Fréttablaðið - 06.02.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.02.2008, Qupperneq 18
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Nýtt álit matsfyrirtækisins Moody‘s Investor Service um lánshæfi ríkissjóðs sem kynnt var í síðustu viku verðskuldar ítarlega umfjöllun á vettvangi stjórnvalda og fjármálageirans. Í álitinu staðfestir Moody‘s hæstu lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs í erlendri mynt og dreg- ur fram þætti sem styrkja það mat og veikja. Einn helsti styrk- ur ríkissjóðs er að hann er nánast skuldlaus. Annar styrkleiki felst í að betur hefur verið búið um hnútana í lífeyrismálum lands- manna en víða annars staðar og ríkið sér ekki fram á að bera þungar byrðar vegna fjölgunar í hópi aldraðs fólks. Á hinn bóginn tekur fyrir- tækið fram að óbeinar ábyrgð- ir ríkisins sem það kallar svo vegna bankakerfisins eru komn- ar upp fyrir það stig sem þægi- legt má kallast. RÍKIÐ OG BANKARNIR Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á bönkunum og þeim væri ekki hollt að starfa í skjóli slíkrar ábyrgðar. Hins vegar gildir hér á landi eins og annars staðar að bankar gegna lykilhlutverki í efnahagslífinu og miklir hags- munir tengjast því að þeim vegni vel. Kæmi til þess að banki rat- aði í alvarlegan vanda sem hann fengi ekki leyst úr fyrir eigin rammleik kæmi til skoðunar hvort hann teldist meðal horn- steina efnahagslífsins og hvort efni væru til að ríkið kæmi bank- anum til aðstoðar. Þetta hefur tvisvar gerst hér á síðustu tut- tugu árum eða svo þegar ríkið hljóp undir bagga með Útvegs- bankanum á níunda áratugn- um og með Landsbankanum á þeim tíunda. Þessi viðhorf liggja til grundvallar því sem Mood- y‘s kallar óbeinar skuldbindingar ríkisins gagnvart bönkunum. Í skýrslu sinni stillir Moody‘s upp dæmi um versta tilvik um lausafjárþurrð hjá bönkunum og kemst að þeirri niðurstöðu að samanlagt afl bankanna, Seðla- bankans og ríkisins væri nægi- legt til að standa slíkan vanda af sér. Þetta telur Moody‘s unnt án þess að lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs hjá fyrirtækinu bíði hnekki enda séu skuldir ríkissjóðs eins og sakir standa óverulegar. FYRIRVARI MOODY‘S Að þessari niðurstöðu fenginni bendir Moody‘s á að æskilegt væri að styrkja starfsumhverfi bankanna og bendir einkum á þrjú atriði. Þetta eru styrking gjaldeyrisforða, samningsbund- inn aðgangur að lausu fé hjá er- lendum seðlabönkum og hertar reglur um lausafé banka. Allt eru þetta atriði sem eru á færi stjórnvalda og bankarnir gætu þess vegna sjálfir sett sér aukn- ar kröfur um laust fé. Gjald- eyrisvarasjóðurinn hefur ný- lega verið styrktur með erlendu láni á vegum ríkissjóðs og hægt væri að gera frekari ráðstafan- ir í því efni. Aðgangur að er- lendu fé hjá erlendum seðlabönk- um hlýtur að kalla á viðræður við evrópska seðlabankann í Frank- furt og sjálfsagt er að stjórnvöld leitist við að greiða fyrir slíkum aðgangi á pólitískum vettvangi. Ályktun Moody‘s í lokakafla skýrslunnar um að draga myndi úr óbeinum ábyrgðum ríkis- sjóðs ef bankar drægju saman seglin á erlendum vettvangi eða flyttu höfuðstöðvar til útlanda hefur vakið athygli. Naumast getur verið ætlun fyrirtækisins að leggja þetta til heldur verð- ur að líta á þessi ummæli sem ábendingu um að stærð bank- anna í íslensku efnahagslífi sé tekin reyna alvarlega á láns- hæfismat ríkissjóðs og jafnvel að rekast á við krónuna. Virðist mega álykta að Moody‘s telji að Íslendingar gætu staðið frammi fyrir vali milli fjármálageirans og óbreyttrar skipunar gjaldeyr- ismála. Ef það er réttur skilningur að matsfyrirtækið telji að lánshæf- ismati ríkisins stafi hætta af fjár- málageiranum við óbreytt starfs- umhverfi hlýtur að verða að meta hagsmuni sem tengjast því að bankarnir starfi á Íslandi og eigi möguleika á að eflast enn frekar á erlendum vettvangi. Bankarnir skapa þúsundir hálaunastarfa og skila ómældum skatttekjum í al- mannasjóði sem nýtast til að reka velferðarþjónustuna. Ábendingar Moody‘s hlýtur að verða að líta á í bráð og lengd. Í bráð þarf að takast á við úrræði sem áður eru talin til að styrkja innviði með því að efla gjaldeyr- isforða og tryggja aukinn aðgang að lausu fé í erlendum gjaldeyri. Í lengd þarf að meta starfsum- hverfi bankanna og atvinnulífs- ins í heild frá sjónarhóli gjald- eyrismálanna. ÁSKORUN MOODY‘S Matsfyrirtækið Moody‘s hefur um tveggja áratuga skeið átt mikilvægt samstarf við ríkis- sjóð, bankana og ýmis íslensk stórfyrirtæki. Lánshæfisein- kunn Moody‘s hefur jafnan verið hærri en annarra slíkra fyrir- tækja. Lánshæfismatið hefur tryggt þessum aðilum aðgang að mörkuðum fyrir erlent láns- fé á hagstæðum kjörum. Útrás- in hefði ekki orðið nema fyrir þá sök að lánsfé fékkst á grundvelli þessara einkunna. Moody‘s býr yfir þekkingu á íslensku efna- hagslífi eins og best gerist um er- lenda aðila sem meta aðstæður í efnahagsmálum hér á landi. Skýrsla Moody‘s ber yfirskrift- ina Lánshæfismat á krossgötum. Viðvörun fyrirtækisins um fram- tíðarhorfur um lánshæfi landsins ber að taka alvarlega. Stjórnvöld hljóta að gaumgæfa ábendingar í skýrslu fyrirtækisins og bregðast við sjónarmiðum sem þar koma fram. Þar skiptir mestu það sem telja verður áskorun fyrirtækis- ins um að íslensk stjórnvöld leiti eftir formlegu sambandi við evr- ópska seðlabankann sem hafi að markmiði að tryggja aðgang að lausu fé sem grípa mætti til ef óróleiki á mörkuðum ógnaði stöð- ugleika bankanna. Það er svo um- hugsunarefni þegar til langs tíma er litið hvort þörf sé á nánara samstarfi í þessum efnum. ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Lánshæfismat á krossgötum O R Ð Í B E L G Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI Í SUMAR Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra glaðbeitt á fundi ríkisstjórnar í júlíbyrjun. Þá var bjart yfir og hlutabréfaverð í hæstu hæðum. MARKAÐURINN/VILHELM Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Innherji er aðili sem býr yfir eða hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum vegna eignaraðildar, aðild- ar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði. Innherji getur einnig verið hver sá sem hefur fengið vitneskju um trúnaðarupplýsingar og hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýs- ingarnar voru. Ef innherji á viðskipti með hlutabréf félagsins, kallast það innherjaviðskipti. Slík viðskipti eru ólögleg ef þau eru byggð á trúnaðarupplýsingum, það er upplýsingum sem ekki hafa verið tilkynnt- ar með opinberum og viðurkenndum hætti á verð- bréfamarkaðnum. Ólögleg innherjaviðskipti heita á lagamáli innherjasvik. *Upplýsingar www.kaupthing.is Innherji og innherjaviðskipti MARTHA STEWART Sjónvarpseldabuskan var á sínum tíma sakfelld fyrir innherjasvik og sat inni um tíma. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað“, söng Megas með hljómsveitinni Íkarusi fyrir tæpum aldarfjórðungi og vísaði þar til velþekktrar brellu úr stjórnmálaumræðu. Vera má að í erfiðu árferði aukist líka áhugi fólks á hvernig öðrum gengur og ásókn í einhvern samanburð. Jóhann S. Hannesson, fyrrum skólameist- ari Menntaskólans á Laugarvatni, var ötull limrusmiður og snerti einnig á þessum umræðuvanda þjóðarinnar: Að huga ekki að náungans högum, né hlusta eftir illgjörnum sögum, lýsir áhugaskorti á íslensku sporti og ætti að bannast með lögum. Í markaðsárferði undangenginna vikna þar sem hlutafé hefur hríð- fallið í verði í Kauphöllinni hér heima sem og erlendis fer ekki hjá því að vart verði við stóraukinn áhuga á högum náungans. Stund- um er það í formi Þórðargleði vegna sögusagna um mikið fall ein- hverra þeirra sem borið hefur á í fjármálalífinu, eða jafnvel sagna um að einstök fyrirtæki hljóti að vera að falli komin vegna lækkana á markaðsvirði eigna þeirra í útlöndum. Við aðstæður sem þessar skiptir fyrirtækin höfuðmáli að koma hreint fram og gefa sem skýrasta mynd af stöðu sinni. Öll óvissa eykur á kjaftagang og færir þeim vopn í hendur sem hag gætu af því haft að tala niður gengi einstakra fyrirtækja. Þess ber nefnilega líka að gæta að með svonefndum skortstöðum geta fjárfest- ar veðjað gegn góðu gengi skráðra fé- laga og hafa því hagsmuni af því að gengi þeirra lækki sem mest. Skort- staðan gengur út á að fjárfestir fær lánuð hlutabréf og selur, en skuldbind- ur sig um leið til að kaupa þau aftur (og skila) að ákveðnum tíma liðnum. Lækki bréfin í verði hirðir viðkomandi mismuninn, en tapar peningum ef þau hækka. Exista hefur verið gagnrýnt nokk- uð fyrir ógagnsætt uppgjör en í því beitir félagið svonefndri hlutdeildar- aðferð sem þýðir að eignastaða þess miðast ekki við punktstöðu markaðs- virði í lok uppgjörstíma, heldur mats á virði eigna. Félaginu hefur verið legið á hálsi fyrir að færa upp virði óskráðra eigna en færa ekki niður virði eigna á markaði í uppgjörum sínum. Áður hefði væntanlega gilt varúðarregla um að færa fremur lægra verðgildi eigna en hærra í útreikningum, en núna birta félög uppgjör samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og gilda um þau reglur um hvernig færa skuli niður verðgildi eigna. Þannig þarf samkvæmt stöðlunum ekki að færa niður markaðsvirði skráðra hlutabréfa nema að lækkun sé veruleg og varan- leg. Lækkun hefur nú staðið í hálft ár, en viðmið endurskoðenda í þessum efnum miðast við níu mánuði og að veruleg lækkun miðist við fimmtung af virði. Niðurfærsla eigna ætti þó tæpast að standa í félögum, því ekkert mælir á móti því að virði eigna sé fært upp á ný. Greiningardeild Landsbankans hefur orð á uppgjörsháttum Existu í umfjöllun sinni og bendir á að fjórða ársfjórðungslækkun- in á virði eignarhlutar Existu í Kaupþingi og Sampo endurspeglist ekki í uppgjöri félagsins. Þá virðist munur á útreikningum grein- ingardeildarinnar og Existu liggja í endurmati Existu á óskráðum eignum. Ekki er hins vegar um það deilt hvort félagið beitir réttum reikn- ingsskilaaðferðum heldur hvort aðferðin geti af sér óvissu um raunstöðu mála hjá félaginu. Rætnar fullyrðingar um gengi félaga ættu hins vegar ekki að geta verið lífseigar í umhverfi þar sem reikningar liggja fyrir og má þannig reikna með að miðað við orð Guðmundar Haukssonar, forstjóra SPRON, í hádegisviðtali Mark- aðarins nýverið slái uppgjör sjóðsins í dag á úrtöluraddir um gengi sparisjóðsins. Í myrkum bakherbergjum er hægt að véla um hvers kyns hluti og eina lausnin að bregða á loft ljósi upplýsingarinnar. Gagnsæi og sem mest aðgengi að upplýsingum er eitt af því sem tryggja á virkni lýðræðisins og getur upplýsingaljósið að sama skapi aukið vellíðan markaðarins með því að hrekja á brott skuggamyndir óvissunnar. Í óróanum sem plagað hefur fjármálamarkaði um heim allan truflar öll óvissa og er metin fyrirtækjum í óhag. Kraftur upplýsinga Óli Kristján Ármannsson Við aðstæður sem þessar skiptir fyrir- tækin höfuðmáli að koma hreint fram og gefa sem skýr- asta mynd af stöðu sinni. Öll óvissa eykur á kjaftagang og færir þeim vopn í hendur sem hag gætu af því haft að tala niður gengi einstakra fyrir- tækja. ... Í myrkum bakherbergjum er hægt að véla um hvers kyns hluti og eina lausnin að bregða á loft ljósi upplýsingarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.