Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N B ankar, hagsmunasam- tök útgerðarmanna og fleiri hafa kallað eftir evrunni. Rökin eru meðal annars þau að gengissveiflur spilli fyrir við- skiptum. Hins vegar greinir menn mjög á um hvað sé hægt að gera í stöðunni. Hvað sé tíma- bært og hvað sé skynsamlegt. Ein af meginspurningunum er: Verður evra aðeins tekin upp hér á landi með aðild að Evrópusam- bandinu eða má taka evruna upp einhliða? Jürgen Stark, stjórnarmað- ur í evrópska seðlabankanum, er væntanlegur hingað til lands. Hann hyggst á Viðskiptaþingi meðal annars svara spurning- unni um hvort Íslendingar geti tekið evruna upp einhliða. PÓLITÍSKUR VILJI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í um- ræðum á Alþingi á dögunum, að evra yrði ekki tekin upp hér á landi nema Íslendingar gerð- ust aðilar að Evrópusambandinu (ESB). Þetta hefur hún sagt áður og má merkja mikla samstöðu innan ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Geir H. Haarde for- sætisráðherra var einn- ig afdráttarlaus í þess- um efnum á Alþingi í haust. Við tækjum ekki upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. „Við uppfyllum ekki meg- inskilyrði fyrir aðild að Efnahags- og mynt- bandalaginu, sem er það að vera aðili að Evrópu- sambandinu. Það er skil- yrði númer eitt.“ Fram kemur í skýrslu Evrópunefndarinnar svonefndu, frá í fyrra, að Ísland gæti fræði- lega tekið upp evruna einhliða eða með sérstöku samkomulagi við ESB, en báðir þeir kostir verði í reynd að teljast óraun- hæfir. Percy Westerlund, sendiherra og yfirmaður fastanefndar ESB gagnvart Íslandi, hefur sagt að ekki sé pólitískur vilji í ESB til að Íslendingar taki upp evru án aðildar. Hann kannaði málið sér- staklega austanhafs í kjölfar um- ræðu hér á landi í hittifyrra. Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Kaupþings, hefur sagt að tæknilega sé ekk- ert því til fyrirstöðu að taka upp evruna einhliða. Hins vegar sé nokkuð sem standi í veginum. Í fyrsta lagi það að þá getum við eiginlega ekki gert þetta nema í góðri pólitískri sátt við ESB og evruna. BROT Á EES-SAMNINGNUM? Inigo Arruga Oleaga, starfsmað- ur lögfræðideildar evrópska seðlabankans, sagði á fundi í Háskólanum í Reykjavík í fyrra, að einhliða upptaka Íslendinga á evrunni, án sérstaks samþykk- is ESB, væri líklega ekki í sam- ræmi við ákvæði EES-samn- ingsins um samráð og samvinnu samningsaðila, m.a. á sviði efna- hags- og peningamála. Slíkt gæti því sett framkvæmd EES-samn- ingsins í uppnám. Að auki myndi einhliða upptaka evrunnar þýða að Ísland nyti ekki ýmissa kosta evrunnar né heldur baktrygg- ingar Seðlabanka Evrópu ef til fjármálakreppu kæmi á Íslandi. ÞÁTTUR BANKANNA Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að lendi bankarnir í krísu, þá þurfi að vera hægt að standa við bakið á þeim. Íslenska ríkið kunni að geta gert það, en stærð þeirra sé orðin slík að það kynni að verða erf- itt, verði þeir mikið stærri en nú er. Matsfyrirtækið Moody‘s benti á það nýlega að auka þyrfti aðgang að erlendu fé og slíkt hlyti að kalla á viðræður við evrópska seðlabank- ann. Markmiðið væri að tryggja aðgang að lausu fé, ef órói á fjármálamörk- uðum ógnaði stöðu bankanna. „Við verðum að hafa aðgang að lánveitingum til þrautavara. Við verðum að vera í eins konar samvinnu við þá ef við erum ekki í formlegu myntbandalagi,“ sagði Ásgeir Jónsson hjá Kaup- þingi í haust. „Og það liggur eig- inlega fyrir að það er ekki vilji fyrir hendi hjá þeim til þess að gera það. Þeir álíta evruna vera hluta af pólitískum samruna við ESB og það sem þeir hafa verið að segja bendir til þess að þeir muni ekki vilja vinna með okkur að þessu leyti. Þannig að það skapar ákveðið vandamál fyrir okkur. Viðmælendur Markaðarins hafa bent á, meðal annars með hliðsjón af þessum ummælum Ásgeirs, að bankarnir geri sér betur og betur grein fyrir þess- um mikilvæga þætti. Þeir verði að hafa aðgang að evrópska seðlabankanum eigi þeir að geta fengið lán til þrautavara. ÞRAUTAVARALÁN Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, sagði í viðtali við Markaðinn í haust að almenna reglan sé sú að fyrir- tæki beri sjálf ábyrgð á ákvörð- unum sínum en almennt sé talið að gagnvart bönkum geti þeir haft áhrif á trúverðugleika þjóð- ar og fjármálakerfisins. Þá kunni seðlabanki og ríkisvald að þurfa að vinna gegn hinu almenna lög- máli og grípa inn í. „Innlendan vanda getur Seðlabankinn enda- laust varið. Erlendur peninga- vandi lýtur allt öðrum lögmál- um,“ sagði Davíð. Hins vegar sé hægt að hugsa sér dæmi um að Seðlabankinn geti haft áhrif á erlendan vanda án þess að eyða krónu. Hann gæti til dæmis lýst því yfir að hann ábyrgðist allar skuldbindingar viðkomandi banka. Þá standi líkur til þess að ekki yrðu gerð hlaup á hann. Slík fyrirgreiðsla væri þó mjög óvenjuleg og ólíkleg þannig að á hana geti enginn treyst. Til við- bótar þessum fyrirvörum þurfi að hafa í huga að seðlabankar hjálpi aldrei fjármálastofnunum sem ekki séu taldar eiga fyrir skuldum sínum. MILLJARÐAR Á BÁLIÐ Gangi Íslendingar í ESB og í myntbandalagið mun evrópski seðlabankinn væntanlega kaupa upp allar krónur í umferð og láta okkur í té evrur á móti. Þetta er ekki tilfellið, ákveði Íslending- ar að taka evruna upp einhliða. Þá þyrftu Íslendingar að kaupa evrur, en ekki sé víst, og líklega fremur ólíklegt, að nokkur vilji kaupa af okkur krónur sem eng- inn ætlar að nota. Ásgeir Jónsson hefur bent á að hvorki Evrópusambandið né Seðlabanki Evrópu styðji ein- hliða upptöku evru hér, sem geti verið slæmt fyrir íslenska fjár- málakerfið sem þurfi að eiga bakhjarl í seðlabanka. Slíkt megi þó leysa en það verði dýrt. Að auki telur hann að hvorki at- vinnulífið né bankarnir geti verið í fararbroddi í slíkri breyt- ingu, um málið þurfi að vera víðtæk sátt enda um lögeyri Íslands að ræða sem óhjákvæmi- lega tengist fullveldi landsins og í þriðja lagi myndu Íslending- ar með upptökunni missa sjálf- stæði sitt við stjórn peninga- mála með ófyrirséðum afleið- ingum og tapi fyrir þjóðfélagið. Öllu einfaldara er, segir hag- fræðingurinn, að reikna út bein- an kostnað. Ríkið þyrfti í fyrsta lagi að kaupa upp allar krónur í umferð og setja evrur í stað- inn. Það myndi kosta 60 til 70 milljarða króna. Í ofanálag yrði síðan ríkið af því sem heitir á hagfræðimáli myntsláttuhagn- aður sem nú er á bilinu sex til tíu milljarðar á ári. EINHLIÐA UPPTAKA MÖGULEG? Manuel Hinds, fyrrverandi fjár- málaráðherra El Salvador, sagði Einhliða upptaka evru getur kostað tugi milljarða króna Einhliða upptaka evru af hálfu Íslendinga kynni að vera brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Kostnaður við einhliða upptöku gæti numið tugmilljörðum króna. Ingimar Karl Helgason rifjaði upp nokkra þætti evrumálsins og komst meðal annars að því að ráðamenn hér og í Evrópusambandinu vilja ekki að hér verði tekin upp evra án aðildar að Evrópusambandinu. Öll 27 aðildarríki Evrópusam- bandsins eru aðilar að Efna- hags- og myntbandalaginu og 13 þeirra, með alls um 311 milljón- ir íbúa, hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Þar er um að ræða Austurríki, Belgíu, Finn- land, Frakkland, Grikkland, Ír- land, Ítalíu, Lúxemborg, Hol- land, Portúgal, Slóveníu, Spán og Þýskaland. Einungis þessi 13 ríki eiga fulltrúa í stjórn Seðla- banka Evrópu. Bretar, Danir og Svíar hafa fengið sérstaka undanþágu til þess að taka þátt í myntbanda- laginu án þess að taka upp evru. Önnur aðildarríki hafa ekki sam- bærilega undanþágu og þurfa því að taka upp evruna um leið og þau uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Kýpur og Malta stefna að því að taka upp evruna á þessu ári, að því er fram kemur í skýrslu Evrópunefndarinnar. Slóvak- ía ætlar að gera þetta á næsta ári og Tékkland og Ungverjaland árið 2010. Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía og Svíþjóð hafa ekki sett markmið um það hvenær þau stefni að því að taka upp evruna. Hins vegar eru nokkur ríki sem nota evru, án þess að vera aðilar að Evrópusambandinu. Þar er fyrst og fremst um að ræða ríki sem áður notuðu gjaldmiðil einstakra aðildarríkja ESB. Evran er til dæmis notuð með sérstöku leyfi ESB í Mónakó, Vatíkaninu, San Maríno og Andorra. Þá er evran einnig notuð í Kosovo og Svart- fjallalandi. Þar var áður notast við þýska markið. Hverjir nota evruna? S K I L Y R Ð I E S B Til að taka upp evruna þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum: ■ Halli á ríkissjóði má ekki vera meira en 3% af landsframleiðslu og heild- arskuldir hins opinbera mega ekki vera meira en 60% af landsfram- leiðslu. ■ Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum ESB þar sem hún er lægst. ■ Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum ESB þar sem verðlag er stöðugast. ■ Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%. ■ Til að taka upp evruna þurfa aðild- arríki ESB einnig meðal annars að gera tilteknar lagabreytingar og uppfylla skilyrði um sjálfstæði seðla- banka sinna. JÜRGEN STARK Stjórnarmaður í evr- ópska seðlabankan- um er væntanlegur hingað til lands. Hann ætlar meðal annars að svara spurningunni um hvort Íslendingar geti tekið evruna upp einhliða. LÖND SEM NOTA EVRU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.