Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 8
 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is VÍSINDI Pör sem eru skyld í fjórða ættlið, það er eiga sama langa- langafa og -ömmu, eignast fleiri afkomendur en önnur pör. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vís- indamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar gerðu, og nær yfir ættartöl- ur Íslendinga tvö hundruð ár aftur í tímann. Sem dæmi eignuðust konur fæddar á árunum 1925 til 1949, sem áttu maka sem var skyldur þeim í fjórða ættlið, að meðaltali 3,27 börn og 6,64 barnabörn. Þær konur sem áttu maka í áttunda ættlið eða fjarskyldari voru tals- vert minna frjósamar; eignuðust aðeins 2,45 börn og 4,86 barna- börn. Rannsóknin er sú fyrsta sem svarar spurningunni um tengsl skyldleika og frjósemi á afgerandi hátt, og þykir ljóst að niðurstöð- urnar eiga sér líffræðilegar skýr- ingar. Hverjar skýringarnar sjálf- ar eru liggur hins vegar ekki fyrir. Niðurstöðurnar benda meðal annars til þess að flutningur íslensku þjóðarinnar úr dreifbýli í þéttbýli gæti orðið til þess að hægði á fólksfjölgun. Íbúar í þétt- býli velji sér maka úr mun breið- ari hópi og því ólíklegra að við- komandi sé ættingi. - sþs Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar finna tengsl milli skyldleika og frjósemi: Fjórmenningar frjósamastir FJÖLSKYLDA Vísindamennirnir rannsök- uðu ættartölu Íslendinga frá 1800 og til dagsins í dag. Greinin var birt í vísinda- tímaritinu Science sem kom út í gær. RÚSSLAND, AP Kosningaeftirlits- skrifstofa Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) sagðist í fyrradag ekki ætla að hafa eftir- lit með forsetakosningunum í Rússlandi 2. mars næstkomandi. Í yfirlýsingu frá ÖSE segir að rússnesk stjórnvöld hafi sett eftir litstarfinu of ströng skilyrði, bæði varðandi fjölda eftirlitsfull- trúa og tilhögun eftirlitsstarfs þeirra. „Við berum ábyrgð gagnvart öllum 56 aðildarríkjunum til að uppfylla skyldur okkar og rússn- esk stjórnvöld hafa sett slíkar hömlur að ekki er hægt að fram- fylgja kosningaeftirliti eins og vera ber,” sagði Christian Stro- hal, yfirmaður Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE. ÖSE hugðist hefja kosninga- eftirlit sitt í desember en því var hafnað af rússneskum stjórn- völdum. 28. janúar var ÖSE boðið að hefja kosningaeftirlit en með ströngum skilyrðum varðandi umfang. Tímaramminn sem ÖSE var gefinn hefur þegar komið í veg fyrir eftirlit með mikilvæg- um stigum kosningaferlisins til dæmis skráningu frambjóðenda og aðkomu fjölmiðla að sögn Strohal. ÖSE sleppti því alveg að fylgj- ast með framkvæmd þingkosn- inganna í Rússlandi í desember vegna strangra hamla sem rúss nesk yfirvöld settu við eftir- litinu. - gb/aa/sdg Of ströng skilyrði rússneskra stjórnvalda fyrir eftirliti með þingkosningunum: ÖSE ætlar ekki að hafa eftirlit KOSNINGAAUGLÝSINGAR Í MOSKVU Forsetakosningarnar munu fara fram 2. mars næstkomandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.