Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 112
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 10. febrúar, 41. dagur ársins. 9.41 13.42 17.43 9.36 13.27 17.18 Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Vorferðir Express ferða Sælkeraferð til Barcelona með Gestgjafanum 28.–31. mars Fararstjóri: Halldór Stefánsson Sérlegur matgæðingur ferðarinnar er Kjartan Ólafsson Verð á mann í tvíbýli 59.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hesperia–hótelinu með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk leiðsögn. Berlín og Varsjá 20.–28. maí Fararstjóri: Óttar Guðmundsson Verð á mann í tvíbýli 98.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hótelum með morgunverði, akstur milli Berlínar og Varsjár og íslensk fararstjórn. Vorferð til Heidelberg 22.–27. maí Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Verð á mann í tvíbýli 79.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði, heilsdagsskoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. F í t o n / S Í A Fimm hundruð pör sækjast nú eftir því að fá að vera með í íslenskum sjónvarpsþætti, þar sem verkefnið er að innrétta hús innan ákveðins tímafrests. Áhorfendum er svo ætlað að fylgjast með fram- vindu verksins. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina, enda höfum við fjölskyldan verið að endurbæta húsnæði undanfarna mánuði. Smá- vægilegar framkvæmdir urðu fljót- lega að því að búið var að rífa veggi, grafa niður í mold og kynnast því að aspir sprengja skólplagnir. Allir sem hafa verið í byggingafram- kvæmdum átta sig á því að pörin í sjónvarpsþættinum Hæðinni eru að ganga út í opinn dauðann. BYRJENDUR í bransanum halda kannski að þeir séu heppnir sem fá að innrétta hús frá grunni. Þetta er hugmyndafræði þess sem ekkert veit. Sennilega er hér að fæðast fyrsti raunveruleikaþátturinn sem með réttu mætti flokka sem hryll- ingsefni, þó að það sé í sjálfu sér ekki nýtt að raunveruleikaþættir séu pínlegir á að horfa. Í hryllings- myndum er það þekkt stef að ólán- söm fjölskylda búi í húsi sem að endingu tekur völdin af örvæntingar- fullum íbúunum. ÆTLI það sama verði ekki raunin þegar pörin fara að glíma við þá þrekraun að innrétta hús í beinni útsendingu. Þeirra áþján verður ekki sú að æsileg atburðarás reki þau út á ystu nöf, mun líklegra er að hægagangur í framkvæmdum hafi af þeim nætursvefninn og að allur tími fari í að smíða hernaðar- áætlun til að fá þokukennd loforð efnd. Heiti þáttarins minnir meira að segja óþyrmilega á íslensku hryllingsmyndina Húsið sem enn kallar fram martraðir hjá öllum Íslendingum eldri en 30 ára. HÆÐIN og Húsið tengjast sömu- leiðis þannig að nú er hægt að kaupa hæð fyrir sömu upphæð og áður mátti kaupa heilt hús fyrir. Rammíslensk lánakjörin sjá svo til þess að lánið hækkar hér um bil um sömu upphæð og greidd er til baka. Þess vegna er erfitt að sjá Hæðina fyrir sér sem skemmtiefni. Það er hins vegar þekkt að langanir manna og tískan taka mið af efnahags- ástandinu, í góðæri er tíska hóf- stillt en í kreppunni verður hún íburðarmikil og glysgjörn. Í því ljósi verður Hæðin öllu skilj- anlegri. Nú þegar fasteignamark- aðurinn er að hruni kominn og fólki er ráðið frá því að skuldsetja sig, verður til sjónvarpsþáttur þar sem íslensk pör keppa í byggingafram- kvæmdum. Ætli næsta þáttaröð fjalli um skilnaðina? Hryllingurinn á hæðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.