Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2008 19 Sigurður Pálsson fjallar um verð- launabókina Minnisbók í húsnæði Alliance française, Tryggvagötu 8, annað kvöld kl. 20.30. Sem kunnugt er aflaði bók þessi Sig- urði nýverið Íslensku bókmennta- verðlaunanna 2007 í flokki fagur- bókmennta. Í bókinni rekur hann minning- ar sínar frá Frakklandi á árunum 1967-1982. Hann kemur til París- ar á miklum óróa- og uppreisnar- tímum, nítján ára nýstúdent og prestssonur að norðan, og hefur nám í frönsku og síðar leikhús- fræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskóla. Heim fer hann fullmótað skáld að námi loknu. Viðburðurinn annað kvöld fer fram á íslensku í formi samtals milli Sigurðar og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar rithöfundar. Hægt verður að kaupa bókina á staðnum og mun höfundurinn árita hana fyrir þá sem þess óska. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Minnisbók til umræðu SIGURÐUR PÁLSSON Handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007. LA TRAVIATA giuseppe verdi sigrún pálmadóttir | jóhann friðgeir valdimarsson | tómas tómasson FRÉTT ÁRSINS! 27. febrúar 28. febrúar 2.mars Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.