Fréttablaðið - 06.02.2008, Side 12

Fréttablaðið - 06.02.2008, Side 12
 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verktakar Verkstjórinn Magnús Hjálmars- son hjá Borgarvirki er einn fárra sem getur státað af titlin- um sprengjustjóri. „Sprengjustjóraréttindin fást í gegnum námskeið hjá Vinnueft- irlitinu. Þar eru meðal annars fyrirlestrar og dæmatímar en í lok námskeiðs þreyta þátttak- endur próf og fá sprengjustjóra- réttindi ef þeir standast próf- ið,“ segir Magnús Hjálmarsson, verk- og sprengistjóri hjá jarð- vinnuverktakafyrirtækinu Borg- arvirki. Hann er jafnframt með svo- kölluð ADR-réttindi til flutnings á sprengiefnum. Magnús segir fáa á Íslandi með þessi réttindi og enn færri sem starfa við spreng- ingar að jafnaði. „Við sérhæfum okkur í spreng- ingum og höfum starfað sem jarðvinnuverktakar með sama eiganda og kennitölu í tuttugu og fimm ár,“ segir Magnús sem nú vinnur að verkefni við Helgafell í Mosfellsbæ og var nýkominn úr síðustu sprengingu þegar blaða- maður náði tali af honum. „Við sprengjum mikið fyrir vegagerð, húsgrunna, skurði, gatnagerð en það er minna um gömul hús og mannvirki. Þó höfum við verið að sprengja brýr á hálendinu fyrir Vegagerðina,“ segir Magnús sem tekur fram að fyllsta öryggis sé alltaf gætt við sprengingar. „Við höfum aldrei lent í neinum háska enda vel gætt að réttri hleðslu og öllu öryggi. Sérstaklega í þéttbýli þar sem einnig þarf að gæta að titringi og raski fyrir nágranna,“ útskýrir Magnús sem segir einnig að leyfi þurfi fyrir sprengingum auk þess sem halda þarf birgða- bókhald dag hvern sem sprengt er. Borgarvirki starfar bæði sem verktakar og undirverktakar og að sögn Magnúsar eru starfs- menn átján og vélar af ýmsum gerðum. Bæði gröfur, ýtur og vörubílar. Magnús segir spreng- ingar geta oft sparað tíma og pen- ing í framkvæmdum, meðal ann- ars þar sem eru miklar klappir. Þá getur verið gott að hafa álfana á sínu bandi sem Magnús segir hafa verið honum hliðhollir alla tíð. „Ég hef aldrei orðið var við nein mótmæli af hálfu álfanna. Samt hefur maður nú heyrt ýmsar skrítnar sögur þar sem frægasta dæmið er kannski álfhóllinn við Digranesskóla. Þar var sveigt framhjá og ástæðan sögð vera meðal annnars brotnar tennur og bilaðar vélar. Við reynum bara að vinna okkar verk í sátt við alla, bæði mannfólk, náttúru og álfa,“ segir Magnús brosandi. rh@frettabladid.is Sprengir í sátt við álfa og menn Sprengjustjórinn Magnús Hjálmarsson hjá Borgarvirki segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Borgarstjóri Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýjum skóla í Norð- lingaholti í vikunni. Þar verða undir einu þaki leik- og grunnskóli, tónlistarskóli og fullorðinsfræðsla. Heildarkostnaður við bygging- una er áætlaður um tveir milljarð- ar króna en vonast er til að skól- inn verði tekinn í notkun í ársbyrj- un 2010. Í mars á síðasta ári var haldin lokuð samkeppni um hönn- un Norðlingaskóla en það var arki- tektastofan Hornsteinar sem bar sigur úr býtum. Tillaga Hornsteina byggist á hugmynd um skólaþorp, það er skólastofur og önnur skóla- rými sem hvelfast um eitt sameig- inlegt miðrými eða torg en í heild verður húsnæðið 6.700 fermetrar. Nýr skóli í Norðlingaholti Ólafur F. Magnússon borgarstjóri tók skóflustungu að Norðlingaskóla ásamt skólabörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● TÍMAMÓT Í SÖGU SKIPU LAGSSTOFNUNAR Árið 2008 markar tímamót í sögu Skipulagsstofnunar af ýmsu til- efni. Fyrir 70 árum var skipulags- lögum breytt þannig að skipu- lagsnefnd var veitt heimild til að ráða húsameistara og ráðunaut í heilbrigðismálum sér til aðstoð- ar. Ráðning Harðar Bjarnasonar arkitekts til skipulagsnefndar- innar árið 1938 markar upphaf þeirrar stofnunar sem síðar varð embætti skipulagsstjóra ríkisins og Skipulagsstofnun árið 1998. Þannig eru á árinu 2008 70 ár frá því komið var á fót forvera Skipu- lagsstofnunar. Á því ári verða einnig tíu ár frá gildistöku skipu- lags- og byggingarlaganna og 15 ár frá því fyrstu lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett hér á landi. Á þessum tímamótum mun Skipulagsstofnun vekja athygli á nokkrum viðfangsefnum stofn- unarinnar og stuðla þannig að aukinni umræðu. Nánar á www.skipulag.is Þessi teikning gefur hugmynd um hvernig skipulag skólans kemur til með að vera. F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.