Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Ú T T E K T hans. Í fyrsta lagi hafi starfsmönnum bank- ans fjölgað mjög á síðasta ári. Launakostnað- ur jókst þannig um 77 prósent milli ára, var 27,9 milljarðar króna í fyrra. Sé tekið tillit til kostnaðar af þessum þáttum sem einvörð- ungu falla til einu sinni, svokallaðs einskipt- iskostnaðar, segja þeir Lárus og Alexander aukninguna mun minni milli ára, en á árinu var skipt um forstjóra bankans þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum og Lárus tók við. Þá segja þeir að yfir standi skipulagsbreyt- ingar sem stuðla eiga að aukinni hagkvæmni í rekstri og aðhaldi í kostnaði. Eins segja forsvarsmenn Glitnis aðstæð- ur á fjármálamörkuðum hafa átt sinn þátt í að rýra afkomu bankans, enda fjármögnun- arkostnaður vegna skuldatryggingaálags ná- lægt hæstu hæðum. Bankinn er hins vegar sagður vel varinn gegn skakkaföllum með lausafé upp á sex milljarða evra, eða sem jafngildir um 576 milljörðum króna. Að auki hefur Glitnir tekið sjötíu milljarða gjaldeyr- isstöðu til að verja sig gegn lækkun á gengi krónunnar. Lárus segir tekjupósta bankans dreifða og skapi það Glitni ákveðið öryggi. Straumur fjárfestingarbanki skilaði svo hagnaði upp á tæpa 14,9 milljarða króna á árinu 2007 (miðað við gengi evrunnar um áramót), eða 162,9 milljónum evra. Hagnaðurinn er umtalsvert minni en árið áður þegar hann var vel yfir 500 milljónum evra. Arð- semi eigin fjár bankans var 11,3 prósent á árinu. „Ég tel að árið 2007 hafi verið mjög gott hjá Straumi,“ segir engu síður William Fall, forstjóri bankans, en hann kynnti uppgjörið sama dag og Glitnir kynnti sitt. William Fall bendir á að fjölbreytni í tekj- um bankans hafi aukist mikið milli ára auk þess sem umsvif bankans hafi aukist. Þókn- unartekjur hækkuðu til dæmis um meira en 50 prósent og vaxtatekjur um 60 prósent, þótt gengishagnaður hafi dregist saman. „Þriðji fjórðungur ársins var erfiður og við höfum orðið fyrir áhrifum af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hins vegar erum við alls ekki í sömu slæmu stöðu og margir aðrir,“ segir Fall og bendir á að Straumur eigi til að mynda enga hagsmuni í undirmálslánum eða skuldabréfavafningum. Hann telur hins vegar að þetta ár geti orðið erfitt. „Ég tel að enn eigi eftir að koma vond tíðindi af fjármálamörkuðum,“ segir hann en bætir um leið við að erfitt sé að spá fyrir um hvaða áhrif slík tíðindi kunni að hafa hér. Í kynningu sinni á uppgjörinu sagði William Fall einnig að fjármálaóróleikinn hefði minni áhrif eftir því sem austar drægi í Evrópu og að Straumur horfði til Finnlands og Tékklands. „En það stendur ekki til að við förum til Rúss- lands eða Úkraínu. Það eru næg tækifæri fyrirliggjandi á þeim mörkuðum sem við störfum á nú þegar.“ KAUPÞING HÆGIR FERÐINA Hjá Kaupþingi horfa stjórnendur til þess að efla innri vöxt bankans og taka á kostnaðarliðum í rekstri hans. Hagn- aður bankans árið 2007 nam 70.020 milljónum króna, heldur yfir sam- anlögðum hagn- aði Glitnis og Landsbank- ans, líkt og áður segir. Afkoman er hins vegar tæpum 18 pró- sentum verri en árið áður þegar hagnaður bank- ans nam 85,3 milljörðum. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, er engu síður ánægður með upp- gjörið, þrátt fyrir að viðsnúningur á fjár- málamörkuðum hafi sett á það mark sitt. Hann segir 23,5 prósenta arðsemi eigin fjár á árinu vel viðunandi. Hann segir vaxtatekjur bankans aldrei hafa verið hærri áður en á fjórða ársfjórðungi 2007. Í kynningu á uppgjörinu í höf- uðstöðvum Kaupþings við Borgar- tún sem fram fór síðasta fimmtudag kom fram að Hreiðar Már telji sér- stakt fagnaðarefni að innlán sem hlut- fall af heildarútlánum til viðskiptavina hafi aukist verulega á árinu. Innlán fóru úr 29,6 prósentum í byrjun árs 2007 í 41,8 prósent við lok árs. Hann segir að hald- ið verði áfram að auka hlutfall innlána í fjármögnun bankans, svo sem með efl- ingu og frekara landnámi innlánastarf- semi sem rekin er á netinu undir merkjum Kaupthing Edge. Hreiðar segir að í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum verði áhersla bank- ans fremur á innri vöxt en stækkun. Engu síður hafi bankinn augun opin gagnvart tæki- færum sem upp kunni að koma. Hann segir lausafjárstöðu bankans góða. Daginn áður en uppgjör bankans var kynnt var upplýst um að Kaupþing félli frá yfirtöku á hollenska bankanum NIBC og um leið var blásið af fyrirhugað hlutafjárútboð sem nota átti til að fjármagna þau kaup að hluta. Um var að ræða sameiginlega niðurstöðu J.C. Flowers, seljanda NIBC og Kaupþings, en hollensku eigendurnir hefðu um leið eignast stóran hlut í Kaupþingi. Var staðan metin svo að í stað þess að sameiningin gerði bankanum auð- veldara að fjármagna sig á erlendum mörk- uðum, væru horfur á að það gagnstæða gerð- ist. Hreiðar segir þessa niðurstöðu vissulega nokkur vonbrigði fyrir stjórnendur bankans en um leið styrki hún lausafjárstöðu Kaup- þings, sem í kjölfarið verði að teljast mjög góð. Bankinn á laust fé til að greiða útistand- andi lán í 440 daga án þess að afla fjár á mörkuðum. Þá segir Hreiðar ýmsar leiðir í fjármögnun bankans til skoðunar, án þess þó að fara nánar út í hverjar þær kunni að vera. Í viðtali við Markaðinn staðfesti hann einn- ig að í gangi væru viðræður við fjárfesta í Katar um aðkomu þeirra að bankanum, en þar lægi ekki fyrir niðurstaða enn. ❶ ❷ ❸ ❹ SPÁIR ERFIÐU ÁRI William Fall, forstjóri Straums, telur að árið 2008 kunni að verða erfitt og telur að ekki séu að fullu komnar fram slæmar fréttir úr fjármála- heiminum. Erfiðara sé um að spá hver áhrif slíkra frétta verði hér. MARKAÐURINN/GVA FYRSTA ÁRSUPPGJÖRIÐ KYNNT Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, kynnti sitt fyrsta ársuppgjör á Hilton hótel Nordica á þriðjudaginn í síðustu viku. MARKAÐURINN/VILHELM HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Kaupþing er langstærsti banki lands- ins. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, fór yfir horfur í rekstri hans og lykiltölur síðasta árs í höfuðstöðvum bankans í lok síðustu viku. MARKAÐURINN/PJETUR Á KYNNINGU LANDSBANKANS Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fer yfir lykiltölur í rekstri bankans. Unnið er að eflingu og frekari landvinningum IceSave innláns- forms bankans. MARKAÐURINN/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.