Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 21
H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N O R K A & I Ð N A Ð U R L A N D B Ú N A Ð U R S J Á V A R Ú T V E G U R „Það er tuttugu sinnum ódýrara að endurvinna dósirnar en að búa þær til úr hrááli,“ segir Gunnar Hannesson, framkvæmdastjóri Endur- vinnslunnar í Knarrarvogi. Um níu af hverjum tíu dósum sem falla til hér á landi fara í endurvinnslu, segir Gunnar. Hlutfallið er svipað í Japan og Brasilíu að því er fram kemur í timaritinu Industry week. Þar segir að sama hlutfall í Bandaríkjun- um sé rétt rúmlega 50 prósent og hefur dreg- ið stórlega úr endurvinnslu þar undanfarin fimmtán ár. Alcoa hefur í hyggju að breyta þessu og ætlar að endurvinna þrjá fjórðu allra áldósa sem falla til vestra fyrir árið 2015. Haft er eftir Greg Wittbecker, yfirmanni endurvinnsludeildar Alcoa, að áliðnaðurinn verði að taka höndum saman í þessu efni. Náist markmiðið muni draga úr losun koldíoxíðs um næstum tólf milljónir tonna á ári. Yfir ein og hálf milljón tonna af gosdósir falla til á ári hverju vestanhafs. Það sem ekki er endurunnið er urðað. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straums- vík, segir erfitt að segja til um hvort aukin endurvinnsla hafi áhrif á álverð, enda ráði því margir þættir eins og orkuverð. „Hins vegar er tilefni til að fagna aukinni endurvinnslu. Ál er af því taginu að auðvelt er að endurvinna það.“ Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcan, bendir á að spáð sé mikilli aukningu í eftir- spurn eftir áli. Hún hafi verið 32 milljónir tonna árið 2005, en því sé spáð að hún verði 60 milljónir tonna eftir rúman áratug. „End- urvinnslan ein og sér er því ekki líkleg til að lækka verð á áli miðað við þróun í eftirspurn.“ - ikh Endurvinnsla ekki líkleg til að lækka álverð ENDURVINNSLAN Það kostar margfalt minna að endurvinna áldósir en að vinna álið frá grunni. „Bændur gætu lent í erfiðleik- um með að fjármagna áburðar- kaupin. Það getur orðið vanda- mál að fá lán,“ segir Jóhannes Sigfússon, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda. Tilkynnt hefur verið um allt að 80 prósenta hækkan- ir á verði innflutts tilbúins áburðar. Fram hefur komið í Frétta- blaðinu að þessi hækkun, ásamt hækkunum á fóðurverði, leiði til hækkana á matvælaverði. Eiríkur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Bændasamtak- anna, sagði í blaðinu í gær að kostnaður sauðfjárbænda kynni að aukast um fimmtán prósent vegna áburðarverðs- hækkunarinnar. Framleiðslu- kostnaður á hvert kíló fari úr 350 krónum í 400. „Bændur verða að kaupa áburðinn nú, ætli þeir að fá bestu kjör, en verði hækkun, þá kemur hún aldrei fyrr en í sláturtíðinni í haust,“ segir Jóhannes Sigfússon. Hann segir marga sauðfjár- bændur í erfiðri stöðu. Sumir kunni að bregða búi. Hækk- un áburðarverðsins kalli á af- urðaverðshækkun til bænda. „Það er ekkert annað í stöð- unni. En reynslan er sú að okkur hefur gengið illa að ná fram hækkunum.“ Hann segir að stórefla þurfi ráðgjöf til bænda um áburðar- nýtingu. Þá megi bera skít á tún. „Þetta hafa menn gert, en sums staðar má gera betur.“ - ikh Sauðfjárbændur í öngum sínum vegna mikilla hækkana á áburðarverði: Óvíst hvort sumir bænd- ur hafa efni á áburðinum JÓHANNES SIGFÚSSON Segir að bændur megi gera betur í því að bera skít á túnin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta þýðir einfaldlega átta pró- senta hækkun á launum sjómanna sem veiða þorsk og ýsu,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bandsins. Úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna ákvað um mánaðamótin að hækka verð á þorski og ýsu sem ráðstafað er til eigin vinnslu útgerð- anna eða er ráðstafað til skyldra aðila. Verð á þorski hækkar um átta prósent og verð á ýsu um sjö prósent. Meginforsenda hækkunarinnar er hækkun afurðaverðs á erlendum mörkuðum og veiking á gengi krón- unnar. Sævar segir að úrskurðarnefnd- in fylgist með og bregðist við þyki ástæða til. Verðið var seinast hækk- að í byrjun desember, um tíu prósent í þorski og fimm prósent í ýsu. Hækkunin hefur ekki áhrif á verð annarra tegunda, eins og uppsjávar- fiska eða karfa. - ikh Sjómanna- launin hækka ÞORSKUR DREGINN ÚR SJÓ Verð fyrir þorsk og ýsu hækkar. Það verður til þess að auka tekjur sjómanna sem veiða þessar tegundir. í viðtölum við íslenska fjölmiðla ekki alls fyrir löngu, að það yrði lítið mál fyrir Íslendinga að taka upp evruna einhliða. Hann rakti hvernig El Salvador hefði tekið upp Bandaríkjadal og sagði að efnahagsástæður þar hefðu stór- batnað við það. Til dæmis hefðu vextir snarlækkað yfir nótt. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins telja æðstu menn í Seðla- bankanum þau fræði heldur lítils virði. Efnahagsástand hér og sú staða sem var uppi í El Salvador á sínum tíma séu í fyrsta lagi ekki sambærilegar. Þar hefði til að mynda varla verið hægt að taka lán og staða ríkissjóðs hefði ekki verið neitt í líkingu við það sem hér er. Suður-amerísk ban- analýðveldisbyltingafræði eigi ekki við hér á landi. Valgerður Sverrisdóttir, þá- verandi ráðherra, viðraði þá hugmynd í hittifyrra, að Íslend- ingar tækju evru upp einhliða. Hún sagði í viðtali við Svavar Halldórsson, þá fréttamann Stöðvar 2, að ekkert væri um þessi mál í Rómarsáttmálanum. Hann var raunar gerður fyrir tíma sameiginlegrar myntar. Tryggi Þór Herbertsson, þá- verandi forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að líklega væri þetta óraunhæft. Þeir kostir væru einir í stöðunni að viðhalda nú- verandi kerfi, það er krónunni, eða ganga í ESB. „Langstærstur hluti þessar- ar þjónustu á sér stað inni í Vodafone,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Rekstur Mömmu ehf. verður sameinaður Voda- fone. Vörumerkið Mamma hefur mikið verið auglýst, en undir því hefur verið rekin ýmis tækniþjónusta, auk þess að selja öryggis- þjónustu fyrir Securitas. „Mamma hefur verið áberandi og notið velvilja fólks. Það er mikilvægt að þessi velvilji komi fram inni í Vodafone,“ segir Árni Pétur. Mamma sé hins vegar sterkt vörumerki og hugs- anlega komi það aftur fram síðar. - ikh Mamma fyrir borð hjá Teymi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.