Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 106
34 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR N1-deild karla í handbolta Akureyri-Fram 29-30 Mörk Akureyrar: Ásbjörn Friðriksson 11/3 (18/2), Magnús Stefánsson 7 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (9), Einar Logi Friðjónsson 3 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (2), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (1), Nikolaj Jankovic 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 0 (2), Goran Gusic 0 (2). Varin skot: Arnar Sveinbjörnsson 8 (22) 36%, Sveinbjörn Pétursson 3/1 (19) 16%. Hraðaupphlaup: 2 (Magnús, Hörður) Fiskuð víti: 5 (Hörður 3, Goran, Einar Logi) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Fram: Halldór Jóhann Sigfússon 6/1 (8), Stefán Stefánsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (6), Andri Berg Haraldsson 4 (7/1), Einar Ingi Hrafnsson 3 (3), Haraldur Þorvarðarson 3 (5), Rúnar Kárason 3 (8), Hjörtur Hinriksson 1 (2). Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1 (26) 42%, Björgvin Páll Gústafsson 3/1 (16) 19%. Hraðaupphlaup: 4 (Stefán 3, Rúnar) Fiskuð víti: 3 (Stefán 2, Einar Ingi,) Utan vallar: 10 mínútur Rautt spjald: Hjörtur Hinriksson (37.) Afturelding – HK 23-27 (9-10) Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 8/5 (11/5), Daníel Jónsson 4 (9/1), Einar Örn Guðmundsson 3 (6/1), Haukur Sigurvinsson 3 (8), Magnús Einarsson 2 (5), Ásgeir Jónsson 1 (1), Þrándur Gíslason 1 (2), Attila Valaczkai 1 (5), Reynir Árnason (1), Jón Andri Helgason (1), Hrafn Ingvarsson (4) Varin skot: Oliver Kiss 14 (41/3 34,1%) Hraðaupphlaup: 11 (Einar 3, Hilmar 2, Daníel 2, Þrándur, Magnús, Haukur, Ásgeir) Fiskuð víti: 7 (Hilmar 3, Daníel, Reynir, Magnús, Einar). Utan vallar: 10 mínútur Mörk HK: Ragnar Hjaltested 8/3 (10/3), Sergei Petraytis 5 (5), Tomas Eitutis 4 (7), Augustas Strazdas 3 (6), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Árni Björn Þórarinsson 2 (2), Sigurgeir Árni Ægis son 2 (6), Brynjar Valsteinsson (1), Hákon Bridde (2), Gunnar Steinn Jónsson (3) Varin skot: Egidijus Petckevicius 23/2 (38/5 60,5%), Björn Ingi Friðþjófsson 1 (9/2 11,1%) Hraðaupphlaup: 4 (Ragnar, Strazdas, Ólafur) Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Petraytis) Utan vallar: 6 mínútur STAÐAN Haukar 15 10 3 2 426-375 23 Fram 16 11 4 4 454-421 23 Stjarnan 16 10 4 5 470-425 21 Valur 16 9 3 4 438-397 21 HK 16 9 1 6 441-405 19 Akureyri 16 4 2 10 432-443 10 Afturelding 16 2 3 11 392-422 7 ÍBV 15 10 4 14 371-536 2 N1-deild kvenna í handbolta FH-Haukar 21-32 Grótta-Akureyri 35-18 STAÐAN Fram 16 13 3 0 407-311 29 Stjarnan 16 12 1 3 427-326 25 Valur 16 12 0 4 433-336 24 Grótta 16 10 1 5 444-364 21 Haukar 16 8 2 6 436-391 18 Fylkir 15 5 0 10 314-368 10 HK 15 3 2 10 373-418 8 FH 16 3 1 12 340-464 7 Akureyri 16 0 0 16 285-481 0 Iceland Express d. kvenna KR-Haukar 89-75 Stig KR: Monique Martin 45 (13 frák., 4 varin), Sigrún Ámundadóttir 13, Guðrún Ámundadóttir 10, Lilja Oddsdóttir 5, Hildur Sigurðardóttir 4 (14 frák.m 10 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Rakel Viggósdóttir 4, Þorbjörg Friðriksdóttir 2, Ingibjörg Skúladóttir 2. Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 19 (5 stolnir), Unnur Tara Jónsdóttir 18 (8 frák.,m 6 stolnir), Kiera Hardy 14, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9, Telma Björk Fjalarsdóttir 5, María Lind Siguðar dóttir 4, Bryndís Hreinsdóttir 2, Helena Hólm 2, Bára Fanney Hálfdanardóttir 2. Fjölnir-Keflavík 59-69 (21-37) Stig Fjölnis: Slavica Dimovska 25, Eva María Emilsdóttir 12, Efemía Sigurbjörnsdóttir 7, Gréta María Grétarsdóttir 4 (11 fráköst, 5 stoðs.), Birna Eiríksdóttir 4, Erla Sif Kristinsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2, Edda Gunnarsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 17, Halldóra Andrésdóttir 9, Susanne Biemer 9, Kesha Watson 8 (13 mín.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8, Birna Valgarðsdóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 7, Hrönn Þorgrímsdóttir 2, Rannveig Randvers dóttir 2. Hamar-Grindavík 79-82 (40-43) Stig Hamars: LaKiste Barkus 28, Iva Milevoj 15 (5 stoðs.), Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12, Hafrún Hálfdánardóttir 12 (7 frák.), Fanney Lind Guð mundsdóttir 10 (11 frák.), Íris Ásgeirsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 25 (11 frák.), Joanna Skiba 17 (6 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 12, Íris Sverrisdóttir 9, Helga Hallgrímsdóttir 7, Ólöf Helga Pálsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 2. STAÐAN Keflavík 19 15 4 1705-1415 30 KR 19 14 5 1542-1389 28 Grindavík 19 14 5 1556-1433 28 Haukar 19 11 8 1505-1514 22 Valur 18 8 10 1273-1360 16 Hamar 19 3 16 1282-1451 6 Fjölnir 19 1 18 1214-1515 2 ÚRSLITIN Í GÆR WEST HAM DERBY W W W. I C E L A N DA I R . I S 18.–20. APRÍL Verð á mann í tvíbýli frá 53.200KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Portsmouth, Newcastle og Aston Villa. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir HANDBOLTI Framarar eru komnir upp að hlið Hauka í toppsæti DHL- deildar karla eftir 30-29 útisigur á Akureyri í gær og HK-ingar, sem eru í fimmta sæti, eru aðeins fjór- um stigum á eftir toppliðunum eftir 23-27 sigur á Aftureldingu að Varmá. Framarar gerðu góða ferð norður á Akureyri í gær þar sem þeir lögðu baráttuglaða heima- menn með einu marki. Leikurinn var æsispennandi undir lokin en gríðarleg barátta einkenndi síðari hálfleikinn. Akureyringum tókst loksins að jafna metin í 27-27 þegar sex mín- útur voru til leiksloka og æsi- spennandi upphafsmínútur gengu í garð. Framarar skoruðu tvö mörk og Akureyringar freistuðu þess að jafna með því að taka markmann- inn út af og spila með aukamann í vesti inn á síðustu tvær mínúturn- ar, þegar liðið var í sókn. Það var nálægt því að ganga upp en Framarar fögnuðu þó naumum eins marka sigri þar sem Akur- eyringar skoruðu síðasta markið þegar lokaflautan gall. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði Akur- eyringa og skoraði ellefu mörk. Heimamaðurinn Halldór Jóhann Sigfússon skoraði sex mörk gegn sínum gömlu félögum fyrir Fram. „Það er mjög gaman að koma aftur. KA-heimilið verður eigin- lega alltaf minn heimavöllur enda er ég alinn upp í húsinu. Mér á alltaf eftir að líða vel hérna,“ sagði Halldór, sem fann svo sannarlega gömlu fjölina sína á gamla heima- vellinum. „Þetta var hörkuleikur og það er gaman að prófa að vera á hinum endanum og heyra í áhorf- endum styðja við bakið á sínum mönnum, við komumst langt á því í gamla daga,“ sagði Halldór. Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar, var svekktur með hið nauma tap. „Þetta var háspennuleikur, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Það var ekki boðið upp á neinn hágæða handbolta en baráttan var svo sannarlega til staðar. Við vorum sorglega nálægt því að fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Sævar, sem hrósaði Ásbirni fyrir góðan leik. „Við eigum eftir að laga nokk- ur smáatriði fyrir þriðjudaginn, við ætlum okkur sigur þar,“ sagði Sævar en liðin mætast í bikar- keppninni í vikunni. Fyrsti sigur HK í fimm leikjum HK vann öruggan sigur á Aftur- eldingu, 23-27, í Mosfellsbæ í N1- deildinni í handbolta í gær en er sem fyrr í fimmta sæti, nú með 19 stig, tveimur stigum á eftir Stjörn- unni og Val. Afturelding er enn í fallsæti með sjö stig, þremur stig- um frá öruggu sæti í deildinni. HK hóf leikinn af krafti og virt- ust heimamenn áhugalausir í upp- hafi leiks. HK skoraði tvö fyrstu mörkin en með frábærum varnar- leik komst Afturelding inn í leik- inn og hóf að leika af mun meiri krafti og náði að komast yfir þegar tíu mínútur voru til leikhlés, 7-6. HK náði aftur frumkvæðinu í leiknum og komst í 7-9 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Aftur- elding náði að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé, 9-10. Allt annað var að sjá til HK í síð- ari hálfleik og tók það liðið aðeins fyrsta korterið að skora jafn mörg mörk og liðið gerði í öllum fyrri hálfleiknum. HK sigldi fram úr hægt og rólega og náði liðið mest tíu marka forystu þegar átta mín- útur voru eftir, 15-25 og úrslitin voru ráðin. HK lék frábæra vörn fyrir utan endasprettinn og Egidijus Petckevicius átti stórkostlegan leik í markinu. Afturelding náði sér aftur á móti aldrei á strik og þarf að leika mun betur til að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Hjaltested átti að venju góðan leik fyrir HK og lét mikið að sér kveða í markaskorun. Ragnar var ánægður með varnarleikinn og stígandann í sóknarleiknum í síð- ari hálfleik þar til liðið slakaði á í lokin. „Nú er að halda áfram. Loks- ins sigur eftir fjögur töp í röð. Vörnin hélt en við þurfum að gera eitthvað í sóknarleiknum til að halda í við efstu liðin. Við lékum hálfgerðan göngubolta framan af í dag. Við þurfum að keyra þetta upp og fá þessi ódýru mörk sem vantaði í dag. Við skoruðum fjögur mörk úr hraðaupphlaupum sem er engan vegin nógu gott,“ sagði Ragnar í leikslok. - hþh, - gmi HK og Fram unnu bæði á útivelli Fram vann eins marks sigur í miklum baráttuleik á Akureyri en HK sótti tvö stig í Mosfellsbæ. Með sigrin- um komust Framarar upp að hlið Hauka á toppnum en HK er í fimmta sæti aðeins fjórum stigum á eftir. ENN MEÐ Ragnar Hjaltested og félagar í HK unnu góðan sigur í Mosfellsbæ í gær og eru aðeins fjórum stigum frá toppnum þrátt fyrir að vera í 5. sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSAR Fyrri dagur Meistara- móts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll í gær en keppni verður síðan fram hald- ið á sama stað í dag. Fjölnismaðurinn Sveinn Elías Elíasson sló í gær 36 ára gamalt Íslandsmet Bjarna Stefánssonar í 400 metra hlaupi þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil- inn með því að hlaupa á 48,33 sek- úndum á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöllinni í gær. Met Bjarna var 48,5 sekundur og var það sett í Gautaborg árið 1972. Það var meira um glæsileg afrek á mótinu í gær því Jóhanna Ingadóttir úr ÍR stökk fjórða lengsta stökk sögunnar þegar hún varð Íslandsmeistari í langstökki með því að stökkva 5,99 metra. Silja Úlfarsdóttir úr FH varð sigursælust allra keppenda í gær því hún varð tvöfaldur Íslands- meistari. Silja vann bæði 60 metra hlaup (7,73 sek.) og 400 metra hlaup (55,94 sek.) Í stigakeppni milli félaga um Íslansmeistaratitil félagsliða, leiðir lið FH eftir fyrri dag með 14.233 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 10.879 stig og lið Breiðabliks er í þriðja sæti með 10.421 stig. FH hefur örugga forystu í stiga- keppni karla, en lið ÍR leiðir í stigakeppni kvenna. Meistaramótið hefst aftur í fyrramálið kl. 10.30 með for- keppni í 200 m hlaupi karla og kvenna og langstökki karla. Aðal- hluti mótins hefst svo kl. 13.00 og er síðasta keppnisgreini, 4x400 m boðhlaup karla á dagskrá kl. 15:45. - óój Góður árangur náðist á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í gær: Sveinn Elías bætti 36 ára Íslandsmet FLJÓTUR Sveinn Elías Elíasson setti Íslandsmet í í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KÖRFUBOLTI KR-ingar koma örugg- lega til með að sakna Monique Martin, sem lék sinn síðasta leik með liðinu í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í gær. Martin þarf að taka sér mánað- arfrí vegna meiðsla á sin í fæti og KR-ingar urðu því að láta hana fara þar sem fram undan er úrslitakeppnin og barátta um um bæði deildar- og Íslandsmeistara- titilinn. Martin sýndi í öruggum fjórtán stiga sigri, 89-75, á Íslands- meisturum Hauka að það verður erfitt fyrir annan leikmann að feta í fótspor hennar en hún var með 45 stig, 13 fráköst og 4 varin skot í leiknum þar sem hún hitti úr 68 prósentum skota sinna. Haukar voru ákveðnari í byrjun en 29 stig frá Martin í fyrri hálf- leik skiluðu KR fjögurra stiga for- skoti í hálfleik, 44-40, og KR-liðið tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhluta. Hildur Sigurðardóttir lék mjög vel þótt hún hafi aðeins skorað 4 stig en hún var með 14 stig, 10 stoðsendingar og stjórnaði leik liðsins með glæsibrag. Systurnar Guðrún og Sigrún Ámundadætur voru einnig erfiðar sínum gömlu félögum í Haukum og skoruðu saman 23 stig. Kristrún Sigurjónsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir voru í farar- broddi í liði Hauka sem mátti ekki við því að Kiera Hardy var aldrei með í þessum leik og klikkaði meðal annars á 20 af 25 skotum sínum. Keflavík og Grindavík unnu bæði á útivelli og er Keflavík því áfram með tveggja stiga forskot á KR (2. sæti) og Grindavík. Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni þótt aðeins munaði tíu stig- um í lokin en Grindavík lenti hins vegar í miklum vandræðum í Hveragerði. Hamar komst í 23-12 en Grindavík var komið yfir fyrir hálfleik og hafði síðan betur 79-82 eftir spennuþrunginn seinni hálf- leik. - óój Toppliðin unnu öll sína leiki í Iceland Express-deild kvenna í körfu í gær en Grindavík lenti í vandræðum: Monique kvaddi KR-liðið með stórleik 45 STIG Í SÍÐASTA LEIKNUM Monique Martin þarf að taka sér hvíld vegna meiðsla og verður sárt saknað hjá KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.