Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 93
SUNNUDAGUR 10. febrúar 2008 21 ER ÞESSI EINI AF HVERJUM NÍU SKYLDUR ÞÉR? Rauði krossinn, í samstarfi við N1, gefur öllum leik-, grunn-, framhalds- og háskól- um landsins skyndihjálpar- veggspjaldið Getur þú hjálp- að, þegar á reynir? Þetta er gert í tilefni af 112- deginum sem haldinn verð- ur á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land mánudaginn 11. febrúar. Fjölmargar deildir félagsins um land allt heim- sækja skólana í sinni heima- byggð af þessu tilefni, af- henda veggspjöldin og vekja sérstaka athygli á mikilvægi þess að allir kunni skyndi- hjálp, jafnt starfsfólk sem nemendur. Á veggspjaldinu eru upp- lýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetning- in er bæði einföld og skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferð- ir skyndihjálpar. Veggspjald- ið var fyrst gefið skólum árið 2005 en hefur nú verið upp- fært samkvæmt nýjum al- þjóðlegum leiðbeiningum um skyndihjálp og endurlífgun. Hjá íslenskum börnum á aldrinum fimm til fjórtán ára eru slys í skólum nokkuð al- geng og er áætlaður fjöldi slysa um 2.500-3.200 á ári. Skyndihjálparkunnátta þeirra sem gæta barnanna í skólunum getur því augljós- lega reynst dýrmæt í neyð. Mörg dæmi eru um að jafn- vel börn hafi bjargað manns- lífum með því að þekkja til grunnþátta í skyndihjálp og oftar en ekki hafa þau lært skyndihjálp í grunn- eða framhaldsskóla. Rauði krossinn hefur í áratugi unnið að útbreiðslu skyndihjálpar með því að halda námskeið fyrir ýmsa hópa, þar á meðal starfs- menn leik- og grunnskóla, og bjóða upp á vandað fræðslu- efni í skyndihjálp í samræmi við nýjustu kröfur. N1 hefur styrkt skyndihjálparverk- efni Rauða krossins síðastlið- in þrjú ár. Allir skólar landsins fá nýtt skyndihjálparveggspjald HJÁLPARSPJALD TIL ALLRA Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri í skyndihjálp hjá Rauða krossi Íslands, afhenti Guðrúnu Ingimundardóttur, skólastjóra Breiðagerðisskóla, og nemendum veggspjald. Segja má að framtíð leikkonunnar Estherar Talíu Casey hafi verið ráðin þegar foreldrarnir völdu á hana nöfn, þar sem nöfnin Esther og Talía hafa táknræna merkingu í leikhúsi og listum. „Ég var skírð Esther í höfuðið á írskri ömmu minni. Ég man reyndar ekki eftir henni en á að hafa hana hitt sem kornabarn,“ segir Esther sem er írsk í aðra ættina þótt suðrænt útlitið, það er stór, brún augun og hrafnsvartir lokkarnir, gefi ef til vill annað til kynna. „Mamma og pabbi, sem voru al- gjörir hippar, fengu hugmyndina að nafninu Talía þegar þau fóru í bíó og sáu þar kvikmynd með leikkonu með sama nafni. Þau voru svo óskaplega hrifin af myndinni og leikkonunni að þau ákváðu að skíra mig eftir henni,“ segir Esther, sem man ekki eftirnafn umræddrar leikkonu en þvertekur þó fyrir að þau hafi uppveðrast við að horfa á leikkonuna Taliu Shire í mynd- inni Rocky. „Svo er Talía eða Thalia nafn leiklistargyðjunnar í grískri goða- fræði, ef ég man rétt,“ bætir hún við. Málin taka að vandast þegar í ljós kemur að Esther eða Estrella merkir jafnframt stjarna en fyrir vikið seg- ist Esther stundum líða eins og hún þurfi að uppfylla miklar kröfur. Stjarna Estherar á þó eflaust eftir að skína skært í næstu viku en þá tekur hún þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á íslenska leikritinu Sólar ferð og verður einstaklega spennandi að sjá hvernig henni tekst til í hlutverki tálkven- disins Rutar sem vefur karlmönnum um fingur sér. NAFNIÐ MITT: ESTHER TALÍA CASEY Heiti eftir frægri leikkonu ESTHER TALÍA CASEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.