Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Meðan alþjóðlegir fjármálamarkaðir eru plagaðir af áhættufælni og lausafjárskortur varir huga bankarnir hér heima að kostnaðarþáttum og leggja í bili á hilluna áform um vöxt með fyrirtækjakaupum. Óli Kristján Ármannsson fer yfir afkomu bankanna á síðasta ári, en hún er lituð af fjármálakreppunni sem ríður yfir heiminn. F yrir helgi birtu bankarnir fjór- ir, Landsbanki Íslands, Kaupþing, Glitnir og Straumur banki, allir upp- gjör sín. Öll eru uppgjörin lituð af þrengingum þeim sem riðið hafa yfir fjármálamarkaði heimsins á seinni hluta síðasta árs í kjölfar lausafjárþurrðar og óvissu ástands tengdu undirmálslánum í Bandaríkjunum og fjárfestingum fjármála- fyrirtækja í ógagnsæjum skuldavafningum. Undirmálslánakrísan reyndist heldur dýpri en sérfræðingar greiningardeilda höfðu gert ráð fyrir og afkoma bankanna, í það minnsta á síðasta fjórðungi ársins, heldur undir því sem spáð hafði verið. „Afkoma bankanna á síðasta ári verður að teljast vel viðunandi með hliðsjón af því um- róti sem verið hefur á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og lækkunum á hlutabréfamörk- uðum á seinni hluta ársins,“ segir hins vegar Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, í nýlegu viðtali við Fréttablaðið. Fram hjá því verður ekki litið að sameiginlegur hagn- aður stóru viðskiptabankanna þriggja, Kaup- þings, Glitnis og Landsbankans, auk Straums, nam í fyrra um 152 milljörðum króna og því deginum ljósara að þessar stöndugu fjár- málastofnanir eru langt frá því að komast á vonarvöl. Kaupþing vegur vitanlega þyngst í þessum samanburði sem langstærsti bankinn. Hagn- aður Kaupþings nemur 46 prósentum heild- arhagnaðarins og er meiri en samanlagður hagnaður Glitnis og Landsbankans, sem er upp á 67,6 milljarða króna. Hagnaður til hlut- hafa Kaupþings vegna síðasta árs nemur 70 milljörðum króna. Forstjóri fjármálaeftirlitsins bendir rétti- lega á að arðsemi eigin fjár þriggja stærstu bankanna hafi numið næstum fjórðungi á árinu, auk þess sem afkoma af grunnstarf- semi bankanna hafi verið vel viðunandi, jafn- vel þótt aðeins sé litið til seinasta fjórðungs ársins. Jafnframt segir hann að eiginfjár- staða bankanna verði að teljast traust auk þess sem hærri innlánshlutföll komi þeim til góða. „Hækkandi kostnaðarhlutföll eru hins vegar neikvæð þróun í afkomutölum síðasta árs,“ segir Jónas og bendir á að þau hafi að jafnaði verið yfir 50 prósentum á nýliðnu ári, heldur meira en árin á undan. Hann segir því bankana þurfa að huga að aðhaldi í kostnaði. Ekki er heldur annað hægt að merkja af nýlegum fundum bankanna vegna kynn- inga á uppgjörum þeirra en að mat þeirra á stöðunni sé það sama. Þannig lagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, nokkuð mikla áherslu á það í kynningu sinni á upp- gjöri bankans að dregið yrði úr kostnaði. INNLÁNIN SKIPTA MÁLI Landsbanki Íslands reið á vaðið með uppgjör sitt fyrir rúmri viku, mánudaginn 28. jan- úar, og var heldur fyrr á ferðinni en verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það mat stjórnenda bank- ans að uppgjör hans yrði að öllum líkindum það áferðarfallegasta af stóru bönkunum, sér í lagi vegna vel heppnaðra aðgerða bankans í að auka vægi innlána í starfseminni og hlut þeirra í fjármögnun starfsemi hans. Því var talið að uppgjörið kynni að verða til þess fallið að álag á skuldatrygging- ar bankans (svokallað CDS álag á 5 ára skuldabréf) á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum lækkaði, en álag á skulda- bréfaútgáfu bankanna hefur verið í hæstu hæðum. Þannig hefði bankinn getað brotið ísinn í skuldabréfaút- gáfu og rutt brautina fyrir hina bank- ana. Aðstæður á fjármálamörkuðum höfðu hins vegar ekki batnað nægi- lega til þess að þessi atburðarás gæti gengið eftir. Staða bankans þykir engu síður góð núna í byrjun árs, enda bókfærast nú í byrjun árs þókn- anatekjur vegna yfirtöku Marel Food Systems á Stork Food Systems og eins vegna ráðgjafar við kaup Nordic Partners á tékkneska matvælafyrir- tækinu Hamé. Eftir skatta nemur hagnaður Lands- bankans 39,9 milljörðum króna fyrir árið 2007. Grunntekjur samstæðunnar jukust um 34 prósent frá fyrra ári, námu 93,4 milljörðum króna. Þynntur hagnaður á hlut var 3,29 krónur fyrir árið 2007, 5,5 prósentum minni en á fyrra ári þegar hann var 3,48 krónur á hlut. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristj- ánsson, bankastjórar Landsbankans, segja afkomu bankans góða og stöðu hans sterka, sem gefi bankanum svigrúm til að bíða af sér erfiðar markaðsaðstæður. Ljóst megi vera að við þær aðstæður sem nú séu á fjármála- mörkuðum verði frekari vöxtur ekki fjár- magnaður. Um áramót nam lausafjárstaða bankans rétt tæplega níu milljörðum evra, eða um 864 milljörðum króna. „Afkoman er mjög í takt við það sem við væntum í upphafi ársins,“ segir Sigurjón og bendir á að undirliggjandi tekjur bankans hafi aukist um 28,8 milljarða króna milli ára. „Kostnaður jókst svo reyndar um 19 millj- arða og svo koma til afskriftir upp á einn milljarð, þannig að undirliggjandi hagnaður jókst um rúma níu milljarða,“ segir hann, en heildartekjur bankans á árinu námu rúmum 110 milljörðum króna, jukust um rúma 20 milljarða frá fyrra ári. „Sú aukning ein og sér er jafnmikil öllum tekjum bank- ans árið 2003,“ bendir hann glað- hlakkalega á og kveður bankann í raun fá toppeinkunn á öllum sviðum. Eina vandamálið segir Sigurjón vera kjör á langtíma- fjármagni, en þar hafi bankinn ráðrúm til að halda að sér hönd- um enn um sinn. Hann segir þó ráð fyrir því gert að hefja á seinni hluta þessa árs skuldabréfaútgáfu vegna fjármögnunar ársins 2009. Að sama skapi segir Halldór J. Kristjáns- son að í uppgjörinu komi skýrt fram árang- ur margþættra aðgerða sem gripið hafi verið til á undanförnum misserum. „Dregið hefur verið úr markaðsáhættu, útlánasafn bank- ans er vel áhættudreift og fjármögnunarhlið bankans sterk,“ segir hann og bendir á að inn- lán nemi um þremur fjórðu hlutum af heild- arútlánum til viðskiptavina. „Bankinn er með tæplega 150 þúsund viðskiptavini sem valið hafa IceSave innlánsform okkar í Bretlandi,“ segir hann, en þar hefur bankinn bætt við fjölbreyttari reikningsformum þannig að um fjögur prósent innistæðnanna eru nú bundin til lengri tíma. Hann bendir á að gengið hafi verið frá 400 milljóna Bandaríkjadala víkj- andi láni til bankans á síðasta fjórðungi ársins þar með hafi eiginfjárstaða hans verið styrkt enn frekar. „Eiginfjárstaða og lausafjárhlut- fall bank- ans er nú með því besta sem gerist í Norð- ur-Evrópu.“ AUKINN LAUNAKOSTN- AÐUR GLITNIS Á kynningu Lárusar Welding, forstjóra Glitnis og Alexanders K. Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs bankans, á afkomu Glitnis á þriðjudaginn fyrir viku benti for- stjórinn á að bankinn stæði að hluta fyrir utan þá óróleika sem plagað hafi fjármála- markaði. „Stór hluti efnahagsreikningsins er í Noregi og meirihluti tekna okkar er á svæð- um sem eru einangruð frá þeim öflum sem hafa hrjáð markaði upp á síðkastið,“ segir Lárus. Um leið segir hann ljóst að efnahags- reikningur bankans myndi ekki vaxa mikið á næstu tveimur fjórðungum, en líkt og hinir íslensku bankarnir býr hann við hátt skulda- tryggingarálag. Lárus er hins vegar vongóður um að birti yfir á seinni hluta ársins og kveð- ur mikilvægt að missa ekki sjónar á boltan- um í aðstæðum sem þeim sem nú gangi yfir alþjóðlega fjármálamarkaði. Glitnir hefur fjárfest í verkefnum á borð við sjávarútveg á Norðurlöndunum og í Kína og jarðvarma- verkefnum. „Verkefnin til næstu fimm ára eru að halda áfram með það sem við höfum lagt upp með.“ Hagnaður Glitnis nam í fyrra 27,7 millj- örðum króna samanborið við 38,2 milljarða króna árið áður. Þar var hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 2,5 milljarðar króna samanborið við 9,3 milljarða 2006. Það jafngildir 73 pró- senta samdrætti á milli ára. Á sama tíma juk- ust tekjur af kjarnastarfsemi bankans um rúman fimmtung og hafa aldrei verið meiri. Forsvarsmenn bankans segja nokkra þætti öðrum fremur skýra samdráttinn í starfsemi Viðunandi uppgjör í erfiðu árferði A F K O M A B A N K A N N A Á R I Ð 2 0 0 7 Rekstur Kaupþing Glitnir Landsbankinn Straumur Tekjur 165,8 85,1 110,0 30,1 Hagnaður eftir skatta 71,2 27,7 39,9 14,9 Arðsemi eigin fjár 23,5% 19,3% 27,1% 11,3% *Upphæðir í milljörðum króna **Straumur gerir upp í evrum og miðað við áramótagengið 91,2 krónur. ❸

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.