Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 10
● fréttablaðið ● verktakar 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 Í Mosfellsbæ er byggt sem aldrei fyrr. Ásbjörn Þorvarðar- son, byggingarfulltrúi þar, var beðinn um að lýsa helstu framkvæmdum á sínu svæði. „Hér er unnið á mörgum vígstöðv- um í einu þótt þær framkvæmdir séu ekki á vegum Mosfellsbæjar sjálfs nema að litlu leyti. Svo við byrjum á Leirvogstungu þá miðar gatnaframkvæmdum þar vel. Þar er gert ráð fyrir 450 íbúðum í sér- býli og fyrstu íbúarnir hafa þegar flutt inn. Ístak er jarðvinnuverk- takinn og svo eru margir bygg- ingaverktakar og einstaklingar og um jólaleytið voru blikkandi ljós byggingarkrananna eins og risa- jólaskreyting. Þarna verður til- tölulega dreifð byggð með græn- um svæðum á milli húsaraða. Svæðið teygir sig niður að leir- unni og nálgast íþróttasvæði bæj- arins. Útlit er fyrir að mikið verði byggt í Leirvogstungu á þessu ári og fram á næsta ár. Á Leirvogstungumelum, þar sem heitir Byggðafljót og Brúarfljót, hefur Ístak sett sig niður með stóran hluta af sinni starfsemi og er með áform um uppbyggingu þar fyrir fleiri stór- fyrirtæki. Helgafellsland er líka að rísa. Þar er gert ráð fyrir um 1.000 íbúðum, þar af um 400 í fjölbýli. Búið er að selja hluta lóðanna og byrjað að byggja eitt einbýlis- hús og nokkur par- og raðhús. Eitt fjölbýlishús með þrjátíu íbúðum er líka farið af stað. Svæðinu er áfangaskipt og áfangarnir mis- jafnlega langt komnir. Suma er ekki enn búið að deiliskipuleggja. Þeir ná langleiðina upp í Skamma- dal. Krikahverfið er næst miðbæn- um af þessum nýju hverfum. Þar eru um 200 íbúðir í blönduðu hús- næði. Fjölbýlishúsin fimm eru í byggingu og sérbýlið er lengra á veg komið. Svo hafa orðið eigendaskipti á Blikastaðalandi sem var í raun á undan bæði Leirvogstungu og Helgafellslandi í verkefnaröðinni. Margt bendir til að þar geti farið af stað uppbygging innan skamms tíma og þar munu þá Mosfellsbær og höfuðborgin mætast. Sú byggð sem þar kemur liggur nærri golfvellinum okkar nýja sem er mjög vel á veg kominn og reynd- ar Korpuvelli líka. Ætti að verða áhugavert fyrir golfáhugamenn að búa þar á næstu grösum. Öllum þessum hverfum fylgja svo skólabyggingar á vegum bæj- arins. Verið er að byrja á skólan- um í Krikahverfi og skólar bæði fyrir Leirvogstungu og Helgafell eru á teikniborðinu.“ - gun Í kuldatíðinni undanfarið er ekki ólíklegt að frosið hafi í vatnslögnum víða og hvað er þá til ráða? Þorsteinn Ásgeirsson pípulagningameistari segir að bíða verði þíðunnar til að sjá hvort einhver skaði er skeður. Hann hvetur sérstaklega alla sumarbústaðaeigendur að fara í bústaðinn um leið og þiðnar til að huga að lögnum og hvort skemmdir hafi orðið. Ekki þarf endilega að vera að rör hafi sprungið í frostinu en ef það hefur gerst er nauðsynlegt að vita hvar vatnsinntakið er í húsinu svo hægt sé að skrúfa fyrir vatnið strax. „Þetta er bara eins og að vera á vel viðhöldnum bíl með mótor- inn í lagi og vatnsvarinn þegar veðrið versnar,“ segir Þorsteinn. „Það þarf að kanna hvort þrýstijafnararnir og ofnkranarnir séu í lagi í húsinu, loki bæði fyrir og opni, og passa að hafa engin her- bergi köld, það er lokuð og með opinn glugga. Þetta er oft algengt með lítil gestasalerni og lagnir geta frosið þar. Svo er nauðsynlegt að vita hvar inntakið fyrir vatnið er í húsinu svo fljótt megi skrúfa fyrir ef rör springur og vatn fer að fossa út úr vegg. Annað er svo ekki hægt að gera en hringja á pípara.“ Þorsteinn segir að sumarbústaðaeigendur verði undantekninga- laust að skrúfa fyrir vatnið í bústaðnum og tæma rörin áður en farið er úr bústaðnum. Hann segir oft misbrest á því að fólk kynni sér vatnskerfin þegar það kaupir bústaði og húseignir en það geti minnkað skaðann umtalsvert ef hægt er að skrúfa fyrir strax. „Það hefur örugglega frosið í mörgum sumarbústöðum um allt land í frostinu núna undanfarið og ég hvet fólk til að athuga bústaðina strax og þiðnar. Fólk verður að hafa á hreinu hvernig kerfið virkar í sumarbústaðnum, kynna sér hvar lokar eru og hafa greiðan aðgang að krönunum svo hægt sé að skrúfa fyrir fljótt.“ Þorsteinn hvetur hitaveituna til að kynna fyrir fólki hvernig á að halda við kerfunum en sé þeim vel við haldið skapist ekkert vandræðaástand í svona tíð. „Ofnkrani getur verið mjög fljótur að festast, það tekur kannski 4-5 ár. Það þarf að halda kerfinu hreyfanlegu og liðka það t.d. með því að opna glugga og hurðir að sumarlagi og kæla niður húsið, þá fara allir kranar af stað og liðkast,“ segir Þorsteinn. - rt Hvar er vatnsinntakið? VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5 Þorsteinn Ásgeirsson pípulagningameistari segir mikilvægt að sýna fyrirhyggju. M YN D /Þ O RS TE IN N Allnokkur hús eru frágengin í Leirvogstungu og fyrstu íbúar fluttir inn. MYND/BJARNI GUÐMUNDSSON. Mikið byggt í Mosfellsbæ Einhvern veginn svona á Helgafallshverfi eftir að líta út samkvæmt skipulagi. Krikahverfið eins og það leit út á teikniborðinu. Bleiku byggingarnar eru fjölbýlishús. „Við erum líka að endurskoða deili- skipulag miðbæjarins,“ segir Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi Mos- fellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.