Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 6
6 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR ALÞINGI Heilsugæslan á höfuð- borgarsvæðinu er í uppnámi og starfsemin lömuð, segir Álfheiður Ingadóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, sem á Alþingi í gær vildi vita hvaða áform Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra hefði uppi um úrbætur. Álfheiður sagði þúsundir vera án heimilislæknis og kvað 500 milljónir króna vanta til reksturs kerfisins. Guðlaugur féllst engan veginn á lýsingu Álfheiðar á ástandinu en sagði starfshóp undir forystu Guðjóns Magnússonar, fyrrum rektors Norræna heilbrigðis- háskólans, huga að stöðu og fram- tíð heilsugæslunnar. Guðlaugur sagði fjarstæðu að 500 milljónir vantaði í rekstur heilsugæslunnar; engin gögn styddu slíkt tal. Þá sagði hann skráningu ónákvæma og tölur um læknalausa því hugsanlega rangar. Ármann Kr. Ólafsson, Sjálf- stæðisflokki, benti á að þótt til- tekinn fjöldi fólks væri án heimilis læknis væri ekki þar með sagt að það væri án þjónustu því hana væri hægt að fá víða. Þuríður Backman, VG, tók undir orð flokkssystur sinnar og kvað ástandið alvarlegt. Hún sagði rétt hjá Ármanni að hægt væri að fá þjónustu en hún væri dýrari ef fólk hefði ekki fastan heimilislækni. Þá lýsti hún áhyggjum af að ekki væri næg endurnýjun í stétt heimilis- lækna. - bþs Álfheiður Ingadóttir segir starfsemi heilsugæslunnar lamaða og krefst úrbóta: Staðan verst á höfuðborgarsvæðinu NEPAL, AP Hótelstarfsmaður í Nepal bar kennsl á eftirlýstan lækni, Amit Kumar, þegar hann sá mynd af honum í indversku sjónvarpi. Kumar var handtekinn á fimmtudagskvöld, grunaður um að hafa stundað ólögleg við- skipti með líffæri. Kumar hafði fjarlægt nýru úr hundruðum manna, stundum án samþykkis þeirra. Þegar hann var handtekinn í litlu skógarhóteli í Nepal fundust í fórum hans 230 þúsund bandarískir dalir í reiðufé og ávísun upp á 24 þúsund dali. Samtals nemur þetta fé rúmlega 17 milljónum íslenskra króna. Indverska lögreglan segir að Kumar hafi verið höfuðpaurinn í alþjóðlegum líffæravið- skiptum með bækistöðvar í Gurgaon, einu af betri hverfum Nýju-Delí. Talið er að á síðustu níu árum hafi allt að 500 nýru verið seld fólki sem ferðaðist til Ind- lands í því skyni að fá þar nýtt nýra. Nýrun voru mörg hver tekin úr fátæklingum, sem stundum var ógnað með byssum áður en brottnámið var framkvæmt. Fréttir af þessu athæfi hafa orðið tilefni til heiftarlegra umræðna á Indlandi um siðferði lækna og löggjöf um líffæraígræðslur. Þegar indverska lögreglan varð þess áskynja að Kumar væri flúinn úr landi var leitað til alþjóðalögreglunnar Interpol. - gb AMIT KUMAR HANDTEKINN Hann er sakaður um að hafa ógnað fólki með byssu áður en hann tók úr því nýrað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Indverski læknirinn Amit Kumar handtekinn í Nepal með 17 milljónir í fórum sínum: Seldi nýru á svörtum markaði GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 2. maí–31. des. TORO NTO Verð frá 19 .920 k r.* Námskeið á vorönn að hefjast Allir aldurshópar velkomnir. 10 vikur 1 klst. á viku. kr. 30.000 Börn 6-18 ára geta notað frístundakort Í.T.R. Ármúli 38 / við Selmúla S: 5516751 6916980 pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is Ætlar þú að sækja einhvern við- burð á Vetrarhátíð í Reykjavík? Já 22,4% Nei 77,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú taka upp annan gjald- miðil í stað íslensku krónunnar? Segðu þína skoðun á Vísir.is VEÐUR Rúmlega 400 björgunar- og hjálparsveitarmenn sinntu yfir 400 útköllum í fyrrakvöld og -nótt vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Veðrið var með því allra versta sem komið hefur það sem af er vetri og lægðin sú dýpsta sem komið hefur yfir landið í vetur, að sögn veðurfræðinga. Talið er að veðrið hafi valdið meira tjóni en fyrri óveður í vetur. Suðvestanvert landið varð verst fyrir barðinu á veðrinu en aðrir landshlutar sluppu betur en á horfðist. Þó varð eitthvað tjón víðast hvar á landinu, en að sögn lögregluvarðstjóra á Akur- eyri hafði veðrið lítil áhrif þar. Fjölmenni tókst á við eftir- stöðvar óveðursins í gærmorg- un, einkum á höfuðborgarsvæð- inu. Þar höfðu tré rifnað upp með rótum, þakplötur losnað og flætt hafði inn í fjölda kjallara. Sjö listamenn misstu verk sín og áhöld þegar gríðarmikið vatn flæddi inn í vinnuastöðu þeirra í kjallara Korpúlfsstaða. Þá voru allar tiltækar dælur, meðal annars frá Grindavík, sendar í Egilshöll þar sem mikið vatn hafði flætt inn í kjallara hússins, meðal annars upp um niðurföll. Allur kjallarinn, sem er á þriðja þúsund fermetrar, fór undir tíu til fimmtán sentimetra djúpt vatn. Auk þess barst mikill aur inn í kjallarann. Talið er að tjónið nemi milljónum króna. Veðrið hafði einnig áhrif á flugfarþega á Keflavíkurflug- velli. Á fimmta hundrað farþega þurftu að bíða í allt upp undir fimm klukkustundir í flugvélum eftir því að komast frá borði, þar sem ekki var hægt að koma vél- unum að landgöngum í veður- hamnum. Að lokum sóttu rútur fólkið og óku þeim að flugstöð- inni. Viðbúnaðarstigi vegna snjó- flóðahættu, sem lýst var yfir á Vestfjörðum á föstudag, var aflétt í kringum hádegi í gær. Þó var búist við hvassviðri og jafn- vel stormi aftur í gærkvöldi og nótt. Lægja á í dag og í kvöld. stigur@frettabladid.is Yfir 400 útköll vegna óveðurs um land allt Yfir 400 björgunarsveitarmenn tókust á við veðurguðina í fyrrakvöld. Versta veður vetrarins olli miklu tjóni. Sjö listamenn misstu verk sín þegar flæddi inn á Korpúlfsstaði. Björgunarsveitarmenn orðnir þreyttir eftir mikla óveðurstörn. VETRARHÁTÍÐ LOKIÐ Reykjavíkurborg hélt um helgina sína sjöundu vetrarhátíð. Hátíðin hefur aldrei verið haldin í verra veðri en í ár og í gærdag mátti sjá borgar- starfsmenn taka niður rifna vetrarhátíðarfána í miðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.