Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 88
56 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson þurfti ekki langan tíma til að festa sig í sessi í enska boltanum. Bolton keypti Grétar Rafn í janúar frá hollenska liðinu AZ Alkmaar, hann fór inn í byrjun- arliðið strax í fyrsta leik og hefur fengið frábæra dóma fyrir frammistöðu sína. „Fótboltinn hér snýst ekki um sömu hluti og ég er vanur. Í Hollandi snerist hann meira um að halda og spila boltanum en hérna í Englandi er meira um hlaup og læti. Það erfiðasta við þessa breyt- ingu eru öll þessi hlaup og það að maður fer yfir strikið hjá sér. Það hefur tekið mann nokkra daga að jafna sig aftur eftir leiki,“ segir Grétar Rafn sem hefur spilað vel og slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum. Vildi að hann spilaði sinn leik „Megson hefur bara sagt mér að spila minn leik og gera nákvæm- lega það sem ég var að gera í Hollandi. Ástæðan var fyrir því að ég var keyptur til Bolton var hvernig ég var að spila þar og þeir sjá engan tilgang í því að vera breyta því sem menn eru ánægðir með fyrir. Maður þarf samt að laga sig að liðinu og leikstílnum,“ segir Grétar Rafn, og hans leik- stíll fellur greinilega vel að þeim enska. Grétar Rafn fór inn í byrjunar- liðið í fyrsta leik á móti Newcastle og hefur spilað allar 270 mínút- urnar síðan. „Ég bjóst ekki við að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik og að ég þyrfti að sanna mig til þess að fá að byrja. Ég vissi það samt alveg að ég hefði getuna til þess að vera byrjunarliðsmaður í liðinu. Ég þarf að sanna mig í hverjum leik og sýna það að ég eigi heima í byrjunarliðinu. Ég ætla ekki að láta neinn taka sætið af mér,“ segir Grétar. Bolton á ekki heima í botnbaráttu Bolton hefur fengið fimm stig í fyrstu þremur leikjum Grétars með liðinu og hefur enn ekki fengið á sig mark. „Liðinu hefur gengið mjög vel að undanförnu. Bolton byrjaði mjög illa á tímabilinu en eftir stjóraskiptin hefur þetta gengið mun betur. Þetta lið á ekki heima í botnbaráttu. Þetta er góður og sterkur klúbbur sem á að vera um miðja deild,“ segir Grétar Rafn sem ætlar sér að spila næstu ár í Bolton sama hvernig málin þróast í vetur. „Ég verð því áfram sama hvað gerist. Ég hef minn metnað og mín takmörk sem ég ætla að ná hérna. Bolton er toppklúbbur til þess að ná þeim markmiðum,“ segir Grétar Rafn. Bolton gerði markalaust jafn- tefli við Fulham í eina leik Grétars á Reebok Stadium en liðið fær Hermann Hreiðarsson og félaga í Portsmouth í heimsókn í dag. Ánægður með Heiðar Grétar var ánægður með innkomu Heiðars Helgusonar inn í lið Bolt- on um síðustu helgi. „Það var frábært að fá Heiðar aftur og markið hans kom á þeim tíma sem við þurftum virkilega mark því það var komin pressa á okkur. Liðið þurfti einhvern sem gæti skorað en jafnframt unnið mikið fyrir liðið. Hann verður mjög mikilvægur fyrir okkur,“ segir Grétar og fram undan er barátta við Hermann og félaga. „Það verður mjög gaman að mæta Hemma. Þeir eru með hörkulið og eru líka búnir að kaupa sér mikið af stórum nöfnum þannig að þetta verður hörku barningur. Aðalatriðið verður þó að standa sig vel fyrir sitt lið og ná stigum. Þeir segja að það þyrfti 40 stig til þess að halda okkur örugg- lega uppi og við stefnum að því að ná því sem fyrst til þess að minnka álagið á liðinu,“ segir Grétar Rafn og hann ætlar að njóta þess að spila í skemmtilegustu deild í heimi. Búið að taka langan tíma „Þetta er mjög gaman og mikil upplifun. Það er búið að taka lang- an tíma að komast hingað þannig að það er eins gott að njóta þess á meðan er,“ sagði Grétar. ooj@frettabladid.is Læt engan taka af mér sætið Grétar Rafn Steinsson hefur byrjað frábærlega með Bolton í ensku úrvalsdeildinni og Bolton hefur ekki fengið á sig mark síðan Grétar kom. Bolton fær Hermann Hreiðarsson og félaga í heimsókn í dag. FÓRNAÐ SÉR Grétar Rafn vinnur boltann í leik gegn Fulham. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Grétar Rafn fór ekki með landsliðinu til Möltu þar sem hann þurfti tíma til að koma sér fyrir í Bolton. „Þetta var alveg nauðsynlegt hlé. Það var líka erfitt að búa á hóteli og vera ekki búinn að koma sér fyrir. Ég hef reynt að nýta þessa viku til að jafna mig og koma okkur fyrir þannig að maður geti hellt sér út í þetta á fullu,“ segir Grétar en bætir svo við. „Það er leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í verkefni með landsliðinu en stundum þarf maður að taka fagmennskuna fram yfir kappið og vita hvað er rétt á hverri stundu. Ég ákvað að nýta þetta tækifæri til þess að koma mér fyrir og ná að einbeita mér betur að því sem ég er að gera hérna. Ég held að það sé landsliðinu til góðs að ég standi mig vel hérna. Ég er tilbúinn í næsta leik og Ólafur sýndi mér stuðning í því sem ég var að gera,“ sagði Grétar Rafn. - óój Grétar Rafn fékk frí frá landsleikjunum á Möltu: Alveg nauðsynlegt GEFUR EKKERT EFTIR Grétar Rafn Steinsson í baráttunni við Damien Duff. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson gat ekki tekið þátt í bikarleik Lottomatica Roma sem datt út úr átta liða úrslitunum ítalska bikarsins eftir 69-75 tap fyrir Fortezza Bologna. Roma-liðið lenti 0-13 undir í leiknum og náði aldrei að vinna upp þá slæmu byrjun sína í þessum leik. Jón Arnór meiddist í leik í Meistaradeildinni aðeins nokkr- um dögum eftir að hann hóf leik að nýju. Meiðsli í lærvöðva tóku sig upp aftur og í framhaldinu er óvíst hversu lengi Jón Arnór verður frá keppni. - óój Jón Arnór Stefánsson á Ítalíu: Meiddist aftur á sama stað MEIDDUR Lærmeiðsli Jóns Arnórs tóku sig upp aftur. NORDICPHOTOS/AFP Hannes Jón Jónsson, leikmaður Fredericia og íslenska landsliðsins í handbolta, er á förum frá danska liðinu þegar samningur hans rennur út í júní næsta sumar eftir árs dvöl hjá félaginu. „Þegar ég kom til félagsins gerði ég eins árs samning með möguleikanum á að framlengja um eitt ár og sá möguleiki verður sem sagt ekki nýttur,“ sagði Hannes Jón sem kvaðst tilbúinn að skoða flesta möguleika upp á framhaldið. „Þýska deildin heillar náttúrulega en ég er samt bara að leita að rétta félaginu fyrir mig, þar sem ég sé fram á að geta verið ánægður. Ég er því þannig séð opinn fyrir flestu,“ sagði Hannes Jón sem stimplaði sig rækilega inn í lokaundirbúningi íslenska landsliðsins fyrir EM. Hannes Jón fór á kostum í æfingaleik gegn Tékkum þar sem hann skoraði sjö mörk í seinni hálfleik og var í fram- haldinu valinn í lokahóp landsliðsins fyrir EM. „Það var náttúrulega sannur heiður og frábær upplifun fyrir mig að komast á stórmót með landsliðinu og það er alltaf stefnan hjá manni að vera í landsliðinu. Auðvitað var gengi liðsins ákveðin vonbrigði og ég vona svo sannarlega að geta tekið þátt í stórmóti með landsliðinu þar sem gengur vel hjá liðinu, það er draumurinn,“ sagði Hannes Jón sem játaði því að þátttaka sín á EM gæti ef til vill hjálpað við að finna nýtt lið. „EM er auðvitað ákveðinn gluggi fyrir leikmenn með lausa samninga eins og reyndar danska úrvalsdeildin þar sem ég spila nú. Þannig að ég er fullviss um að finna mér eitthvert fínt félag fyrir næsta tímabil og er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Hannes Jón sem hefur vakið athygli fyrir eitraða gabbhreyfingu eða „skot- fittu“ eins og menn kalla það á handboltamáli. „Þetta er bara einföld gabbhreyfing sem ég er búinn að beita síðan ég var smá tappi. Það eru oft einföldu hreyfingarnar sem virka best, ef þær eru gerðar rétt. Við félagarnir köllum þetta „antílópu- fittuna“ og hún virkar oftast nær mjög vel,“ sagði Hannes Jón á léttum nótum. HANDBOLTAMAÐURINN HANNES JÓN JÓNSSON: ER Á FÖRUM FRÁ DANSKA LIÐINU FREDERICIA NÆSTA SUMAR Antílópufittan virkar oftast nær mjög vel > Ársþing KSÍ haldið í dag 62. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuð stöðvum sambandsins í Laugardalnum í dag. Það hefst kl. 11.00 og nær fram á kvöld. Kosið verður meðal annars um sæti í stjórn og varastjórn KSÍ þar sem fimm framboð eru um fjögur sæti í stjórninni og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórninni. Allar upplýsingar tengdar þing- inu er að finna á heimasíðunni www.ksi.is. „Frumsýning í Hafnarfjarðar- leikhúsinu er alltaf tilhlökkun- arefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. Laugard. 9. feb. Föstud. 15. feb Laugard. 16. feb Midasala: 555 2222. www.midi.is Laugard. 23. feb Laugard. 1. mars Allar sýningar hefjast kl. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.