Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 2
2 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Fiskfars Nóatún mælir með 498 kr.kg Mánudagstilboð VEÐUR „Ég finn það að fólk er farið að þreytast,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafull- trúi Landsbjargar, en sjálfboðaliðar í björgunar- sveitum hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna tíðra illviðra sem riðið hafa yfir landið. „Þetta er einn annasamasti tími sem ég man eftir,“ segir Ólöf. Yfir 400 björgunar- og hjálparsveitarmenn tókust á við ofsaveðrið sem gekk yfir landið í fyrrakvöld. Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs Landsbjargar, hefur verið björgunarsveitar maður síðan árið 1980 og hefur upplifað ýmislegt. „Það þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna eitthvað sambærilegt. Þetta er búið að vera ansi mikið álag undanfarna tvo mánuði,“ segir hann. Starfið bitni á atvinnu og einkalífi. „Það gleymist oft hversu dyggilega vinnuveitendur björgunar- sveitarmanna hafa staðið við bakið á okkar fólki.“ Húsasmiðurinn Snorri Halldórsson hefur sinnt sjálfboðastarfi í björgunarsveit í á sautjánda ár, og hefur staðið í ströngu á þeim vettvangi síðustu vikur. Hann játar að menn séu orðnir lúnir. „Þetta hefur tekið sinn skerf, bæði hjá fjölskyldufólki og krökkum í skólum. Auðvitað verða menn þreyttir, en þetta er bara það sem við bjóðum okkur fram í. Þetta er hluti af okkar lífi og ef maður ætlar að gera þetta á annað borð þarf að gera þetta af fullum hug.“ - sh / sjá síðu 6 Mikið hefur mætt á björgunar- og hjálparsveitarmönnum: Orðnir lúnir eftir tíð illviðri LÖGREGLUMÁL Kalla þurfti út lækni frá Kópaskeri í fyrrinótt til að hlúa að manni sem hafði slasað sig í slagsmálum við annan á fjörugu þorrablóti á Raufarhöfn. Hann var skorinn á hendi eftir að hafa slegið í gegnum rúðu og hafði auk þess ökklabrotnað í átökunum. Þá þurftu lögreglumenn í bænum að stöðva slagsmál í heimahúsi í morgunsárið. Þar var maður sleginn í andlitið með glerflösku og hlaut við það skurð á augabrún og missti tönn. Sá sem beitti fyrir sig flöskunni fór eftir það út úr húsinu og vann skemmdir á bíl fyrir utan. Hann var handtekinn. - sh Slagsmál á Raufarhöfn: Of mikið fjör á þorrablótinu ÓLÖF SNÆHÓLM BALDURSDÓTTIR Ólöf, sem er upplýsingafull- trúi Landsbjargar, segir illviðratíð undanfarinna vikna farna að segja til sín hjá sjálfboðaliðum sem staðið hafi í ströngu. FÓLK Kristófer Ögmundsson, ell- efu ára Hornfirðingur, fann á dögunum flöskuskeyti á svököll- uðum Austurfjörum. Skeytið reyndist vera frá vélstjóra á kan- adísku strandgæsluskipi sem kastaði því í sjóinn undan strönd- um Kanada fyrir átta mánuðum. Kristófer, eða Kristó eins og hann er kallaður, segist hafa verið á leiðinni til baka eftir fjöruferð. „Ég var búinn að finna helling af einhverju dóti og þegar við löbb- uðum til baka að bílnum okkar þá sá ég flöskuskeytið. Það var frá kalli sem heitir Alfreð og á heima rétt hjá St. John‘s sem er höfuð- borgin í Nýfundnalandi.“ Um var að ræða vandlega lok- aða flösku og í henni var plast- poki með bréfi og nokkrum kan- adískum smápeningum. Kom í ljós að flöskuskeytinu hafði verið kastað í sjóinn undan strönd Nýfundnalands í maí síðastliðn- um af Alfred nokkrum White, 2. vélstjóra á kanadíska strand- gæsluskipinu Cygnus. Hann biður finnandann að senda sér bréf með tilheyrandi upplýsingum, sem Kristófer gerði um hæl. Kristófer sendi Alfred einnig upplýsinga- disk um Suðausturland, íslenska smápeninga og myndir sem móðir hans málaði. „Hann er búinn að svara mér í tölvupósti. Hann ætlar að ramma myndirnar henn- ar mömmu inn og hengja þær upp á vegg. Honum finnst þær flottar og segir að hún sé góður málari,“ segir Kristófer. Í svarbréfi Alfreds kemur fram að hann er giftur og á tvö upp- komin börn. Þau hjónin búa í Kelligrews, litlum bæ í nágrenni St. John‘s. Hann undrast hversu langt flöskuskeytið hafði rekið á átta mánuðum, sem er ekki að undra. Líklega hefur skeytið rekið vel á annað þúsund sjómílur á leið sinni hingað. Kristófer er mikill áhuga maður um fjöru- og fjallaferðir og ætlar að hafa augun hjá sér ef ske kynni að hann rækist á annað flösku- skeyti. „Ég er að reyna að finna eitthvað dót. Vinur minn fann einu sinni eldgamlan kíki sem mig langaði til að eiga en hann var settur á safn.“ Honum finnst gaman að hafa samband við Alfred White af og til og spyrja frétta. „Við ætlum kannski að spyrja hann hvort hann geti komið á Höfn og þá getum við kannski boðið honum hingað heim til að spjalla.“ svavar@frettabladid.is Fann flöskuskeyti frá Nýfundnalandi Kristófer Ögmundsson, ellefu ára Hornfirðingur, fann flöskuskeyti sem var kastað í sjóinn undan ströndum Nýfundnalands. Skeytið reyndist vera frá vél- stjóra á kanadísku strandgæsluskipi sem Kristófer er kominn í samband við. ALFRED WHITE Sendandi flöskuskeytis- ins er vélstjóri á strandgæsluskipi og áhugamaður um laxveiði eins og sjá má. KRISTÓFER ÖGMUNDSSON Kristófer með flöskuskeytið og hundurinn hans Tara. Austurfjörur eru í baksýn. MYND/ELÍSABET Stakk sér og hálsbrotnaði Tæplega þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann stakk sér til sunds í grynnri enda sundlaugar- innar á Flúðum um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld. Líklegt var talið að hann væri hálsbrotinn. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þaðan á slysadeild til Reykjavíkur. SLYS BORGARMÁL Svandís Svavarsdótt- ir og Dagur B. Eggertsson, oddvitar Vinstri grænna og Samfylkingar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, útiloka samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils í gær. Svandís sagði að gefin hefði verið út yfirlýsing í janúar um samstarf og við hana yrði staðið. Hún sagði jafnframt að engar viðræður hefðu verið á milli Sjálfstæðisflokksins, sem hún telur óstjórntækan, og Vinstri grænna að undanförnu. Dagur segir að minnihlutinn hafi bundist tryggðarböndum um stöðugleika við stjórn borgarinnar; það standi og að ekki sé aðstoðar að vænta frá Samfylkingunni meðan Sjáfs- tæðisflokkurinn „klóri sig út úr“ þeim vanda sem flokkurinn eigi nú í. - shá Dagur og Svandís: Útiloka Sjálf- stæðisflokkinn LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi handtók í fyrrakvöld ölvaðan mann sem hafði fyrr um kvöldið farið í vafasamt ferðalag um uppsveitir Borgarfjarðarsýslu. Eftir að hafa fest jeppa sinn í skafli settist maðurinn, sem er um þrítugt, upp í dráttarvél sem hann fann á nálægum sveitabæ. Ökuferðin endaði úti í skurði, þar sem maðurinn skildi við laskað ökutækið og kom sér til síns heima. Þar handtók lögregla hann skömmu síðar. Auk ölvunar voru ökuréttindi mannsins í ólagi. Maðurinn gat ekki upplýst lögreglu um hvert för hans hefði verið heitið, að sögn varðstjóra. - sh Ölvaður ferðalangur: Stal dráttarvél og ók í skurð Sveinn, var nokkuð hlaupið að þessu? „Já, þetta var skítlétt.“ Frjálsíþróttamaðurinn Sveinn Elías Elíasson bætti um helgina 36 ára gamalt Íslandsmet Bjarna Stefánssonar í 400 metra hlaupi um sautján hundraðshluta úr sekúndu. BRETLAND, AP Tæplega 100 manns voru hífðir um borð í björgunar- þyrlur af olíuborpalli í Norðursjó í gær eftir öryggisviðvörun. En hinni umfangsmiklu björgunar- aðgerð var hætt eftir að í ljós kom að viðvörunin var á misskilningi. Rúmur tugur björgunarþyrla, herflugvélar og sprengjusérfræð- ingar voru send af stað í gærmorg- un til að flytja 539 verkamenn af borpallinum sem er um 170 sjómílur austur af Aberdeen. „Upptökin er víst að rekja til ummæla konu á borpallinum,“ sagði talsmaður flughersins. Þau hefðu gefið tilefni til að ætla að sprengja væri á borpallinum. - aa Umfangsmikil björgunaraðgerð: Sprengjugabb á olíuborpalli SAFE SCANDINAVIA Á borpallinum voru 539 manns. Búið var að ná í 96 þegar aðgerðin var blásin af. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMSTARF Svandís og Dagur útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á kjör- tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Um 700 manns, mestmegnis unglingar, höfðu í gær skráð sig á vefsvæði kallað Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Svæðið var hýst á vefnum myspace.com og mátti þar finna fjölda niðrandi athugasemda um Pólverja búsetta hérlendis. Síðan var stofnuð á föstudag af fjórtán ára Árbæingi. Á síðunni sagði hann að Íslendingar þyrftu að losna við Pólverja áður en það væri um seinan. Hann sagði þá „skemma hluti“ og „þykjast eiga landið“. „Það er mjög slæmt að heyra þetta,“ segir Einar Skúlason, for- stöðumaður Alþjóðahússins. Hann telur fordóma unglinganna þó ekki upprunna hjá þeim sjálfum, held- ur endurómi þeir jafnan það sem þeir heyri frá sér eldra fólki. „Ég hvet foreldra og forráðamenn til að útskýra málið vel fyrir sínum börnum. Það má ekki dæma hóp þótt menn hafi misjafnar skoðanir á einhverjum einstaklingum.“ Einar segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að múgæsingur myndist. Slóð og titli vefsíðunnar hafði verið breytt skömmu eftir að sagt var frá henni í fréttum Stöðvar 2 í gær, og meðal annars vitnað í orð yfirlögregluþjóns sem sagði að lögregla myndi skoða síðuna þar sem ummæli á henni gætu varðað við lög. Athugasemdirnar voru þó enn á sínum stað í gærkvöldi. - sh Um 700 unglingar hafa skráð sig á vefsíðu tileinkaða útlendingahatri: Krakkar í félagi gegn Pólverjum VEFSÍÐAN Titill síðunnar var fyrst „Félag gegn Pólverjum á Íslandi“ en hafði í gærkvöldi breyst í „:)“. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.