Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 S K O Ð U N S A G A N Á B A K V I Ð . . . Kaupþing greindi frá því í síð- ustu viku að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. Þegar tilkynnt var um yf- irtökuna í ágúst í fyrra hljóðaði kaupverðið upp á þrjá milljarða evra, jafnvirði rúmra 280 millj- arða íslenskra króna á þáverandi gengi. Þetta hefðu orðið stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar hefðu þau orðið að veruleika. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, sagði niður- stöðuna vonbrigði en skynsam- lega í ljósi aðstæðna á fjármála- mörkuðum. Hreiðar kom til starfa á eigna- stýringarsviði Kaupþings fyrir tæpum fjórtán árum, árið 1994, þá nýskriðinn úr viðskiptafræði úr Háskóla Íslands, 24 ára gam- all. Bankinn var reyndar ekki svipur hjá sjón miðað við stærð hans nú en þegar Hreiðar hóf þar störf voru 30 manns á launa- skrá hjá Kaupþingi. Hvort þakka megi Hreiðari árangurinn eður ei var árið gott hjá bankanum sem skilaði metafkomu, heilum 26 milljónum króna. Þótt Kaup- þing þá og Kaupþing nú sé vart samanburðarhæft nam hagnað- ur bankans í fyrra 70 milljörð- um króna. Vegur Hreiðars innan Kaup- þings var beinn og breiður en ári eftir að hann gekk þar inn fyrir þröskuldinn hlotnaðist honum staða framkvæmdastjóra verð- béfasjóða Kaupþings í Reykjavík og Lúxemborg, var um tíma sjóð- stjóri lífeyrissjóðsins Einingar og hlutabréfasjóðsins Auðlindar, sem settur var á laggirnar fyrir þá sem vildu fjárfesta í hluta- bréfum til að nýta sér skattafrá- drátt líkt og þá tíðkaðist. Þremur árum síðar, árið 1998, settist Hreiðar svo í stól aðstoð- arforstjóra við hlið Sigurðar Ein- arssonar, nú starfandi stjórnar- formanns bankans, og stýrðu þeir í félagi við fleiri sameiningu Kaupþings við Búnaðarbankann árið 2003. Þá var hann 28 ára. Fimm árum síðar settist hann svo í forstjórastólinn. Kom til bankans á metárinu . . . H R E I Ð A R M Á S I G U R Ð S S O N F O R S T J Ó R A Skaupþing og Glansbankinn Þetta eru frábærir tímar sem flest okkar upplifa núna. Margir að selja húsin sín, aðrir að leigja um stundarsakir en aðrir að stækka við sig, eins og ég. Einhverjir hafa sést í Rúmfatalagernum með tjald undir arminn. Þá eru sumir í fegr- unaraðgerðum en aðrir láta hjá líða að gera slíkt, bera fyrir sig að þeir kjósi að láta náttúrlega and- litsfallið njóta sín. Þótt aðrir viti betur. Og þá er ég ekki að tala um afsökun fyrir peningaleysi heldur skort á fegurðarskyni. Svo eru aðrir sem hreinlega kjósa að hafa það náðugt, slaka á í rólegu umhverfi – sumir hverjir í nær vernduðu umhverfi. Ég er einn þeirra sem er slakur. En þó, ekki um of. Hræringarnar hafa verið mikl- ar og slúðrið meira og ljóst að einhverjir bera skarðari hlut frá borði en við hin. Þetta á jafnt við um fyrirtæki og einstaklinga sem sumir hverjir eru að mæta á sínar síðustu árshátíðir í bili og horfa með hryllingi til þess að kaupa sér árskort í almenningnum í Laug- um. Einn mánuður er liðinn af þessu frábæra ári sem ég spái að muni einkennast af samrunum. Og þá er ég ekki að tala um súperbrúð- kaup eins og í fyrra heldur sam- runa í steinsteypu og peningum, fyrirtækja í fjármálageiranum – banka. Líklegastur þykir mér samruni Landsbankans við Straum og jafn- vel Glitni. Það yrði fallegt hjóna- band, ekki síst eftir að litli púkinn Gnúpur lenti í skúffu inni á Lansa. Svo má vel vera að SPRON láti pússa sig saman við Kaupþing. Af skiljanlegum ástæðum enda lítið eftir af SPRON þegar eignasafn- inu sleppir nema stofn- og spari- fjáreigendur. Verður þá loksins af draumi Kaupþingsmanna sem reyndu ítrekað að ná krílinu til sín fyrir nokkrum árum. Og verði þeim að því. En hvað ætli framtíðin beri í skauti sér? Jú, ég sé tvo risa- banka berjast um leifarnar undir sameinuðum merkjum: Skaup- þing sem John Cleese og Randver munu halda áfram að auglýsa, og Glansbankann, sem Halli og Laddi munu plögga. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.