Fréttablaðið - 06.02.2008, Side 1

Fréttablaðið - 06.02.2008, Side 1
Loftið hreinsað | Kaupþing til- kynnti að hætt hafi verið við yf- irtöku á hollenska bankanum NIBC. Þar með er ljóst að ekk- ert verður úr stærstu yfirtöku Ís- landssögunnar, sem á sínum tíma var metin á 270 milljarða króna Minni hagnaður | Heildarhagn- aður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbank- ans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 og dróst saman um tæp- lega nítján prósent milli ára. 69 vikur | Exista á lausafé til 69 vikna samkvæmt Lýði Guð- mundssyni forstjóra. Hagnaður félagsins var um fimmtíu millj- arðar íslenskra króna og jókst um ríflega þriðjung miðað við árið á undan. Mega eiga | Samkeppniseftir- litið heimilaði Kaupþingi að eign- ast 49 prósenta hlut í Ekortum, að uppfylltum skilyrðum. Ekort eru í eigu SPRON og Kaupþings. Metútgáfa | Fram kom að út- gáfa krónubréfa hefði numið 87 milljörðum króna í janúar og hefði aldrei verið meiri. Alls eru nú um 382 milljarða krónabréf útistandandi. Í endurskoðun | Moody‘s til- kynnti, í kjölfar þess að ljóst varð að ekkert yrði af yfirtöku Kaup- þings á NIBC, að lánshæfisein- kunnir stóru bankanna þriggja væru í endurskoðun. Frístundin Níu ára á mótorfáki 126 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 6. febrúar 2008 – 6. tölublað – 4. árgangur Uppgjör bankanna Lituð af fjármálakreppu 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar „Mikið ber í milli sjónarmiða í málinu,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Haga. Samkvæmt heimildum Markaðarins telur Sam- keppniseftirlitið að Hagar hafi brotið gegn sam- keppnislögum árin 2005 og 2006, þegar mjólk var seld fyrir nánast ekki neitt í verslunum Bónuss. Krónan fylgdi í kjölfarið og undirverðlagði mjólkina einnig. Samkeppniseftirlitið ákvað í kjölfar verðstríðs lág- vöruverðskeðjanna að hefja athugun á matvörumark- aði. Meðal þess sem eftirlitið hugðist kanna var hvort aðili á markaðnum væri í ráðandi stöðu. Eftirlitið telur að brotið hafi verið gegn 11. grein samkeppnislaganna um misnotkun markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt skýrslu norrænna samkeppnisyfir- valda um matvörumarkaðinn höfðu verslanir Haga 47 prósenta markaðshlutdeild um mitt ár 2004; versl- anir Kaupáss 21 prósent, Verslanir Samkaupa, fjórtán prósent og aðrir minna. Samkeppniseftirlitið gerði í haust húsleit hjá Bónus og Krónunni. Hagar vildu að mál á hendur sér hjá eftirlitinu yrðu sameinuð. Því var hafnað, en fram kemur í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að 5. nóvember í fyrra var Högum sent svonefnt and- mælaskjal vegna meintra samkeppnisbrota, sumar- ið 2006. Þar segir meðal annars að ætluð brot Haga kalli á verulega íþyngjandi viðurlög. Samkvæmt við- urlagakafla samkeppnislaga geta sektir numið allt að tíu prósentum af heildarveltu síðasta árs. „Ég er bjartsýnn á að svo verði ekki, enda fyndist mér það fráleitt,“ segir Finnur Árnason. Hagar hafa ekki gefið upp veltu Bónuss, en heildarvelta Haga hleypur á tugum milljarða króna. „Málið er til meðferðar hér. Við höfum fengið rök- semdir Haga í hendur,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í andmælaskjalinu kemur fram að ekki liggi fyrir lokadómur varðandi ætluð brot Haga í þeim málum sem Samkeppniseftir- litið hefur til rannsóknar. Eftir því sem næst verður komist eru hins vegar engin dæmi um að Samkeppn- iseftirlitið hafi algerlega skipt um skoðun við mót- töku andmælaskjalsins. Óvíst er hvenær málinu lýkur. Samkeppniseftir- litið hóf um mitt ár 2006 rannsókn á íslenskum mat- vörumarkaði. Þá hafði verðstríð Bónuss og Krónunn- ar staðið frá árinu á undan. Það birtist meðal annars í því að mjólkurlítrinn var seldur fyrir nánast ekki neitt. Sú athugun leiddi til þess að Högum var sent andmælaskjalið. Fram kemur í starfsreglum Sam- keppniseftirlitsins að telji það að íþyngjandi ákvörð- un, þar með talin ákvörðun um stjórnvaldssektir, kunni að vera tekin, skuli taka saman andmælaskjal. Þar komi fram atvik málsins og greint frá grunni þess að tiltekin háttsemi kunni að ganga gegn sam- keppnislögum. Sektir vofa yfir Högum Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi brotið lög með skaðlegri undirverðlagningu. Verulega íþyngjandi stjórn- valdssekt kann að fylgja. „Fráleitt,“ segir forstjóri Haga. London Acquisition hefur tryggt sér 99,5 prósenta hlutafjár í hol- lensku iðnsamstæðunni Stork N.V. Upp úr miðjum síðasta mán- uði hafði eignarhaldsfélagið tryggt sér 98 prósent. Lokauppgjör vegna útistand- andi bréfa á að eiga sér stað á morgun, 6. febrúar, en fyrir hlut- inn eru greiddar 48,4 evrur. Yfir- takan er með þeim stærstu í Evr- ópu frá upphafi lausafjárkrepp- unnar, upp á 1,7 milljarða evra, eða sem nemur yfir 160 milljörð- um króna. Stork á sér 180 ára sögu í Hol- landi og eigendahópurinn dreifð- ur. Því mun óvíst að hafist upp á þeim 0,5 prósentum hlutafjár sem út af standa. Sparnaðurinn sem af því myndi hljótast fyrir kaupend- ur samstæðunnar gefur nokkra mynd af stærð yfirtökunnar, því virði þessa hlutar nemur 807,5 milljónum króna miðað við yfir- tökuverð Stork. Að London Acquisition standa breski fjárfestingarsjóðurinn Candover með 75 prósenta hlut, Eyrir Invest með um 15 prósent og Landsbanki Íslands með tí- undapart. Eyrir myndi því spara sér rúmlega 121 milljón króna, Landsbankinn tæplega 81 millj- ón og Candover sýnu mest, tæpar 606 milljónir króna. Yfirtakan bíður enn samþykkis samkeppnisyfirvalda, en úrskurð- ar þeirra er vænst í mars. - óká Yfirtöku á Stork að ljúka í Hollandi Sparnaður af týndum bréfum gæti numið rúmum 800 milljónum króna. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Kaupþing og NIBC Risasamruninn sem aldrei varð „Það var ákveðið á stjórnar- fundi í nóvember að stofna sér- stakt fyrirtæki um túlkaþjónust- una,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. Samkeppniseftirlitið hefur ákvarðað, í kjölfar kvörtunar frá Skjali þýðingarstofu, að Al- þjóðahús verði að skilja túlka- þjónustu frá öðrum rekstri. Hann fái opinber framlög en þessi hluti starfseminnar sé í samkeppni við einkaaðila. Einar Skúlason segir að túlka- þjónustan hafi áður verið aðskil- in frá annarri starfsemi í bók- haldinu, þótt reksturinn hafi verið á sömu kennitölu. - óká Breyting hjá Alþjóðahúsi EINAR SKÚLASON Búnir að stofna sér- stakt fyrirtæki um túlkaþjónustuna. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.