Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 16
16 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Ég man að þegar ég kom hing- að fyrst þá ætlaði ég að gera ein- hverja sjö hluti á fyrstu fjórum dög- unum. Ég var búinn að þeim öllum fyrsta dag- inn. Maður eyðir aldrei neinum óþarfa tíma í neðanjarðar- lestum eða í bílateppum heldur kemst auðveldlega á milli. F í t o n / S Í A ...fæddur 30. nóvember 1978 ...tilnefndur til Bafta fyrir leik sinn í Mótor- hjóladagbókunum ...hefur leikið Che Guevera tvisvar ...var um tíma kærasti Natalie Portman ...stuttmyndin De tripas, corazón sem Bernal lék í var tilnefnd til Óskarsverð- launa ...samkvæmt kvik- myndavefnum IMDB er uppáhaldsleikari hans Javier Bardem ....samkvæmt Wiki- pediu kenndi hann ólæsum indjánum í Mexíkó að lesa aðeins fjórtán ára gamall ...leikur knattspyrnu með utan- deildarliði í Mexíkóborg þegar hann hefur tíma Bernal í hnotskurn F yrirfram hefði einhver búist við því að hann væri klæddur í hátískuföt, eitt- hvað áberandi. En í raun minnir Bernal frekar á skiptinema frá fjarlægu landi en kvikmyndastjörnu frá Mex- íkó. Heilsar öllum með nafni, brosi og handabandi. Hann pantar sér kaffi latté á Kringlukránni eftir að hafa komist óhultur inn úr óveðrinu og segist þurfa að fá tækifæri til að ranka aðeins við sér eftir erfiða æfingu. Og það séu til fá betri meðul við slíku en einmitt kaffið. Vetur konungur hefur ráðið ríkjum á meðan Bernal hefur verið hér á landi og Ísland stendur kannski loks- ins undir nafni. Bernal er þó ekki mikið að kippa sér upp við snjóþyngslin né myrkrið sem grúfir yfir öllu. Seg- ist einfaldlega ekki verða mikið var við slíkt enda sé stutt á milli allra staða í litlu borginni Reykjavík. Ólíkt stórum borgum á borð við New York. „Þar þarf maður stundum að ganga heilu kílómetrana á milli,“ útskýrir Bernal og rifjar einnig upp veðurfar- ið í Toronto og Chicago. „Veðrið á Íslandi er í raun hreinasta hátíð miðað við veturna þar. Fólk á það til ýkja svolítið um veðurfarið hérna,“ bætir leikarinn við og kannast vel við að allar samræður á Íslandi hefjist á umræðum um veðurfarið. Hann er þó ekkert að skafa utan af því þegar hann lýsir því yfir að hann myndi aldrei búa Íslandi. „Ég gæti það aldrei, þá fyrst myndi ég kvarta enda ekki mikið um að vera hérna. En ég nýt þess að vera á Íslandi núna og fyrir mér er eitthvað leyndardómsfullt og exótískt við Ísland í mínum huga,“ útskýrir Bernal. Arkitekt eða knattspyrnu- maður Frá rokinu og snjónum liggur leiðin til sólarinnar í Mexíkó þar sem Bernal er fæddur. Foreldrar hans voru bæði leikhúsfólk og hann stóð fyrst á sviði aðeins ársgamall. Hann reiknaði þó aldrei með því að verða leikari. „Mig langaði alltaf að hafa það sem hliðargrein, að geta komið fram á sviði. En aldrei að atvinnu. Leiklistin átti bara að vera einhver flóttaleið frá raunveruleikanum.“ Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Bernal varð leikari en ekki atvinnumaður í knattspyrnu, læknir eða arkitekt eins og hann dreymdi um í æsku. Og óhætt er hægt að segja að ferill Bernal hafi legið nánast rakleitt upp. Fyrstu hlutverkin voru í suður-amer- ískum sápum en stóra stökkið kom þegar mexíkanski leikstjórinn Alej- andro González Iñárritu réð hann í hlutverk Octavio í Amores Perros. Hollywood tók strax eftir þessum unga Mexíkana en sjálfur segist Bernal hafa lítinn áhuga á drauma- verksmiðjunni. „Ég hef alltaf reynt að sjá kvikmynd sem bara kvikmynd, sama hvaðan hún kemur. Ég hef aldrei unnið í Los Angeles, komst Á Íslandi er enginn að flýta sér Gael Garcia Bernal er stórleikari. Kvikmyndir á borð við Amores Perros og Babel eru ágætis sönnun fyrir því auk Bafta-til- nefningar. Hann er líka einn nýjasti Íslandsvinurinn en þrátt fyrir að tímaritið Empire hafi valið hann einn af kynþokkafyllstu leikurum ársins 2007 á Bernal auðvelt með að ganga framhjá hópi ungra íslenskra stúlkna sem hafa ekki hugmynd um að mexí- kanska sjarmatröllið sé þar á ferð. Freyr Gígja Gunnarsson hitti leikarann sem sagði honum frá rólegum dögum í snjónum og leik sínum með Vesturporti í Tillsammans. FYRIRTAKS AFSLÖPPUN Bernal nýtur sín vel á Íslandi og líkir dvöl sinni við hálfgert frí, hér hafi hann tíma til að vera með sjálfum sér. Hann gæti hins vegar aldrei hugsað sér að setjast hér að til frambúðar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI næst því í Babel en þá var myndin reyndar tekin upp á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ég hef ekki mikið álit á Bandaríkjunum og finnst það ekki spennandi staður að búa á. Auk þess myndi ég tapa mikl- um peningum á því, að ekki sé talað um að þau verkefni sem ég fæ frá löndum á borð við Mexíkó, Spáni, Frakklandi og Englandi eru mun meira spennandi en þau bandarísku,“ segir Bernal en viðurkennir jafn- framt að hann sé reglulega spurður að þessu. „Það er alltaf þessi pressa fyrir okkur leikarana, hvort við ætlum ekki að fara yfir og leika þar. En mér finnst það einfaldlega ekki.“ Uppfyllir öll vinnuskilyrði Bernal fannst það hins vegar heill- andi þegar Gísli Örn Garðarsson og eiginkona hans, Nína Dögg Filippus- dóttir, sögðu honum frá hugmynd sinni um að setja saman leikverk upp úr kvikmynd Lukas Moodysson, Till- sammans. „Við höfðum rætt um að gera eitthvað saman og þau sögðu mér að ég ætti bara að vera með í þessu verki. Og ég sló bara til. En ég skal líka viðurkenna að í fyrstu kitlaði ákvörðunin sjálfselskuna, mér fannst eitthvað svo yndislega skemmtilegt að geta sagst vera á Íslandi að leika í leikhúsi. Hins vegar, þegar öllu er á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.