Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 UMRÆÐAN Verkalýðsbarátta Athugasemd við skrif Jónínu Michaelsdóttur í Fréttablað- inu 5. febrúar 2008: Samhjálpin og baráttan fyrir bættum hag alþýðunnar, verkalýðshreyfingin og velferðarkerfið, allt er þetta vissulega sprottið úr hugmynda- smiðju sósíalista 19. aldar, sem Marx og Engels færðu í fræðileg- an búning. Þessu neita ekki þeir sem eitthvað vita um pólitík og þjóðfélags- mál, en það gera hins vegar margir sem taka afstöðu með hægri sinnuð- um stjórnmála- flokkum vegna þess að annað er að þeirra mati ekkert annað en „fjandans kommúnismi“. Hinir íslensku „kratar“, eða alþýðuflokksmenn, eiga vissu- lega heiðurinn af því að hafa komið á velferðarlöggjöfum eins og almannatryggingum í stað fátækralaganna og atvinnuleys- istryggingum, en þessi tvennu lög eru tvær helstu stoðir vel- ferðarsamfélags nútímans. Marg- ir hægrimenn börðust gegn þessu á sinni tíð, einkum og sér í lagi atvinnuleysistryggingunum, sem þeir sögðu að gerðu fólk að aum- ingjum og vesalingum, vendu það á að taka við peningum fyrir að gera ekki neitt. Og margir fram- sóknarmenn töldu að velferðar- kerfið myndi stuðla að hruni sveitanna sem áttu að þeirra mati að vera þungamiðja þjóðfélags- ins eins og verið hafði frá önd- verðu. Samt sem áður studdu þeir Alþýðutryggingafrumvarp Alþýðuflokksins, sem varð að lögum 1936, einfaldlega vegna þess að Alþýðuflokkurinn studdi Framsóknarflokkinn í þeirri rík- isstjórn sem þá sat og var nefnd „stjórn hinna vinnandi stétta“. Það var gjald framsóknarmanna til „kratanna“ fyrir stuðninginn. Margir sjálfstæðismenn hafa reynt að eigna sér heiðurinn af velferðarkerfi nútímans en það eru hrein öfugmæli. Ef fólk nenn- ir að kynna sér þetta er til að mynda margt fróðlegt í Alþingis- tíðindum í gegnum tíðina. Einnig má stytta sér leið og lesa ýmsar bækur, innlendar og útlendar; ein er mér ofarlega í huga: Öryggis- sjóður verkalýðsins – baráttan fyrir atvinnuleysistryggingum á Íslandi, sem kom út á síðasta ári. Um sjálfsmynd hægrimanna ætla ég engin orð að hafa. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Samhjálpin ÞORGRÍMUR GESTSSON Akranesi - Akureyri - Ísafirði - Reyðarfirði - Reykjanesbæ - Selfossi. Frumsýning á Volkswagen Tiguan teygir sig allan hringinn kringum landið um helgina. Opið laugardag kl. 10–16 og sunnudag kl. 12–16. Komdu til umboðsmanna HEKLU um land allt og skoðaðu sportjeppann sem breytir öllu. Tiguan. Hann breytir líka öllu um land allt. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.