu erfiðara,“ útskýrir Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlands- deildar hjá Bændaferðum. „Það erfiða við Kínamaraþonið voru allar tröppurnar á múrnum og óslétt undirlag. Í þessu mara- þoni er landslagið ekkert erfitt, en hæðin er svo mikil að fólk þarf að fara í töluverða hæðaraðlögun áður en það hleypur,“ útskýrir hún. Þar sem erfitt er að vita fyrir fram hvernig slíkar hæðarbreytingar leggjast í fólk mun hópurinn spreyta sig á skemmtiskokki degi fyrir maraþon. „Fólk getur þá breytt vegalengdinni ef þannig ber undir,“ bendir Hugrún á. Maraþonið fellur undir svokall- aðar Hreyfiferðir hjá Ferðaþjón- ustu bænda og segist Hugrún hafa fundið fyrir því að Íslendingar sæki í auknum mæli í slíkar ferðir í fríum. „Fólk vill fara á áhuga- verða staði og hreyfa sig í leiðinni,“ segir hún. Indlandsferðin nær yfir töluvert fleira en fjallamaraþon, því hópurinn mun einnig fara í hestaferð og flúðasiglingu og heim- sækja Delí og Taj Mahal, svo eitt- hvað sé nefnt. Í gær voru einungis þrjú sæti laus í ferðina, og því síð- ustu forvöð fyrir hlaupagarpa með útþrá að skrá sig. Ferðin kostar rúmar 300 þúsund krónur. - sun Íslendingar í Tíbetmaraþon AÐSÓKN Í ERFIÐASTA MARAÞON HEIMS Hugrún Hannesdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda segist finna fyrir aukinni eftirspurn eftir ferðum sem innihalda hreyfingu. 35 Íslendingar munu taka þátt í Tíbetmaraþoni á vegum ferðaskrifstofunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sverrir Stormsker er kominn aftur í útvarpið. Þáttur hans Miðjan er á dagskrá frá 16 til 18 á Útvarpi Sögu í dag. „Ég sé um þennan þátt ásamt eðalnáunga sem heitir Halldór Einars- son,“ segir Sverrir. „Hann var aðstoðarmaður minn í þættinum Í messu hjá Stormsker, sem var á útvarpsstöðinni Steríó forðum daga.“ Sá þáttur vakti mikla athygli, ekki síst viðtöl Sverris við Sigurð A. Magnússon og Ástþór Magnússon. „Sigurður vildi meina að ég hefði hellt hann fullan og látið hann röfla einhverja vitleysu, en ég held að ég geti nú ekki hellt neinn fullan, allra síst rígfullorðinn mann eins og Sigurð AA Magnússon. Ástþór hins vegar var í símanum frá London og ég fékk Jóhannes eftirhermu til að leika alla helstu stjórnmála- foringjana á móti honum. Ástþór hélt að hann væri að tala við Ólaf Ragnar og Guðna Ágústsson og Halldór Blöndal og alla þessa garpa og hellti sér af alefli yfir þá og stóð sig mjög vel og þess vegna var hann náttúrulega ekki mjög kátur þegar ég sagði honum eftir þáttinn að hann hefði bara verið að tala við trúð. Það fannst Ástþóri alls ekki fyndið og talaði ekki við mig í langan tíma á eftir. Við erum orðnir vinir aftur í dag og ég fæ hann fljótlega í nýja þáttinn. Verst að hann vill ekki tala um neitt annað en friðarmál og kannski leyfi ég honum það ef hann slakar mér svona eins og helmingnum af þessum fjörutíu milljónum sem hann dregur nú í tösku um allan bæ.“ Fyrsti þáttur Miðjunnar var á dagskrá í síðustu viku. Þá var Hallgrímur Helgason gestur þáttarins. „Það tókst virkilega vel enda er erfitt fyrir Hallgrím að vera leiðinlegur. Í þættinum í dag verður Geiri í Goldfinger gestur okkar. Hann er rífandi skemmtilegur gaukur og mun eflaust tala vel um vini sína femínistana. Hann dýrkar það fólk.“ Sverrir segir þættina verða aðgengilega á netinu nokkrum dögum eftir útsendingu „ef Arnþrúður leyfir“. Slóðin er www.stormsker. net. gunnarh@frettabladid.is Útvarp Stormsker snýr aftur SÉR UM MIÐJUNA Á ÚTVARPI SÖGU Sverrir Stormsker er Miðjumaður með Halldóri E. „Þetta var lúkkið mitt á þessum tíma. Þetta eru væntanlega Christian Dior-gleraugun mín, sem maður þurfti að spara mikið til að geta lagt út fyrir. Það var mikil sorg hjá dóttur minni þegar hún óx úr grasi, hvað það var lítið eftir í skápunum hjá mér af fötum frá þessu tímabili, því þetta kemur alltaf aftur.“ Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Myndin er tekin árið 1976. Heldur er að hitna í Eurovision- kolum en það mun gleðja marga íslenska Eurovision-fara að hingað til lands eru væntanlegir alþjóð- legu Eurovision-nörd- arnir Peter, Paul og Jonathan til að fylgjast með lokakeppninni. Tríóið hefur tekið ástfóstri við íslenska Eurovision-menningu og vinátta tekist millum þeirra og íslenskra keppenda og annarra aðstand- enda. Þó margir séu að missa sig í einskærum Euro-spenningi reynir Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, að halda „kúlinu” og heyrst hefur að muni hann sigra ætli hann ekki einu sinni að fylgja Hóhóhó, we say heyheyhey, út. Hjarta tónlistarunn- enda, þeirra sem sjá DV, tók kipp í gær þegar blaðið greindi frá því á forsíðu að sjálfur Bob Dylan væri væntanlegur til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá tónleikafyrirtæk- inu Hr. Örlygi hefur nafn Dylans vissulega komið upp á skrifstofunni en ekki er frágengið að hann troði hér upp. Nú krossa menn fingur og vona að ekki fari með Dylan eins og Paul McCartney en fyrir tæpu ári boðaði DV komu hans en ekkert bólar á Paul enn. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Viðskiptasendinefnd til Birmingham Útflutningsráð skipuleggur viðskiptasendinefnd fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til Birmingham í Bretlandi. Ferðin er liður í átaki á markaðssetningu íslenskra ferða- þjónustufyrirtækja á breska markaðnum. Boðið verður upp á skipulagða viðskiptafundi ásamt fræðslu um breska markaðinn. Fundirnir munu fara fram á sama stað og sýningin The Ordnance Survey Outdoors Show og gefst því fólki kostur á að skoða sýninguna og kynna sér hvað er í boði. Skráning í ferðina er hafin og lýkur henni föstudaginn 8. febrúar. Áhugasamir hafi samband við Ingu Hlín Pálsdóttur, inga@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. P IP A R • S ÍA • 8 02 75 Dagana 13.-14. mars 2008 VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Ásgeir Margeirsson. 2 Ekkert. 3 Boris Tadic.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.