Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500011. febrúar 2008 — 41. tölublað — 8. árgangur FASTEIGNIR Tilboð á íbúðum á Torrevieja-svæðinu Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Baðherbergið er án efa eitt dýrasta herbergi hússins. Þó svo að það sé yfirleitt minnsta herbergið í húsinu er það jafnframt rakasta herbergið og inniheldur mest af lögnum sem geta verið til vandræða. Frú Sigríður Kjartansdóttir á vanalega ekki í ástarsambandi við húsgögn, en er hjartfólginn dömuskápur og kuðungur austan af fjörðum.„Almennt bind ég ekki taugar né tilfinningar við v aldlega hluti, en ann því mjöfeðru þegar mér hlotnaðist heimasætusvítan á unglingsár- unum bauðst mér þessi dýrgripur. Hann var þá í upp- runalegu horfi; handmálaður hvítbláum skýjum slaufum og gyllingu, en orðinn lúinn og k ára sinna Ég stífl k Dömuskápur með sál Sigríður Kjartansdóttir og virðulegur heimilis-hundurinn Brúnó við dömuskápinn fagra, en kommóðan sem einnig sést á myndinni er sömu-leiðis úr búi Sigfúsar Sveinssonar útgerðar-manns í Sigfúsarhúsi í Neskaupstað, frá því um aldamótin 1900. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Brauðdeig er sniðugt að setja í ofninn þegar selja á íbúð og verið er að taka á móti fólki. Það skapar hlýja og heimilislega stemningu og gæti lokkað fólk frekar til að kaupa. Allt í lagi er þó að deigið sé keypt tilbúið. Olíublettir eru ekki skemmtilegir og hið mesta ólán að fá þá í fötin sín, til dæmis eins og hvítlauks-olíuna góðu sem fylgir oft pizzunum okkar. Þegar það gerist er ráð að setja óblandaða lopa-sápu í blautan klút og nudda blettinn. VEÐRIÐ Í DAG MÁNUDAGUR SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR Lítill kuðungur og dömuskápur kærast heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Annað hvort eitthvað nýtt eða að hætta Strandamenn 2007 TÍMAMÓT 16 fasteignir 11. FEBRÚAR 2008 Tíu raðhús til sölu á Costa Blanca-ströndinni. U m er að ræða tilboð á tíu raðhúsum við Costa Blanca-ströndina á Spáni. Húsin liggja á svo-kölluðu Torrevieja-svæði. Verið er að leggja lokahönd á húsin og munu þau verða afhent fullbúin í lok mars í ár. Íbúðirnar eru 160 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Allar íbúðirnar eru með þremur svefnherbergjum, tveimur snyrtingum og með tvenn-um svölum, þar af einum þaksvölum Viðgarður og tryggðu láni til allt að 30 ára. Nóg væri fyrir kaup- endur að leggja út fyrir kostnaði við kaupin, 15 þús- und evrur. Það er spænski byggingaraðilinn Alfa Noray SL og Bancaja bankinn á Spáni sem standa að þessum húsum. Unnt er að bóka skoðunarferð til Spánar í gegnum þjónustufyrirtækið Costablanca.is og fasteignasöl- una Breytling - Properties S.L. en fyrirtækin munu bjóða áhugasömum kaupendum f íar næt Þaksvalir og sundlaug Tíu 160 fermetra raðhús með þaksvölum og garði eru nú til sölu á sérstöku tilboði. Spánn, Torrevieja Costa Blanca ströndin Verð aðeins 19.700.000 699 6165 899 0800 8200 301 661 7788 892 2982 661 6056 660 6085 895 8518 Verðmetum frítt fyrir þig!Hringdu núna 699 6165 SÓL – HITI – SPÁNN ! Laðar að sér leikara Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson sankar að sér leikurum úr Sopr- anos-þáttunum vinsælu. FÓLK 30 Spáir í spilin Eurovision-geggjarinn Páll Óskar er handviss um að Eurobandið og Mercedes Club muni bítast um sigurinn í Laugardagslögunum. FÓLK 20 FÓLK Fjallað er um íslenska hönnuðinn Unni Friðriksdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Elle Oriental. Tímaritið er gefið út bæði á frönsku og arabísku, en því er meðal annars dreift í Líban- on, Jórdaníu og í Sádi-Arabíu. Fjallað er um handtöskur Unnar á heilsíðu í blaðinu, en þær eru að mestu leyti gerðar úr sjávarleðri, sem unnið er úr íslensku fiskiroði. Handtöskur Unnar eru nú fáanlegar á Íslandi, í Ástralíu og í Bandaríkjunum, þar sem Unnur er búsett. Unnið er að samningum um dreifirétt í Japan og nú einnig í Sádi-Arabíu. - sun / sjá síðu 30 Vekur athygli í arabalöndum: Viðtal við Unni í arabíska Elle HÆGT KÓLNANDI - Í dag verður suðvestan 10-15 m/s allra austast, annars hægari. Rigning austan til fram að hádegi, síðan úrkomulítið. Éljagangur vestan til en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 0-8 stig, mildast við austurströndina. Frystir víðast í kvöld. VEÐUR 4    VIÐSKIPTI „Þetta er svo augljóst. Stórir hluthafar, lífeyrissjóðir og fleiri eiga að láta reyna á hvort hlutafélagalögin eru til skrauts eða eitthvað til að fara eftir,“ segir Vil- hjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Sam- taka fjárfesta, sem ætlar í mál við stjórn Glitnis vegna kaupa á hluta- bréfum af Bjarna Ármannssyni. „Þetta snýst um kaup á 236 millj- ónum hluta í Glitni á genginu 29 þegar markaðsgengi var á milli 26 og 27,“ segir Vilhjálmur, sem telur gengið hafa farið hæst í 27,10 dag- ana í kringum kaupin. Segir hann Glitni hafa keypt af Bjarna á yfir- verði. „Með vísan til 76. greinar hluta- félagalaga dreg ég í efa heimild stjórnar til að kaupa af einstökum hluthafa,“ segir Vilhjálmur en hann telur að um ansi rúma túlkun sé að ræða á heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. Ætlar hann að sækja málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og þá sem hluthafi í Glitni. „Ég er búinn að undirbúa þetta í nokkurn tíma og er nánast tilbúinn með öll gögn í málinu,“ segir hann. „Það sem kemur á óvart er að ég skuli gera þetta en ekki einhverjir aðrir hlut- hafar,“ segir Vilhjálmur og vísar þar til stærri hluthafa í Glitni. Um áhrif málarekstursins segir Vilhjálmur alla dóma hafa for- dæmis gildi. - ovd Segir stjórn bankans hafa keypt hlutabréf af Bjarna Ármannssyni á yfirverði: Ætlar í mál við stjórn Glitnis ERFÐADEILUR Lögmaður barn- ungrar dóttur Bobby Fischer heitins á Filippseyjum segir að leitað verði sáttar utan dómstóla við japanska ekkju hans um tilkall stúlkunnar til arfs eftir föður sinn. Frá þessu er greint í filippseyska dagblaðinu The Philippine Star í gær. Sagt er frá því að lögmenn stúlkunnar, sem heitir Jinky Young, hafi tjáð tímaritinu The Chess Plaza Weekender að þeir hafi nú þegar tekið saman ýmis sönnunargögn fyrir erfðatilkalli hennar. Gert er ráð fyrir að þar á meðal sé DNA-sýni. Jinky og móðir hennar Marilyn eru sagðar hafa heimsótt Fischer á Íslandi í september 2005. - aa Erfðir Bobby Fischer: Lögmenn dótt- ur leita sáttar BOBBY FISCHER Skáksnillingurinn lét eftir sig talsvert fé. ALLT Á FLOTI ALLS STAÐAR Sjór flæddi yfir flóðgarða við Ánanaust í gær og umhverfis hringtorgið á mótum Hringbrautar, Ánanausta og Eiðsgranda. Stöðva þurfti umferð vegna vatnselgsins og kalla til stórvirkar vinnuvélar til að leysa vandann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fyrsti sigur City frá 1974 Manchester City vann báða leikina gegn ná- grönnum sínum í vetur. ÍÞRÓTTIR 26 BORGARMÁL Nær útilokað er talið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segi af sér, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Líkleg niðurstaða er að hann sitji áfram sem borgar- fulltrúi en borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins finni sér annað borgarstjóraefni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa ekki fundað síðan Vilhjálmur kom fram í Kastljósi á fimmtu- daginn. Þeir hafa hins vegar rætt mikið saman í síma og hefur Geir H. Haarde, formaður flokksins, átt samtöl við Vilhjálm um stöðu mála. Vilhjálmur hefur enn frem- ur ráðfært sig við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Heimildir blaðsins herma að Vilhjálmur muni ekki taka neina ákvörðun varðandi sín mál strax. Forystumenn í flokknum hafi ráð- lagt honum að taka ekki ákvörðun fyrr en orrahríðin vegna REI- málsins sé gengin yfir, þar sem almenningsálitið breytist hratt. Enn fremur þoli borgarstjórnar- flokkurinn ekki átök um næsta borgarstjóraefni undir núverandi kringumstæðum. Hugsanlegt er að Vilhjálmur taki ekki ákvörðun fyrr en eftir nokkrar vikur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins funda í Ráðhúsinu í dag. Sá fundur var löngu ákveðinn og þó að mál Vilhjálms sé ekki form- lega á dagskrá er ljóst að það verð- ur rætt. Líklegt er að Vilhjálmur tjái sig eftir fundinn. Fréttablaðið hefur ekki náð í Vilhjálm síðan á fimmtudaginn. - shá / - th Vilhjálmur verður áfram í borgarstjórn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ráðfært sig við Davíð Oddsson um pólitíska framtíð sína. Honum er ráðlagt að sitja af sér mestu orrahríðina vegna REI- málsins. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Ráðhúsinu í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.