Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 8
 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR SPRON Viðbót – allt að vextir* SPRON Veltubót – allt að ársávöxtun* SPRON Vaxtabót – allt að vextir*15,05% 7,95% 14,59% SPRON.IS *Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 1. febrúar 2008. Frábærir Allt að 15,05% vextir A R G U S / 08 -0 05 5 MENNTUN „Þetta er fullkomlega eðlilegt á meðan það eru engir peningar lagðir undir,“ segir Brynjar Guðnason, oddviti Lagn- ingadagaráðs Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð (MH), en pókermót verður haldið á Lagningadögum MH í næstu viku. „Þetta er eins og annað spila- mót, eins og að spila vist,“ segir Brynjar, „að því undanskildu að notaðir eru spilapeningar. Spilið gengur út á að enda með alla spila- peningana en svo eru verðlaun eins og í öðrum mótum.“ Brynjar segir Lagningadaga vera þemadaga í kringum árshátíð nemenda MH þar sem hefðbundin kennsla víkur fyrir alls konar atriðum. Fyrirlestrar og námskeið eru haldin af nemendum, kennur- um og utanaðkomandi aðilum. Sé þetta gert til að lífga upp á skammdegið og hafi Lagningadag- ar verði haldnir frá árinu 1975. „Við vitum af þessu og þetta verður bara til skemmtunar eins og annað,“ segir Sigurborg Matt- hías dóttir, rektor MH, um póker- mótið. „Ég held að það þurfi varla að hafa áhyggjur af spilafíkn þó að verið sé að spila á svona dögum,“ segir Sigurborg, sem telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur þótt spilað sé í kennslu- stofum, „enda starfsmenn á svæð- inu“. - ovd Lagningadagar í Menntaskólanum við Hamrahlíð: Halda pókermót í menntaskóla MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Nemendur halda Lagningadaga 13., 14. og 15. febrúar næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.