Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 12
12 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Þingmenn Framsóknarflokksins verða ekki sakaðir um andvaraleysi í pólitíkinni. Eftir að hafa virst heldur ráð- villtir á fyrstu dögum þingsins í haust – nýkomnir úr tólf ára ríkisstjórnarsamstarfi – hafa þeir fundið fjölina sína í stjórnarandstöðu. Það má telja eðlilegt að stjórnmála- flokkur þurfi svolítinn tíma til að ná áttum eftir að hafa setið svo lengi að kjötkötlunum. Það er ólíkt að ráða og ráða ekki. En tvær fyrirspurnir til sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra staðfesta að framsókn er komin á flug. Í fyrsta lagi spyr Birkir Jón Jónsson hver þróun korn- ræktar á Íslandi hefur verið síðustu tíu árin og í annan stað spyr Valgerður Sverrisdóttir hvað stjórnvöld hafi gert til að styðja við kræklingarækt í landinu. Þessi mál bætast við þingsályktunartillöguna um að staða íslenska geitfjárstofnsins verði efld. Nú kynni einhver að halda að geitur, korn og kræklingar teldust ekki til meginþátta stjórnmálanna og þar með brýnna verkefna stjórnmálaflokka en þessi mál ríma vel við lýsingu formannsins, Guðna Ágústssonar, á flokknum. „Við förum ekki fram með offorsi eða fagurgala heldur byggjum okkar stefnu á því að berjast fyrir bættum hag íslensku þjóðarinnar og standa vörð um sjálfstæði hennar og sérkenni,“ skrifar hann á síðu flokksins. Þjóð sem hefur geitur og ríkis- styrkta korn- og kræklingarækt er ekki á flæðiskeri stödd. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Kræklingar og korn „Mér finnst bara gaman að þessu innleggi,“ sagði Árni Johnsen Sjálfstæðisflokki í þingumræðum um tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur Samfylking- unni sem snýst um að tekið verði upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Er Steinunn Valdís þeirrar skoðunar að konur geti ekki verið herrar. Höskuldur Þór Þórhallsson Framsóknar- flokknum lýsti þeirri skoðun sinni að tillaga Steinunnar sé ekki brýnt innlegg í jafnréttisumræðuna, brýnni verkefni þurfi að ræða á undan. Jón Magnússon Frjáls- lynda flokknum tók til máls í umræðunni, aðallega til að taka undir sjónarmið Höskulds Þórs. Mörður Árnason Samfylkingunni sagðist hins vegar ekki ætla að skipta sér mikið af umræðunni „af ákveðnum ástæðum“, en undraðist þá röksemd flutnings- manns að orðið ráðherra hafi yfir sér drottnunarblæ eða yfirráðalykt. Árni Johnsen sagði það grundvallaratriði að menn og konur væru menn, það er að segja að konur væru líka menn. Karlkyns þingmenn lítt spenntir fyrir tillögu um nýyrði yfir ráðherra: Bara gaman að þessu innleggi HÖSKULDUR ÞÓR ÞÓRHALLSSON JÓN MAGNÚSSON Framsóknarmenn hafa talað um snigilshraða, t.d. hv. þm. Siv Friðleifsdóttir. Hún er sjálf í Sniglunum og þeir fara ekki hægt yfir. Kristján Möller samgönguráðherra Ég segi fyrir sjálfan mig að ekki gerði ég það þegar ég var einhleypur, að drífa mig að skrá mig hjá heimilislækni, það var ýmislegt annað sem maður var að gera en það. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Nítján varamenn hafa tekið sæti á þingi síðan það var sett 1. október. Í sjö af þessum nítján skiptum hafa þingmenn VG þurft að kalla inn fyrir sig varamenn, sjálfstæðis- menn hafa gert það fimm sinnum, Samfylkingin fjórum sinnum, Frjálslyndir tvisvar og Framsókn einu sinni. VG hefur níu þingsæt- um á að skipa. Dýrleif Skjóldal VG hefur í tví- gang sest á þing í vetur. VARAMENN VG OFTAST Á ÞINGI NÍTJÁN VARAMENN Flokkur Varamenn Þingsæti VG 7 9 Sjálfst.fl. 5 25 Samfylk. 4 18 Frjálsl.fl. 2 4 Framsókn 1 7 ALÞINGI Mörður Árnason og Helgi Hjörvar Samfylkingunni vilja að virðisaukaskattur á vefbókum, rafbókum og bókum á geisla- diski verði samræmdur skatti á hefðbundnum bókum; lækki úr 24,5 prósentum í sjö prósent. Sama gildi um landakort en þau bera sjö prósenta virðis- aukaskatt ef þau eru gormuð eða bundin inn, en hærra hlutfallið ef þau eru gefin út á hefðbundinn hátt. Segja þeir tekjutap ríkissjóðs vegna breytinganna vinnast upp með aukinni sölu bóka og korta. - bþs Tveir þingmenn Samfylkingar: Öll landakort beri sama skatt MÖRÐUR ÁRNASON HELGI HJÖRVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.