Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 Hljómsveitirnar Baggalútur og Dr. Gunni munu hita upp fyrir tónleika bandarísku sveitalúð- anna í Hayseed Dixie sem verða haldnir á Nasa 24. febrúar næstkomandi. Baggalútur hefur einmitt fetað kántrí- og bluegrass-stílinn hér á landi af miklum krafti upp á síðkastið og ætti því að geta slegið réttu strengina fyrir áhorfendur. Dr. Gunni hefur ekki komið fram með hljómsveit síðan á Innipúkanum 2006. Hann gaf nýverið út EP-plötuna, Að gefnu tilefni – 4 mótmælalög, á netinu þar sem hann kryfur mannlífið og stjórnmálin með sínum hætti. Enn eru til miðar á tónleikana á Nasa á midi.is. Tvær sveitir hita upp BAGGALÚTUR Hljómsveitin Baggalútur hitar upp ásamt Dr. Gunna fyrir tónleika Hayseed Dixie. Breska söngkonan Leona Lewis, sem vann X-factor-keppnina í heimalandinu árið 2006, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Spirit. Fyrsta smáskífulagið, Bleeding Love, hefur farið sigurför um heiminn og hefur komist á toppinn í tólf löndum, þar á meðal Þýskalandi, Danmörku og Ástralíu. Lewis, sem hefur verið líkt við Whitney Houston og Mariah Carey, var á dögunum tilnefnd til fernra Brit-verðlauna. Fer verðlaunahátíðin fram í London 20. febrúar þar sem hún mun flytja lag af nýju plötunni. Fyrsta plata Leonu Lewis LEONA LEWIS Lewis sló í gegn þegar hún vann X-Factor í Bretlandi árið 2006. Áfram heldur Eurovision-mara- þonið í Laugardagslögum RÚV. Í kvöld er komið að fjórða og síðasta undanúrslitakvöldinu og að því yfirstöðnu verður loksins ljóst hvaða átta lög keppa til sigurs á stóra úrslitakvöldinu 23. febrúar. Fyrstur er Haffi Haff sem stekk- ur á stokk með eitursvölu aðstoðar- fólki sem dansar á eggjandi hátt. Haffi, sem vakið hefur mikla athygli en enginn vissi hver var áður en keppnin byrjaði, flytur grúfhlaðið danslag Svölu Björg- vins, The Wiggle Wiggle Song. Næst er Ragnheiður Gröndal sem flytur lag Margrétar Kristínar Sigurðardóttur, Fabúlu, Don‘t wake me up. Lagið stingur nokkuð í stúf við hin lögin, er einlægt og blítt, en þó dillandi og hresst og vitnar í eldri tíma tónlistarsögunnar en hin tvö. Lestina rekur snargrípandi evró- diskó Barða Jóhannssonar, Ho ho ho, we say hey hey hey í flutningi Mercedes Club þar sem Ceres 4 og Rebekka Kolbeinsdóttir fara mik- inn í framlínunni. Kraftajötnarnir Partí Hanz og Gilzenegger veita þó góðan stuðning baka til, að ógleymdu heljarmenninu Gaz-man, sem von- andi hefur náð sér af meiðslum og mætir fílefldur til leiks. Gestadómari er söngkonan Guð- rún Gunnarsdóttir en aðstandendur keppninnar neita að gefa upp hver er gestur kvöldsins. Láta aðeins uppi að hann borði 7.500 kalóríur á dag og eigi Íslandsmet sem er örskammt frá heimsmetinu í þeirri grein. Haffi, Gröndal og jötnarnir 900-2003 Barði Jóhannsson - Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey 900-2002 Margrét Kristín - Don’t wake me up 900-2001 Svala Björgvins - The Wiggle Wiggle Song
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.