Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 10
10 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þarf að endurreisa virðingu stjórnmálanna? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BITBEIN Svandís Svavarsdóttir spyr: Merki um öruggari bílakaup Bíll sem ber merki um Bílaábyrgð Varðar er betri bíll vegna þess að hann er tryggður fyrir óvæntum bilunum og göllum þó hann sé ekki lengur í verksmiðjuábyrgð. Kynntu þér kosti Bílaábyrgðar í síma 514 1000 eða á vordur.is Þ orgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi á dögunum að hækka þyrfti laun kennara. Það var stór yfirlýsing frá mennta- málaráðherra og gaf fyrirheit um ný viðhorf til launamála kennara. Nú hefur Árni Mathiesen fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, ómerkt yfirlýsingu menntamála- ráðherra og sagt að hún sé ekki sjónarmið ríkisstjórnarinnar. Hver er þá stefna ríkisstjórnarinnar í launamálum kennara? Ríkið er viðsemjandi framhaldsskólakennara þannig að yfir- lýsing fjármálaráðherra lofar ekki góðu fyrir komandi kjara- samninga þeirra. Viðsemjendur grunn- og leikskólakennara eru sveitarfélögin. Stefna ríkisstjórnarinnar skiptir þó miklu máli, einnig í kjaramálum leik- og grunnskólakennara. Það skiptir sköpum fyrir skólakerfið að sátt náist um launa- mál kennara. Undanfarin ár og áratugi hefur búið um sig spenna meðal kennara vegna óánægju þeirra með laun sín. Afar brýnt er að á þessari spennu slakni svo friður geti ríkt um góðan skóla á Íslandi. Meðalaldur kennara er hár. Ljóst er að mjög hátt hlutfall kennara, bæði í grunn- og framhaldsskólum, fer á eftirlaun á allra næstu árum. Liðlega 45% framhaldsskólakennara eru meira en fimmtíu ára og margir þeirra eiga rétt á að hætta störfum fyrir 67 ára aldur vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Staðan í grunnskólunum er svipuð. Því er ekki aðeins mikilvægt að halda í starfandi kennara í skólum landsins heldur einnig að laða hæft ungt fólk til starfa nú þegar svo margar kennarastöður munu losna á næstu tíu til fimmtán árum. Þó að sýnt hafi verið fram á að laun leiki ekki lykilhlutverk í starfsvali þorra fólks er ljóst að ef laun eru mjög lág hafa þau fælandi áhrif. Það gildir ekki síst þegar starfsmenn hafa efnt til mikils kostnaðar við að mennta sig til starfans. Það er ekki ódýrt að mennta sig til kennara, sem nú er þriggja til fjög- urra ára háskólanám. Það verður svo sannarlega ekki ódýrara þegar frumvarp menntamálaráðherra um menntun kennara verður að lögum og krafist verður meistaraprófs af kennur- um, en það er fullt fimm ára nám. Fagurgali ráðamanna um metnað til að reka hér helst besta menntakerfi í heimi er alþekktur. Þessum metnaði verður að fylgja fjármagn til að greiða laun kennara. Góður kennara- hópur er sá þáttur sem vegur allra þyngst þegar skapa á góðan skóla. Því verður kennarastarfið, á öllum skólastigum, að vera eftirsóknarvert. Nú þegar samningar eru lausir ríður á að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar tali einum rómi um kjaramál kennara. Góður hugur menntamálaráðherra dugir ekki einn og sér. Hér verða verkin að tala. Ráðherrar í ríkisstjórn tala tveimur tungum um kjaramál kennara. Er vilji til að bæta kjör kennara? STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Verkefni stjórnmála- manna Sjálfstæðismenn hafa lengi búið við þá gagnrýni andstæðinga sinna að flokkur þeirra sé annar en áður var, hann hafi verið betri undir forystu þeirra sem á undan gengu. Hið merkilega er að allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa búið við slíkan samanburð, allt frá því að Jónas frá Hriflu gagnrýndi hinn nýstofnaða Sjálfstæðisflokk fyrir að leiða auðhyggjuna til hásætis og bar hann saman við hið mannbætandi íhald sem á undan hafði verið. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn sem nú eru uppi séu hvorki betri né verri en þeir sem á undan hafa farið. Mörgum er tíðrætt um þau mistök sem orðið hafa í hinu svokallaða REI-máli og vilja m.a. rekja þangað dvínandi traust á stjórnmálamönnum og einnig eru hræringar í borgarstjórn Reykjavíkur nefndar til sögunnar. Mistök fyrr og síðar Ég held að þetta sé ekki svona einfalt. Ekki þarf til dæmis nema yfirborðsþekkingu á sögu hagstjórnar á Íslandi á síðustu öld til að geta nefnt dæmi um hroðaleg mistök, rugl og vitleysu sem vöktu alþjóðaathygli. Ekki efast ég um að þeir sem þar um véluðu vildu landinu sínu allt hið besta og lögðu sig fram um að gera vel. Margt var reyndar vel gert en mistök voru svo sannarlega gerð og þar eiga allir flokkar sína ábyrgð. Eins er með stjórnmálamenn nú á dögum. Margt er mjög vel gert, vandað og skynsamlegt, en ýmislegt fer úrskeiðis. Ég held því að leita verði orsaka vantrausts almennings á stjórnmálamönnum annars staðar en í því að stjórnmálamönnum séu mislagðar hendur. Vandinn Vissulega er það svo að stjórnmálamenn geta haft mjög bætandi áhrif á samfélagið og ég hefði ekki valið mér þennan starfsvettvang ef ég tryði því ekki. En það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að áorka með beitingu opinbers valds. Stjórnmálamenn hafa þá tilhneigingu að lofa að leysa allan vanda með opinberum aðgerðum og það má t.d. merkja á því að nú eru opinber útgjöld nærri helmingur landsfram- leiðslunnar. Og hér liggur hundurinn grafinn. Stjórn- málamenn eru í auknum mæli að lofast til að leysa verkefni sem hvert og eitt okkar erum ein fær um að leysa og um leið hafa þeir ekki skilgreint nægjanlega hvert hlutverk hins opinbera á að vera. Og þegar illa gengur, þegar börnin læra ekki mannasiði í skólanum, þegar nýskipuð nefnd um fátækt eyðir ekki fátækt eða stjórnmálamenn vilja allt í einu verða einhvers konar útrásarfurstar, þá missa stjórnmálamennirnir smám saman tiltrú. Í þessu er stór hluti vandans fólginn og bættir verkferlar eða faglegir samráðshópar sérfræðinga leysa ekki málið. Ef við stjórnmálamenn getum ekki skilgreint hver verkefni hins opinbera eiga að vera, þá getum við vart ætlast til þess að almenningur treysti okkur. Og ef við þykjumst geta leyst allan vanda og haft vit fyrir öllu fólki þá mun traustið einnig láta á sér standa. Í þessu er vandinn fólginn að mínu mati og lausn hans þarf að taka tillit til þess. Ávísun á betri tíð – kannski Grundvallaratriði REI-málsins eru nú skýr, stýrihópur borgarstjórnar hefur lokið störfum. Borgarstjórn á næsta leik eins og Morgunblaðið benti á í forystugrein á fimmtudaginn og svo flokkarnir sem eiga fulltrúa í borgarstjórn – hver fyrir sig. Það er algengt í umræðunni um álit stýrihópsins að fólk hefði viljað sjá niðurstöðurnar skýrari. Það er eðlileg ósk, en það var mikilvægt af minni hálfu að samstaða næðist um niðurstöðuna. Hversu algengt er það ekki að meirihluti hafi sagt eitt og minnihluti annað og að ekkert hafi komið út úr þannig málsmeðferð? Það tekur á að ná sameig- inlegri niðurstöðu þar sem fólk kemur ekki aðeins að málinu eftir mismunandi pólitískum leiðum, heldur eiga aðilar málsins mismunandi persónu- lega sögu í þessu máli. Það hefði verið venjulegra og fljótlegra að rusla málinu út úr stýrihópnum með venjulegum meirihluta og minnihluta. Það var ekki gert og það eru pólitísk tíðindi. Ekki dómstóll Það er athyglisvert að margir hefðu viljað sjá nefnd nöfn þeirra sem bera ábyrgð. Það er líka eðlilegt en þá verður að benda á að stýrihópurinn var ekki dómstóll – sem betur fer. Svona starfshóp- ar hafa ekkert annað umboð en pólitískt, það er ekki þeirra hlutverk að benda á hinn seka ef hann er til. Það er verkefni dómstóla og til þess er réttarkerfið. Hins vegar geta stjórnmálamenn litið í eigin barm og það hefur oft leitt til þess að þeir hafa ákveðið að axla sín skinn. Ef þeir ekki gera það sjálfir geta flokkarnir gert það fyrir þá, flokkarnir sem þeir eru í. Það getur enn gerst. Hins vegar bera embættismenn líka ábyrgð í þessu máli en þeir hafa starfað á ábyrgð stjórnmálamanna þó þeir hafi stundum hagað sér sjálfir eins og pólitík- usar. Alvarlegt verkefni Það þarf að taka það verkefni alvarlega að endur- vekja eða vekja traust á stjórnmálunum og stjórnmálamönnum. Það er vandasamt en mikil- vægt að hefja verkið. Stjórnmálin eru undirstaða lýðræðisins. Í samstöðu stýrihópsins felst ávísun á betri tíma, heiðarlegri vinnubrögð. En þar getur líka verið hætta á hrossakaupum með pólitísk viðhorf. Það má ekki verða og það meðalhóf er vandaratað þar sem annars vegar er heiðarleg málamiðlun og hins vegar heiðarlegur ágreiningur. Samstaða er í sjálfu sér eftirsóknarverð í stjórnmálum því hún er heildinni í hag. Heiðarleg- ur, skýr og afdráttarlaus ágreiningur er það sömuleiðis. Það er skylda okkar stjórnmálamanna að endurskoða vinnubrögð og hefðir í ljósi þessarar skýrslu og endurmeta hefðbundna og vélræna sýn á það hvernig rétt sé að leiða mál til lykta. Þannig breytum við. Umboðsleysi Vilhjálms Um fátt hefur verið meira rætt en „meint“ umboðsleysi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, við ákvarðanatöku í REI-málinu svokallaða og nýútkomna skýrslu um málið. Hefur mikið verið rætt um hvort og þá við hvern Vil- hjálmur hafi ráðfært sig en Vilhjálmur heldur því sjálfur fram að hann hafi haft fullt umboð. Kattarþvottur Stjórnmálamenn- irnir gerðu sjálfir í stýrihópi skýrslu um eigin verk sem hnoðuð var eftir þar til gerðum pólitískum uppskrift- um. Lítið krydd var í útkomunni en þeim mun meira vatn til pólitískra þvotta. Komst hópurinn þó ekki hjá því að vera í nokkru ósammála Vilhjálmi og segja í skýrslu sinni að „það þurfi að skerpa á þeim skilningi að borgarstjóri þurfi framvegis skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar við meiriháttar ákvarðanir“. Tvær álitsgerðir Að auki eru tvær álitsgerðir ósammála Vilhjálmi um „meint“ umboðsleysið. Í álitsgerð Láru V. Júlíusdóttur segir: „Sú háttsemi borgarstjóra að kynna málið ekki í sínum borgar- stjórnarflokki kostaði trúnaðarbrest. Það að fjalla um mál og leita eftir sjónar- miðum samstarfsaðila er hluti af grundvallarhugmyndum um lýðræði.“ Þá segir Andri Árnason í álits- gerð sinni: „Það er því álit mitt að þáverandi borgarstjóri (Vilhjálmur) hafi ekki haft umboð á fundi eigenda OR (Orkuveitu Reykjavíkur) hinn 3. október síðastliðinn eins og hér stóð á, til að samþykkja fyrir hönd OR samning um breytingar á eignarhaldi REI og samruna við GGE (Geysir Green Energy) þar sem REI er yfirtökufélag.“ Getur því verið að Vilhjálmur hafi ekki lesið skýrsluna og álitsgerðirnar eða man hann kannski ekki eftir henni? olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.