Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G F yrir röskri viku var til- kynnt að ekkert yrði af kaupum Kaupþings á hol- lenska bankanum NIBC. Með tilkynningu Kaup- þings þess efnis var bundinn endi á margra mánaða óvissuástand vegna þessara „stærstu fyrir- tækjakaupa“ Íslandssögunnar. Kaup Kaupþings á NIBC voru opinberuð á blaðamanna- fundi í Amsterdam fimmtudag- inn 15. ágúst síðastliðinn, rétt í þann mund þegar fyrstu merkja undirlánakrísunnar svokölluðu hafði orðið vart. Kaupverð NIBC var rétt tæp- lega þrír milljarðar evra, eða um 270 milljarðar króna á þávirði, um áttatíu milljörðum króna meira en Novator greiddi fyrir alla hluti í Actavis. NIBC er í eigu fjárfestahóps, undir forystu fjárfestingasjóðs- ins JC Flowers. Til stóð að kaup- verðið yrði greitt að fjörutíu og sex prósenta hlut með útgáfu hlutabréfa í Kaupþingi til selj- enda, en eftirstöðvarnar í reiðu- fé; sem afla átti með útgáfu víkj- andi skuldabréfa og forgangs- réttarútboðs sem fara átti fram á fyrsta ársfjórðungi nýhafins árs. NIBC varð fyrir talsverð- um skakkaföllum vegna kaupa á bandarískum undirmálsbréf- um og tapaði um tólf milljörðum króna vegna slíkra bréfa á fyrri árshelmingi 2007. Hagnaður fyrirtækisins á því tímabili dróst saman um níutíu og átta prósent og nam einungis 270 milljónum króna. KÆNSKA KAUPÞINGSMANNA Yfirtakan var talin styrkja stoðir Kaupþings sem leiðandi fyrirtækja- og fjárfestingabanka í Evrópu til muna. Sérstaklega var farið yfir það á fundinum í Amsterdam að með samrun- anum við NIBC myndu tekjur Kaupþings dreifast meira land- fræðilega og bankinn yrði síður háður Íslandi og Norðurlöndun- um. Framvegis myndi fjórðungur tekna bankans skapast í Benelux- löndunum og vægi Íslands færi úr þriðjungi af heildartekjum og niður í fjórðung. Það þótti enn fremur til marks um kænsku Kaupþingsmanna að húsnæðisskuldabréfavafning- ar NIBC fylgdu ekki í kaupun- um og voru þess í stað seldir félagi í eigu seljenda fyrir um 36 milljarða króna. Kaupþings- menn lánuðu reyndar um fimmt- án milljarða króna í það verk- efni, gegn veði í öllum undirliggj- andi eignum hins nýja félags. Þessi samningur stendur, þrátt fyrir að yfirtakan hafi verið blás- in af, og þiggja Kaupþingsmenn reglulegar afborganir af láninu. JC Flowers er sennilega stærsti fjárfestir í fjármálafyrirtækj- um í heiminum og töluðu Kaup- þingsmenn fjálglega um þvílík- ur fengur yrði af þeim inn í hlut- hafahópinn. Meðal meðfjárfesta JC Flowers voru stór nöfn á borð við ABN Amro, AIG, Bank of America, Credit Suisse og JP Morgan „Við erum ekki bara að fá JC Flowers inn í hluthafa- hópinn, heldur einnig tíu af tut- tugu stærstu fjármálastofnunum heimsins í dag,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, á fundinum í Amsterdam. Vindar á fjármálamörkuðum reyndust hins vegar ekki hag- stæðir til stórra viðskipta. Gengi Kaupþings hríðféll í Kauphöll Ís- lands, fjármögnun varð dýrari en góðu hófi gegnir og brátt var farið að tala um lausafjárkrísu á mörkuðum. Raddir gerðust sífellt háværari um að Kaupþing hefði hreinlega ekki bolmagn til að ganga frá kaupunum. Trygg- ingaálag á skuldabréf Kaup- þings rauk í kjölfarið upp í áður óþekktar hæðir, og fór á tímabili yfir fimm hundruð punkta. HVÍSLAÐ Á MARKAÐI Frá áramótum gengu ýmsar sögur um hvort yrði af samrun- anum stóra; ein útgáfan gekk út á að Fjármálaeftirlitið myndi hafna samrunanum og önnur sagði að yfirtökunni yrði hrein- lega snúið við. NIBC tæki þá Kaupþing yfir, og höfuðstöðvar hins sameinaða banka yrði í Hollandi, Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarlinn og uppgjör yrði vandræðalaust fært í evrum. Snöggur endir var hins vegar bundinn á þessar bollalegging- ar með tilkynningu um að ekkert yrði af samrunanum á miðviku- daginn í síðustu viku. Tilkynn- ingin var send út áður en Fjár- málaeftirlitið hafði skilað áliti sínu um yfirtökuna, en ákvörðun FME hefði að öllu eðlilegu legið fyrir áður en Kaupþing birti upp- gjör sitt á fimmtudag í síðustu viku. Tilkynningin hafði áhrif bæði hér og í Hollandi. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, sagði starfi sínu lausu eftir birtingu á uppgjöri bankans. Slíkt hið sama gerði Jörgen Stegman, fram- kvæmdastjóri áhættustýring- ar. Bankinn skilaði 2,5 milljarða hagnaði á síðasta ári. Kaupþingsmenn segjast hins vegar ætla að einbeita sér að innri vexti. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði mikilvægt að loftið hefði verið hreinsað og óvissu eytt, og ítrekaði að Kaupþing bæri ekki fjárhagslegan skaða af ferl- inu. „Þetta var sameiginleg nið- urstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna.“ Ljóst er að markaðir voru á sama máli, enda lækkaði skuldatryggingaálag á bréf Kaupþings um leið og ákvörðunin var tilkynnt. Risasamruninn sem aldrei varð Yfirtaka Kaupþings á NIBC var metin á 270 milljarða króna. Kaupþingsmenn þóttu á sínum tíma sýna mikla kænsku með því að skilja bandaríska skuldabréfavafninga NIBC frá kaupunum. Undirmálskrísan reyndist hins vegar dýpri en flesta hafði grunað og þrengingar á fjármálamörkuðum urðu á endanum til þess að horfið var frá kaupunum. Jón Skaftason lítur til baka. HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON FORSTJÓRI KAUPÞINGS Kynnir kaupin á NIBC-bankanum í Hollandi 15. júlí 2007. 15. ágúst Tilkynnt um væntanlegan sam- runa Kaupþings og NIBC, sem metinn er á 270 milljarða króna. Gengi Kaupþings stendur í 1.101 krónu. 22. nóvember NIBC birtir níu mánaða uppgjör sitt. Hagnaður nemur sex millj- örðum króna og dregst saman um 66 prósent frá fyrra ári. Gengi Kaupþings stendur í 899 krónum. 27. nóvember Kaupþing tilkynnir að fjár- mögnun kaupanna sé lokið. Skuldatryggingaálag bankans lækkar í kjölfarið og stendur í 275 punktum. Gengi Kaupþings stendur í 922 krónum. 28. desember Síðasti viðskiptadagur ársins 2007. Gengi Kaupþings stendur í 880 krónum. 17. janúar Fréttir birtast af því að yfirtök- unni verði snúið við. NIBC taki yfir Kaupþing og höfuðstöðvar hins sameinaða banka verði í Hollandi. Gengi Kaupþings stendur í 751 krónu. 28. janúar Fréttir birtast í breskum fjöl- miðlum um að FME muni hafna samrunanum. Gengi Kaupþings stendur í 718 krónum. 30. janúar Tilkynnt að hætt verði við sam- runann. Álit FME hefur þá enn ekki birst. Gengi Kaupþings stendur í 771 krónu. 31. janúar Kaupþing birtir uppgjör ársins 2007. Hagnaður nam sjötíu millj- örðum króna. NIBC birtir upp- gjör sitt og Michael Enthoven segir starfi sínu lausu í kjölfarið. Gengi Kaupþings stendur í 755 krónum. 4. febrúar Gengi Kaupþings stendur í 774 krónum. „Þetta er gott fyrir okkur og aðra hluthafa Kaupþings.“ - Ravi Sinha, framkvæmdastjóri JC Flowers, um samrunann. 15. ágúst 2007. „Þetta er frábær fjárfesting, ekki bara fyrir Kaupþing heldur einnig NIBC.“ - Hreiðar Már Sigurðsson, 15. ágúst 2007. „Við sjáum nú bara þá umræðu sem nú er í gangi vegna ástandsins á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum. Svona umræða skýtur alltaf upp kollinum annað slagið.“ - Michael Enthoven, forstjóri NIBC, um neikvæða umfjöllun erlendis um íslenska bankakerfið. 29. ágúst 2007. „Við töldum okkur hafa keypt skuldabréf með AAA-einkunn.“ - Enthoven um fjárfestingar NIBC á bandarískum húsnæðisskuldabréfum. 29. ágúst 2007. „Þeir litu á okkar kjarnastarfsemi og létu ekki skammtíma- sveiflur á markaði byrgja sér sýn.“ - Enthoven hrósar Kaupþingsmönnum fyrir að hafa séð skóginn fyrir trjánum. 29. ágúst 2007. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna.“ - Hreiðar Már eftir að ljóst var að ekkert yrði af samrunanum. 31. janúar 2008. H V A Ð S Ö G Ð U Þ E I R ? MICHAEL ENTHOVEN, FRÁFAR- ANDI FORSTJÓRI NIBC. NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.