Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 1
Morgunverðarfundur á Hótel Borg um stöðu kvenna í iðnaði 12. febrúar kl. 8.00–10.30. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is Virkjum kraft kvenna í iðnaði ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 20 100 myndir á 2500 krónur í febrúar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500010. febrúar 2008 — 40. tölublað — 8. árgangur SUNNUDAGUR Handboltamaður- inn og ökutækja- áhugamaðurinn Logi Geirsson festir kaup á Ferrari. FÓLK 38 LÆTUR DRAUMINN RÆTAST Matur [ SÉRBLAÐ F RÉTTABLAÐS INS UM MAT ] Febrúar 2008 Hraðferð að h jarta mannsin s Dísætir dan skir draumar Nanna Rögnv aldardóttir sk rifar Smjördeig – leynivopnið sem bjargar boð inu Auðvelt og fl jótlegt Ljúffengir p innar Tapas á þ emur tap as-börum ge fa einfaldar o g as réttum. Eldað með hja rta sem elskar FY LG IR Í D A G VEÐRIÐ Í DAG Höfum mikið svigrúm til bóta Einar Kristinn Guðfinnsson hefur verið á þingi síðan 1991 og sjávarútvegsráðherra síðan 2005. Hann stendur nú frammi fyrir því að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna telur kerfið, sem sjávarútvegurinn byggir á, óréttlátt. 12 BJART EYSTRA - Í dag verður allhvöss suðvestan átt víða um land. Bjartviðri eystra, skúrir sunnan og suðvestan til, annars él. Hiti 0-6 stig, mildast sunnan og austan til. VEÐUR 4      LAXNESSHESTAR Í HRÍÐARBYL Þessir norsku ferðamenn hleyptu fákum sínum í Mosfelldal í gær. Þeir leituðu til hestaleigunnar Laxness og nýttu daginn til að njóta vetrarríkisins á Íslandi í ágætis veðri og létu ekki snjókomu á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ENGLAND Regluleg ástundun kynlífs getur minnkað hættuna á hjartasjúkdómum og jafnvel komið í veg fyrir hrukkumyndun samkvæmt heilbrigðisþjónustu Englands, NHS. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarps- ins. Auk ofangreindra verkana getur kynlíf bætt ónæmiskerfið og dregið úr líkum á krabbameini. Jafnframt brenna um 300 hitaeiningar á klukkustund upp við kynlífsiðkun. Því hefur heilbrigðisþjónustan enska brugðið á það ráð að að hvetja til aukinnar kynlífsiðkunnar sem leiðar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. - vþ Kynlíf er allra meina bót: Rúmið frekar en ræktin NEW YORK, AP Ef ekkert er að gert getur tóbak orðið milljarði manna að bana á 21. öldinni, segir í nýrri skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni. Á 20. öldinni lágu 100 milljónir manna í valnum en sú tala gæti farið upp í milljarð ef ríkisstjórn- ir heims fara ekki að taka meiri þátt í forvörnum og reglusetning- um, segir í skýrslunni. Það er einkum í fátækum löndum sem tóbaksneysla er að aukast, en tóbaksneyslan er mest í Kína og á Indlandi. Tóbaksfyrirtækin eyða tugum milljarða Bandaríkjadala ár hvert í auglýsingar, en einungis tuttugu lönd af þeim 179 sem eru í skýrslunni banna þær. - þeb Milljarður manna í hættu: Tóbaksneysla eykst stöðugt KÍNVERSKIR REYKINGAMENN Tóbaks- neysla eykst hraðast í Kína og á Indlandi. BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, er að meta pólitíska stöðu sína, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki þykir ólíklegt að hann stígi til hliðar og borgarstjórnarflokkur- inn finni sér annað borgarstjóra- efni. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hafi rætt við Vilhjálm og fleiri borgar- fulltrúa eftir ummæli Vilhjálms í Kastljóssþætti á fimmtudaginn og atburðarásina þar á eftir. Blaðið hefur enn fremur heimildir fyrir því að Vilhjálmur hafi síðustu daga ráðfært sig við ýmsa framámenn í flokknum um stöðu sína. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins, segir góða ein- ingu ríkja í flokknum. Spurður hvort Vilhjálmur muni víkja segir hann að miðað við núverandi stöðu sé ekki útlit fyrir neitt annað en að hann taki við en „Vilhjálmur verði að svara þessu sjálfur“. Frétta- blaðinu hefur ekki tekist að ná tali af Vilhjálmi síðan á fimmtudag. Gísli Marteinn segir borgar- stjórnarflokkinn ekki hafa fundað formlega um ummæli Vilhjálms í Kastljóssþættinum og atburðarás síðustu daga. Fólk hafi hins vegar rætt saman í síma. „Við erum öll í góðu sambandi. Það er einhugur í hópnum. Vil- hjálmur er okkar oddviti og engin umræða um annað innan okkar hóps. Við komum öll að loka- vinnslu REI-skýrslunnar og vorum sammála um að hún renndi stoð- um undir þá skoðun okkar allra að við þyrftum að vanda okkur þegar stórar og miklar ákvarðanir væru annars vegar og tryggja nauðsyn- legt samráð og samvinnu sem skorti í REI-málinu í október,“ segir Gísli Marteinn. „Þetta rædd- um við hreinskilnislega okkar á milli eftir að við misstum meiri- hlutann. Skýrslan tók undir þetta með okkur enda vorum við öll sjö sátt við niðurstöðu hennar.“ Gísli Marteinn segist telja að óánægjan sem risið hafi upp í sam- félaginu síðustu daga tengist ekki efni skýrslunnar. „Þetta tengist frekar meiri- hlutaskiptunum fyrir tveimur vikum, sem margir voru óánægðir með og að einhverju leyti REI- málinu í október. Orð Vilhjálms í Kastljósinu um fyrrverandi eða núverandi borgarlögmann bætast svo þarna við. Varðandi það er auðvitað aðalatriðið að báðir þessir aðilar, núverandi og fyrr- verandi borgarlögmaður, telja ótvírætt að Vilhjálmur hafi haft umboð.“ Gísli Marteinn segir borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins skynja óróa í samfélaginu. „Við viljum ekki loka augunum fyrir honum. Við finnum óánægju og auðvitað munum við setjast niður saman og vinna úr þessu. Verkefnið fram undan fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjórn er að endurheimta traust borgar- búa.“ - th / sjá síðu 4 Vilhjálmur er að meta stöðu sína Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og fleiri borgarfulltrúa eftir atburðarás síðustu daga. Formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir einingu ríkja í flokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.