Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 20
 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Óskari Jónassyni kvikmyndaleikstjóra er lýst sem nokkuð sérvitrum húmorista sem býr yfir miklum áhuga á spennu. Þessa sjást glögg merki á afreka skrá mannsins og vitnisburður þeirra sem til Óskars þekkja styður þá einkunn. Spennan virðist reyndar út úr karakter þegar að er gáð. Íslenska sjónvarps- vorið stendur nú sem hæst eftir brokkgengt og langt bernskuskeið. Horfa menn í því sambandi einkum til tveggja sjónvarps- þáttaraða, Næturvakt- arinnar og ekki síður spennuþáttanna Pressu sem Óskar leikstýrði. Óskar lét hafa eftir sér eitthvað á þá leið þegar sýningar Pressu voru að hefjast að vissulega væri áskorun að taka við kyndlinum eftir velgengni Næturvakt- arinnar. Og sé miðað við viðtökur hélt Óskar á kyndlinum þannig að enn logar glatt. Óskar Jónasson er fæddur 1963 og hefur komið víða við þótt hann sé fyrst og fremst titlaður kvikmyndaleikstjóri. Þannig var Óskar meðlimur í hinni nýstárlegu hljómsveit Oxmá um tvítugs- aldurinn en sú hljómsveit var einkum skipuð ungum mönnum sem voru í Myndlista- og handíða- skólanum – nýlistar- deild að sjálfsögðu. Óskar þótti efnilegur myndlistarmaður og sjá margir eftir því að hann hafi ekki haldið áfram á þeirri braut því hæfileikarnir voru ótvíræðir. En það gerði Óskar reyndar með óbeinum og marg- víslegum hætti. Árið 1985, eftir að hafa lokið „Mynd- og hand“ hélt Óskar til Bret- lands og nam myndlist við Royal College of Arts í London og svo kvikmyndaleikstjórn við The National Film and Television School. Oxmá, og ýmsar stuttmyndir sem Óskar gerði á þeim tíma, svo sem hin goðsagnakennda „Sjúgðu mig Nína“, gáfu tilefni til að ætla að þar færi maður villtur í hjarta en ekki fór fram hjá þeim sem umgengust hann á mótunarárunum að Óskar var og er fyrst og fremst ljúfur hæglætisnáungi. Og stefndi leynt og ljóst í að verða sá fyrirtaks heimilisfaðir sem hann er. Óskar býr ásamt konu sinni, sjónvarpsmanninum Evu Maríu Jónsdóttur, í Reykjavík 101 ásamt þremur dætrum. Óskar er fjölskyldu- maður með stóru Effi. Og þvílíkur draumur sem slíkur. Þrátt fyrir faglegan metnað er fjölskyldan númer eitt, tvö og þrjú. Óskari er lýst sem handlögnum heimilisföð- ur. Sé laus skrúfa er borinn kominn á loft. Allt er tipp topp á hans heimili. En þrátt fyrir hina einlægu iðnaðarmannstakta telst Óskar mjúkur maður. Engin smiðsleg klúryrði falla af vörum Óskars. Hann er einn þeirra sem gera sér grein fyrir því að þeir karlar sem telja sig í buxunum á sínu heimili eru annaðhvort að ljúga að sjálfum sér eða eru veruleikafirrtir. Óskar eldar, þvær þvotta og skeinir rassa með bros á vör. Fljótlega eftir að Eva María og Óskar tóku saman fór Óskar að troða upp sem töframaðurinn fyndni Skari skrípó en sú persóna varð til strax í Réttó. Var Eva María aðstoðarkona töframannsins en hún segist reyndar aldrei hafa átt möguleika í það starf nema í gegnum klíku. Sem kærasta. En haft er til marks um per- sónueinkenni Óskars – staðfestu, lifandi forvitni og iðni – að hann hefur alltaf haldið töframanns- hæfileikum sínum við og menntað sig áfram í faginu. Á hann mörg athyglis- verð brögð uppi í erminni. Óskar hefur ekki gefið sig að pólitík svo neinu nemi en heimildar- mönnum Fréttablaðs- ins veitist ekki erfitt að staðsetja hann í hinu pólitíska landslagi: Vinstri gaur, félagshyggju- maður og húmanisti sem aðhyllist húsafriðun. Önnur áhugamál eru kajakróður og hjólreiðar. Óskar bregður sér, með öðrum orðum, í ýmis hlutverk: hljómsveitartöffari, töframaður... hann hefur unnið við leikmyndagerð í leikhúsi, verið kvikmyndagagnrýn- andi og fleira hefur fallið til... en stefnan hefur lengi verið skýr: Kvikmynda- gerð. Óskar hefur starfað jöfnum höndum við sjón- varpsþáttagerð og kvikmyndir. Þannig hefur hann meðal annars komið að gerð Stelpnanna, Svína- súpunnar, Fóst- bræðra, Limbó – auk Áramótaskaupsins, sem allt heitir gamanefni fyrir sjónvarp, auk þess að leikstýra kvikmynd- unum: Sódóma Reykjavík og Perlur og svín. Nú er hann önnum kafinn við að leikstýra spennu- myndinni Reykjavík Rotterdam. Óskar er fagmaður fram í fingurgóma. Ákaf- lega skipulagður svo jaðrar við smámuna- semi, iðinn og agaður til vinnu – einstak- lega ljúfur í sam- starfi og yfirlætis- laus með öllu. Það eina sem menn hafa út á Óskar að setja í samstarfi eru atriði sem gætu flokkast sem sérviska eða jafnvel ofurviðkvæmni: Þannig verður honum óglatt í bíl nema hann keyri sjálfur, hann drekkur bara te – ekki kaffi og það sem verst er: Hann talar ekki í GSM síma. Hann fær höfuðverk af slíku og eina leiðin til að ná í hann er í gegnum sms. MAÐUR VIKUNNAR ÓSKAR JÓNASSON ÆVIÁGRIP Óskar Jónasson fæddist 30. júní árið 1963. Hann er sonur hjón- anna Jónasar Bjarnasonar fyrrum lögreglumanns og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Óskar er yngstur fjögurra systkina, tveggja systra og eins bróður, þeirra Gunnars, Lilju og Sigrúnar. Óskar ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, gekk í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Hann hóf nám í MS en staldraði þar stutt við. Leiðir lágu fljótlega í listaskóla þar sem hann þótti snemma sýna ótvíræða listræna hæfileika – þótti frábær málari. Óskar gekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands upp úr 1980. Á miðjum 9. áratug síðustu aldar hélt hann utan til náms: The National Film and Television School í Beacons Field á Englandi. Óskar er kvikmyndagerðarmaður fyrst og fremst þótt hann hafi lagt gjörva hönd á ýmislegt: Starfað sem skemmtikraftur eða töframaður auk þess að hafa starfað í leikhúsi, við tónlist og myndbandagerð. Óskar hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Sódóma Reykjavík (1992) og Perlur og svín (1997) en ekki síður hefur hann komið að sjónvarps- þáttagerð og má þá nefna þætti á borð við Limbó, Fóstbræður, Svínasúpuna, Stelpurnar auk Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. Óskar er búsettur við Bjarnarstíg í Reykjavík ásamt konu sinni Evu Maríu Jónsdóttur og þremur dætrum: Matthildi, Júlíu og Sigrúnu. KOSTIR/LESTIR Óskar er búinn margvíslegum kostum; yfirlætislaus, ljúfur í öllum samskiptum, fagmaður fram í fingurgóma, einstaklega vandvirkur, vinnusamur og fær hæstu einkun fyrir að vera fyrirmyndar fjölskyldufaðir. En kostir geta verið hin hliðin á peningnum. Þannig jaðrar vandvirkni Óskars við smámunasemi auk þess sem sérviska hans eins og sú að vilja ekki tala í GSM síma getur reynst erfið þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við hann. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Ótrúlega iðinn þegar kemur til vinnu. Algjör fagmaður. En hann getur verið erfiður í samstarfi. Alltaf bílveikur ef hann keyrir ekki sjálfur. Getur ekki talað í gemsa því þá fær hann hausverk. Drekkur bara te, ekki kaffi... ótrúlega viðkvæmur... Já, hálfgerð kerling,“ segir Sigurjón Kjartansson, einn helsti samstarfsmaður Óskars í fjölda ára. „Hann verður sífellt sérvitrari með árunum. Nú má ég ekki lengur borða snakk uppi í sófa. Honum finnst það svo óþol- andi. Já, það er þessi viðkvæma listamannslund. En einn hans kosta er hversu þagmælskur hann er. Góður til að trúa fyrir leyndarmálum. Sem kemur ekki til af góðu. Hann man aldrei neitt þannig að það er engin hætta á að hann kjafti,“ segir Eva María Jónsdóttir, kona Óskars. Sérvitur húmoristi og fjölskyldumaður Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 152. T ölublað - 6. ár gangur - 3. Fe brúar 2 008 bls. 20ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRF • Ráðgjafi á leikskólaskrifstofuFramkvæmda- og tæknisvið: • Aðstoðarmaður skrifstofustjóra Félagsstarf aldraðra, Gjábakki: • Leiðbeinandi í handavinnu, afleysing • Aðstoð í eldhús 62,5% - afleysingFélagsþjónusta Kópavogs: • Félagsliði í kvöldþjónustu • Aðstoð við heimilisstörfRoðasalir, sambýli og dagþjálfun fyrir heilabilaða: • Sjúkraliði • Starfsmaður í dagþjálfun 90-100%Íþróttamiðstöðin Versalir: • Afgreiðsla baðvarsla kvenna • Laugarvarsla afgreiðsla, tímabundiðGRUNNSKÓLAR KÓPAVOGS: Digranesskóli: • Matráður á kaffistofu starfsmanna 100% Kársnesskóli: • Starfsmaður í Dægradvöl 50% • Stuðningsfulltrúi í Dægradvöl 50% e.hád. • Íþrótta/sundkennari v/forfalla til vors Kópavogsskóli: • Starfsmaður í DægradvölLindaskóli: • Skólaliði I – Dægradvöl 50% starf • Forstöðumaður DægradvalarSnælandsskóli: • Kórstjóri allt að 50% starfVatnsendaskóli: • Starfsmaður í Dægradvöl 30-50% Nánari upplýsingar á:www.kopavogur.is og www.job.is • Vatnsveita Reykjavíkur var fyrsta vatnsveita á Norðurlöndunum með ISO 9001 vottað gæðakerfi. www.or.is Viðskiptastjóri Starfs- og ábyrgðarsviðViðskiptastjóri sinnir þjónustu við stærri viðskiptavini, ráðgjöf og sölu ásamt ýmsum öðrum sérverkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur• Menntun á sviði viðskipta eða tækni• Reynsla af viðskiptastjórnun, ráðgjöf og sölu til fyrirtækja æskileg• Þekking og reynsla af vörustjórnun æskileg • Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund • Góð íslenskukunnátta Orkuveita Reykjavíkur leitar að öflugum viðskiptastjóra til starfa hjá söludeild fyrirtækisins. Fyrirtækið sækist eftir dugmiklum og jákvæðum einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við mjög krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur og hafa frumkvæði. Söludeild er ein af þremur deildum innan Sölusviðs Orkuveitunnar. Söludeild ber ábyrgð á viðskiptatengslum og þjónustu við viðskiptavini, sem og sölu á afurðum fyrirtækisins. Í deildinni er lögð áhersla á samvinnu og liðsheild. Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 09 32 0 2. 20 08 Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnu- umhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Metnaðarfullt og framsækiðvefteymi leitar að snillingi meðframtíðarsamband í huga. 365 er ö ugasta fjölmiðlafyrirtækið á í l Vísir leitar að vefforritara í fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Viðkomandi þarf að hafa þekkinguog reynslu í: • forritun í .NET umhver nu • Web 2.0, css, html, xhtml, xml, javascript, ajax og eiri skemmtilegum .net skammstöfunum • gagnagrunnstengingum (SQL), álitlegur kostur en ekki skilyrði • Menntun í ofangreindu er æskileg en ekki skilyrði ef reynsla er fyrir hendi Viðkomandi þarf einnig að hafa til að bera: • Brennandi áhuga á vefnum, framtíðinni og fjölmiðlum • Vera ábyrgðarfullur, vandvirkur, úrræðagóður og skemmtilegur. Vefdeild 365 er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður, skipaður ungu fagfólki. Teymið vinnur að verkefnum sem móta framtíð vefmiðlunar og sér um rekstur vefja og vefsamfélaga sem eru meðal þeirra stærstu á landinu s.s. Vísir.is og blogcentral.is, gras. is, Plúsinn og eiri. Ef þú ert vefsnillingur og hefur áhuga á að starfa með okkur, sendu upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf á netfangið thorlaug@365.is eða hafðu samband í síma 6969170/512 5775. Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Febrúar 2008 KÍNVERSKAR KRÆSINGAR HUGMYNDARÍK SPJÓ ÓLÍFA ERU SÖGULEGUR ÁVÖXTUR SNIÐU Hraðferð að hjarta mannsins Dísætir danskir draumarNann Rögnvaldardóttir skrifar Smjördeig – leynivopnið sbj rg r boðinuAuðvelt og fl jótlegt Ljúffengir pinnar T p Þrír kokkar á þremur Tapas börum gefa einfaldar og góðar uppskriftir ð spænskum Tapasréttum. Eldað með hjarta sem elskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.