Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 68
ATVINNA 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR28 Dagforeldrar vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf og bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri velferð barna í þeirra umsjón. Þeir eru sjálfstæðir atvinnu- rekendur og starfa samkvæmt starfsleyfi og dvalarsamningum sem gerðir eru við foreldra eða forráðamenn barna. Það er Leikskólasvið Reykja- víkurborgar sem veitir ein- staklingum starfsleyfi til að kallast dagforeldri ásamt því að sinna lögbundnu eftir- liti með starfsemi þeirra, eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðu- neytisins nr. 907/2005. Þeir sem vilja gerast dag- foreldrar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Að hafa náð 20 ára aldri, en dagforeldri sem orðið er 65 ára fær einungis starfsleyfi eitt ár í senn. Hafa lokið grunnnám- skeiði fyrir dagforeldra, en heimilt er að veita undanþágu frá því skil- yrði ef umsækjandi hefur menntun á sviði uppeldis- fræða sem metin er full- nægjandi. Geta framvísað læknis- vottorði, sakavottorði og umsögn síðasta vinnu- veitenda. Hafa leikrými (3 fer- metrar fyrir hvert barn) í húsakynnum sínum og fullnægjandi hvíldar- aðstöðu. Hafa fullnægjandi og hættulausa útivistar- aðstöðu. Dagforeldri er skylt að kaupa slysatryggingu vegna barna. Skylt er að virða lög um tóbaksvarnir og neysla tóbaks og hvers kyns vímugjafa er með öllu óheimil á heimilinu meðan á dagvistun barna stendur. Allar umsóknir um dag- gæslu í heimahúsum eru lagðar fyrir Barnavernd Reykjavíkur. Fyrsta starfs- ár telst reynslutími og má dagforeldri ekki gæta fleiri en fjögurra barna sam tímis á þeim tíma, að meðtöldum eigin börnum undir sex ára aldri. Eftir eins árs sam- felldan starfstíma er Leik- skólasviði Reykjavíkur- borgar heimilt að veita leyfi fyrir einu barni til viðbótar, enda hafi dagforeldri sýnt fram á hæfni til starfsins og veitt börnum góðan aðbún- að í hvívetna. Heimild: Bæklingur Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar um daggæslu í heimahúsum. Hvernig verður maður dagforeldri? Dagforeldrar eru fyrstu umönnunaraðilar barna á lífsleiðinni og taka við daglegu uppeldi þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Persónuverndarsjónar- mið og krafa um góða fagmennsku eru grund- vallaratriði. Í ljósi umræðu síðustu vikna um útboð á störf- um læknaritara er vert að skoða hvað felst í starfi læknaritarans og hvaða menntun liggur þar að baki. Læknaritun er kennd í heilbrigðisskóla Fjöl- brautaskólans við Ár- múla og veitir námið lög- vernduð réttindi til starfs- heitisins. Til að hefja nám á læknaritarabraut er krafist stúdentsprófs eða sambærilegrar menntun- ar og starfsreynslu. Góð kunn- átta í ís- lensku og tveimur öðrum tungumál- um er nauðsynleg. Tölvu- læsi er algert skilyrði. Markmið náms er að nemendur öðlist þekk- ingu og færni til að starfa af fagmennsku, að auka hlutfall menntaðra lækna- ritara í starfi og að stuðla að símenntun starfandi læknaritara. Læknaritarar starfa víða innan heilbrigðis kerfisins, svo sem á sjúkrahús- um, heilsugæslustöðvum, læknastofum og stofnun- um hins opinbera er fara með stjórnunarmál á heil- brigðissviði. Nám í lækna- ritun er 81 eining og tekur að meðaltali tvö ár. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Læknaritarar vinna eingöngu fyrir lækna og er hlutverk þeirra að skrifa sjúkraskýrslur, að- gerðalýsingar og dag nótur, svo eitt- hvað sé talið upp. Á heimasíðu www.fa.is undir heilbrigðisskól- inn má fá ítar- legri upplýs- ingar um lækna- ritaranámið. - kka Hvað er læknaritun? 0 LANDSMÓT HESTAMANNA EHF. – FORVAL VEITINGASÖLU Landsmót hestamanna ehf. (LM2008) óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hellu dagana 30. júní – 6. júlí 2008. Einungis koma til greina aðilar sem hafa reynslu af veitingarekstri. Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar um LM2008 og eyðublað í forvali veitinga á heimasíðu Landsmóts, www.landsmot.is undir hnappnum „veitingarekstur – forval“ . Á LM 2008 verður lögð áhersla á fjölbreytni, ferskleika, gæði, snyrtimennsku og þjónustuhraða. Ætlunin er að skipta veitingaaðstöðu upp í nokkrar „stöðvar“ þar sem boðið er uppá eftirfarandi vörufl okka: • Heimilismatur (réttur dagsins) • A la Carté borðhald (dæmi: steikur, fi skréttir, grillmatur) • Gourmet-horn (dæmi: smurt brauð, samlokubar, grænmetisréttir, ferskir ávaxtasafar, booztdrykkir, salatbar, jógúrt, skyr) • Skyndibitafæði (dæmi: hamborgarar, pizzur, kjúklingabitar, pylsur, franskar) • Austurlenskur matur • Kaffi húsarekstur (kaffi og kökur/netkaffi ) Veitingaaðilum er frjálst að taka þátt í forvali með einn, fl eiri eða alla vörufl okka sem taldir eru upp hér að neðan. Landsmót hestamanna ehf. áskilur sér rétt til bjóða hvaða aðila sem er að taka þátt í tilboðsgerð að forvali loknu eða hafna öllum. Eyðublaði vegna forvals veitingasölu á LM2008skila fyrir 20. febrúar nk. Sjá nánar: www.landsmot.is Við erum að stækka … vertu með! ALP bílaleiga óskar eftir hressu starfsfólki Starfsmaður í þjónustuveri Starf í þjónustuveri felur í sér kynningu og sölu á þjónustu fyrirtækisins ásamt öflun og viðhaldi viðskiptasambanda. Við leitum að jákvæðum, skipulögðum og þjónustulunduðum einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna í ört vaxandi fyrirtæki. Hæfniskröfur Lipurð í mannlegum samskiptum Þjónustulund og nákvæmni í vinnubrögðum Jákvæðni Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði Góð tölvukunnátta Þýsku- og/eða frönskukunnátta er kostur Starfsmaður í afgreiðslu. Okkur vantar öflugan starfskraft í afgreiðslur Avis og Budget í Keflavík og Reykjavík. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi. Hæfniskröfur Bílpróf Tungumála- og tölvukunnátta Rík þjónustulund og hreint sakavottorð Áhugi á ferðamennsku og bílum Stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum Sumarstörf: Okkur vantar öflugt afgreiðslufólk í vaktavinnu í sumar. Við leitum að afgreiðslufólki í Keflavík og Reykjavík. Umsóknir skulu sendar á atvinna@alp.is fyrir 20. febrúar og sumarstarf fyrir 1. mars. P IP A R • S ÍA • 72122 Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 591 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.