Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2008 21 Lindsay Lohan vill ólm fara með hlutverk Lísu í Undralandi í væntanlegri kvikmynd Tim Burton eftir víðfrægri sögu Lewis Carroll. Í myndinni verður bæði notast við leikara og teiknaðar persónur til að skapa Undraland. „Ég vona bara að þau vilji ekki fá óþekkta leikkona, því ég er virkilega spennt fyrir þessu hlutverki,“ segir leikkonan. Burton segist hlakka til áskorunarinnar sem mynd eftir sögunni felur í sér. „Ég hef aldrei séð útgáfu af henni þar sem mér finnst þeir hafa náð að gera öllu skil,“ segir hann. „Það verður áhugavert að reyna að gera þetta þannig að það virki sem kvik- mynd,“ bætir Burton við. „Þessar sögur eru eins og eiturlyf fyrir börn.“ Lindsay vill ólm vera Lísa LINDSAY Í UNDRALANDI Lindsay Lohan vill ólm fara með hlutverk Lísu í Undralandi í væntanlegri kvikmynd Tim Burtons eftir sögu Lewis Carroll. NORDICPHOTOS/GETTY Leikstjórinn Woody Allen hefur varað leikkonuna Scarlett Johans- son við því að fara ekki út af spor- inu í Hollywood. Hann segir að Scarlett sé mjög hæfileikarík og eigi að feta í fótspor Meryl Streep með því að eyða allri sinni orku í leikferilinn. „Hún er virkilega falleg og kynþokkafull og líka hæfi- leikarík. Henni standa allar dyr opnar en hún verður að velja réttu myndirnar og hún má ekki gleyma sér í partí- standi,“ sagði Allen, sem hefur ráðið Johansson í þrjár síðustu myndir sínar. Í þeirri nýjustu, Vicky Cristina Barcelona, fer hún með aðalhlutverkið á móti Penelope Cruz. „Ég vil ekki lesa um hana í blöð- unum með þessum eða hinum kær- astanum eða í meðferð eða að taka einhverjar töflur. Hún hefur ekki alltaf tekið réttu ákvarðanirnar. Hún þarf að taka leiklistina alvar- lega, eins og manneskja á borð við Meryl Streep hefur gert,“ segir Allen, sem hefur greini- lega miklar áhyggjur af sinni uppá- halds- leik- konu. Scarlett þarf að passa sig WOODY ALLEN Scarlett Johansson er í miklu uppáhaldi hjá Woody Allen. SCARLETT JOHANSSON Leikkonan hæfi- leikaríka þarf að halda rétt á spilunum að mati Woody Allen. Skráning hljómsveita í Músíktil- raunir 2008 hefst í dag. Fimmtíu hljómsveitir komast áfram í undankeppnina að þessu sinni og á hverju undanúrslitakvöldi komast tvær sveitir áfram í úrslitin. Undankeppnirnar fara fram dagana 10. til 14. mars í Austur- bæ og úrslitin fara fram í Listasafni Reykjavíkur 15. mars. Verða þau í beinni útsendingu á Rás 2. Ríkisútvarpið mun einnig framleiða sjónvarpsþátt um keppnina sem verður sýndur á vordögum. Skráningunni í Músíktilraunir lýkur 25. febrúar á heimasíðunni musiktilraunir.is. Skráning hefst í dag FOREIGN MONKEYS Hljómsveitin Foreign Monkeys vann Músíktilraunir árið 2006. Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead, segist vera háður tónleikaferðum. Hljómsveitin er á leiðinni í sína fyrstu stóru sumartónleikaferð í fimm ár og Greenwood getur ekki beðið eftir að komast af stað. „Ég hef hugsað stanslaust um nýja tónleikaferð síðan við vorum á þeirri síðustu. Ég er háður þessum ferðum og get ekki beðið,“ sagið hann. „Þetta er eins og að fara í bakpoka- ferðalag með ótrúlegum þægindum. Maður heimsækir nýja borg á hverjum degi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ferðalaginu. Þetta er auðveld leið til að sjá heiminn og maður fær að spila á tónleikum á kvöldin. Þetta er frábær lífsstíll.“ RADIOHEAD Gítarleikari Radio- head segist vera háður tónleika- ferðum. Frábært á ferðalögum TIL BARCELONA * Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur m.v. 2 saman í herbergi á Hótel Albinoni með morgunverði. AUKAKRÓNUTILBOÐ Ógleymanleg helgarferð til einnar vinsælustu borgar Evrópu. – á aðeins 39.995 kr.* fyrir Aukakrónukorthafa Brottfarir eru 15. febrúar, 22. febrúar, 29. febrúar og 7. mars. Kynntu þér málið á www.aukakronur.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 40 99 7 02 /0 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.