Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 80
48 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Það er sannarlega nóg um að vera hjá tón- listarunnendum um þessar mundir. Hátíðin Myrkir músíkdagar hefur glatt hjörtu og eyru undanfarna viku og í dag fara fram á hennar vegum fjórir tónleikar sem vert er að gefa gaum. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr stígur á svið í Salnum kl. 14 í dag og flytur þar fimm verk. Verður þar meðal annars Íslandsfrum- flutt verkið Variations for Wind Ensemble eftir Toshio Hosokawa, en hann er eitt þekktasta nútímatónskáld Japana, og frum- flutt verkið Andar eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur en verkið var samið sérstaklega fyrir Hnúkaþey. Strengjasveitin Aþena kemur fram í Listasafni Íslands kl. 18 og flytur þar verk eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Sveitin frumflytur verkið 10 mínútur fyrir 2 fiðlur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, en verkið var samið að beiðni Hlífar Sigurjóns- dóttur og Hjörleifs Valssonar árið 2006. Verkið er í tíu stuttum köflum og var leitast við að hafa þá ólíka til að nota sem best möguleikana sem í fiðlunni búa. Úr vöndu er að ráða kl. 20 þar sem að þá fara fram tónleikar á tveimur stöðum. Í Salnum leik- ur Camilla Söderberg verk fyrir blokkflautu og rafhljóð. Verkin eru flest eftir hana sjálfa, utan verksins Gullveig sem er eftir Kjartan Ólafsson. Camilla frumflytur verkið Possession sem hún samdi á þessu ári. Innblásturinn að verkinu er, eins og titillinn gefur til kynna, þörfin til að eiga og hættan á að verða þræll efnishyggjunnar. Á sama tíma eru tónleikar í Langholts- kirkju undir yfirskriftinni „Music when soft voices die“. Þar koma fram þeir Einar Jóhannsson klarinettuleikari og Douglas Brouchie orgelleikari og flytja dagskrá sem tileinkuð er minningu Richards Talkowsky sellóleikara sem lést í fyrra. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Exultavit Maria eftir Jónas Tómasson og fleiri tónskáld koma einnig við sögu. Tónlistarveislan heldur áfram AÞENA Ein af þeim hljómsveitum sem koma fram á Myrkum músíkdögum í dag. Ekki er lát á frumsýningum hjá stóru leikhúsunum um þessar mundir. Í gær- kvöld voru tvær frumsýningar, í Íslensku óperunni og hjá Leikfélagi Akureyrar, og í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Baðstofuna eftir Hugleik Dagsson. Leikritið Baðstofan er sýnt í Kassanum á Lindargötu 7. Hugleikur Dagsson heldur þar áfram að kanna ástand íslensku þjóðarinnar, eins og hann hefur gert í myndum sínum og myndasögum, og möguleika leikhússins í félagi við Stefán Jónsson leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahöfund og hljómsveit- ina Flís. Nú horfir Hugleikur um öxl en Baðstofan fullkomnar þannig þríleik höfundarins sem krufði samtímann í leikritinu Forðist okkur og spáði í framtíðina í söngleiknum Legi. Það eru hinir fornu menningarhættir fornra byggða sem þeir félagar Stefán og Hugleikur þekkja úr fornum byggðum ætta sinna í Svarfaðardal og Skagafirði sem eru settir undir kastljós þeirra félaga. Baðstofan er þriðja leikritið úr smiðju Hugleiks Dagssonar og hópsins sem stóð að leikritinu Forðist okkur og söngleiknum Legi. Í þetta sinn beinir hópurinn sjónum sínum að fortíð okkar Íslendinga. Verkið gerist í kringum sautján hundruð og súrkál og þar skyggnast áhorfendur inn í myrkan en magnaðan heim því í baðstofunni er ekki allt sem sýnist. Á þeim tímum þegar mannskepnan þurfti að hafa sig alla við til að komast af átti fólk sér líka drauma og þrár. Þegar ótótlegri skepnu skolar á land við bæinn Logn fer af stað óvenjuleg atburðarás, því ekki vilja allir fóstra þennan annarlega gest. Hjörtun slá hraðar og ekki öll í takt, huldufólkið lætur á sér kræla og yfir öllu vofir ægilegt harðæri – ekki aðeins hið ytra heldur einnig hið innra. Úr þessum hörm- ungum sprettur þó sitthvað fallegt og kolsvartur húmor höfundarins nýtur sín einkar vel. Hljóðheimur verksins er afar sérstæður en heiðurinn að honum eiga leikmyndahönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ilmur Stefánsdóttir og félagar úr tríóinu Flís – Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson ásamt hópnum. Hljóðfærin sem leikið er á í sýningunni eru öll sérstaklega gerð fyrir þetta verkefni og eiga uppruna sinn í gömlum verkfærum og áhöldum, þar er til að mynda leikið á bein og steina, rokk, vefstól og frumstætt orgel auk þess sem strokkum og taðkvörn er líka breytt í hljóðfæri. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson en aðstandendur uppfærslunnar eru mikið til þeir sömu og í fyrri uppsetningum verka Hugleiks; Ilmur Stefánsdóttir og félagar úr Flís tóku einnig þátt í uppfærslunni á Forðist okkur og söngleiknum Legi. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sér um búninga en hún hlaut Grímuverðlaunin á síðasta ári fyrir sína vinnu við söngleikinn Leg sem og félagarnir í Flís sem sömdu og útsettu tónlist söngleiksins. Um lýsingu sér Egill Ingibergsson. Leikarar í sýningunni eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur Freyr Einarsson og Vignir Rafn Valþórsson auk hinna fjölhæfu listamanna í Flís sem leika nú í fyrsta sinn á fjölum Þjóðleikhússins. pbb@frettabladid.is Gestur kemur að Logni Sýning Nú stendur yfir myndlistarsýningin Ljósbrot í Artóteki Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Á sýningunni má sjá myndir sem rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir valdi saman. Þar eiga verk meðal annarra Aðalheiður Valgeirsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgerð- ur Hauksdóttir. Sýning Hildigunnar Birgisdóttur, Um tilgangsleysi allra hluta, var opnuð í Nýlistasafninu í gær. Til- raunakennd verk Hildigunnar byggjast gjarnan á leikjum, leik- irnir á reglum og reglur eru kerfi. Kerfin eiga rætur sínar að rekja til eðlisfræðilegra fyrirbæra og heimspekilegra vangaveltna um hringrásir og heimskerfi en lúta lögmálum og formfræði leikja og spila. En í leikjunum eru reglurn- ar ekki fullkomnar, einhver svindlar og sum kerfin ganga alls ekki upp. Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan sýnt hér heima og erlendis. Hildigunnur hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar, hún hefur meðal annars stýrt sýn- ingum, má nefna Grasrótarsýn- ingu Nýlistasafnsins árið 2005 og sýningaröð vesturveggjar Skaft- fells sumarið 2006. Hildigunnur er að auki einn af stofnendum Útúr- dúrs, bókverkaverslunar í miðbæ Reykjavíkur. Sýning Hildigunnar stendur yfir í þrjá mánuði en Nýlistasafn- ið er á Laugavegi 26 og er opið alla daga frá 12-17. - vþ Tilgangsleysi hluta TILGANGSLEYSI Hildigunnur Birgisdóttir sýnir í Nýlistasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í dag fer fram Heimsdagur í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í tengslum við Vetrarhá- tíð. Dagskrá Heimsdagsins er fyrst og fremst ætluð börnum og unglin- um, en öll fjölskyldan ætti að geta skemmt sér vel. Unga fólkið fær tækifæri til að taka þátt í listsmiðj- um tengdum menningu framandi landa. Á meðal þess sem boðið er upp á er maracas-hristusmiðja, skosk danssmiðja, lífræn kviksjá, vík- inga- og vopnasmiðja, kennsla í pappírslistinni origami og kennsla í japanskri leturgerð. Smiðjurnar hefjast kl. 13 og kl. 16 fer fram eins konar uppskeru- hátíð þar sem afrakstur listsmiðj- anna verður sýndur. - vþ Heimsdagur í Gerðubergi SKOTAPILS Boðið verður upp á kennslu í skoskum dansi á heimsdegi í Gerðu- bergi. LEIKLIST Það er dimmt í bænum að Logni þangað sem Hugleikur Dagsson stefnir áhorfendum til fund- ar við forfeður okkar eins og skáldið ímyndar sér þá. MYND: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI GAMANÓPERAN SÍGAUNABARÓNINN EFTIR JOHANN STRAUSS - Íslensk þýðing: Egill Bjarnason og Þorsteinn Gylfason Í GAMLA MJÓLKURSAMLAGINU BORGARNESI Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir • Stjórnandi: Garðar Cortes Píanóleikur: Zsuzsanna Budai Miðapantanir 437 1598 • tskb@simnet.is Upplýsingar á: www.borgarbyggd.is Tónlistarskóli Borgarfjarðar Frumsýn. 7. feb. kl. 20.00 - UPPSELT 2. sýn. 9. feb. kl. 20.00 - UPPSELT 3. sýn. 10. feb. kl. 20.00 - UPPSELT 4. sýn. 16. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI 5. sýn. 17. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI 6. sýn. 19. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.