Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR BÚRMA, AP Tilkynningu herfor- ingjastjórnarinnar í Búrma (Myanmar) um að hún muni standa fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá nú í maí og lýðræðislegum þingkosn- ingum árið 2010 var ekki vel tekið meðal gagnrýnenda stjórnarinnar heima og heiman. Þeir telja þessar boðuðu aðgerðir vera of lítið og of seint. Stjórnin tilkynnti um kosning- arnar um helgina, en það var í fyrsta sinn sem hún festi dagsetn- ingar á aðgerðir sínar í því sem hún kallar leiðarvísi til lýðræðis. Gagnrýnendur telja þennan leiðarvísi aðeins til þess ætlaðan að tryggja herforningjunum völdin til eilífðarnóns. - aa Stjórnmál í Búrma: Boðun kosn- inga gagnrýnd ÓVÆNTAR FRÉTTIR Lesandi dagblaðs í þjóðlegum klæðum í Rangún. Fréttirnar af áformaðri boðun kosninga komu flestum á óvart. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðis- flokksins, vill ekki upplýsa hvort hann styðji Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson til að verða borgarstjóri eftir þrettán mánuði. Hann vonar að Vilhjálmur taki fljótlega af skarið með hvað hann hyggist fyrir og ætlar að taka afstöðu til ákvörðunar hans þegar hún liggur fyrir. Geir ræddi við blaðamenn um miðjan dag í gær, eftir að Vilhjálmur hafði greint frá því í beinni sjónvarpsútsendingu að hann ætlaði að vera borgarfulltrúi áfram en fara jafnframt yfir stöðu sína. Geir sagði það rétt mat hjá Vilhjálmi að staða hans hefði veikst að undanförnu og taldi skynsam- legt af honum að fara yfir stöðu sína. „Ég er ekki í vafa um að þegar hann kemst að niðurstöðu þá verði það niðurstaða sem verður bæði í þágu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og borgarbúa,“ sagði Geir. Hann kvað þá hafa ræðst við síðustu daga en vildi ekki upplýsa hvað þeim hefði farið á milli. Geir sagði ekkert nýtt hafa komið fram í REI-skýrslunni en að Vilhjálmi hafi orðið á mistök í sjónvarpsþætti. „Það er ljóst að trúverðugleiki hans beið ákveðinn hnekki af því tilefni og hann er að reyna að vinna sig út úr þeim erfiðleikum,“ sagði Geir. - bþs Geir H. Haarde segir skynsamlegt af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að meta stöðu sína: Trúverðugleiki hans hefur minnkað GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra vildi í gær ekki upplýsa hvort hann styðji Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í stól borgarstjóra. með ánægju Hópferðir Hópadeild Iceland Express gerir hópum, 11 manns og fleiri, tilboð í allar gerðir hópferða til áfangastaða flugfélagsins. Kynntu þér kostina í síma 5 500 600 eða á www.icelandexpress.is/hopar STJÓRNMÁL „Það kom aldrei til greina að ég hætti,“ segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Þung undiralda var fyrir og um helgina innan Sjálfstæðisflokksins vegna framgöngu Vilhjálms í REI- málinu og umræðum um það. Síð- ustu þrjá daga ræddi Vilhjálmur á hverjum degi um stöðuna við for- mann flokksins, Geir Haarde for- sætisráðherra. Málið var rætt á fundi borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna á hádegisfundi þeirra í gær í höfuðstöðvum flokksins. „Það liggur fyrir að ég hef stuðn- ing frá mínum félögum. Það var engin tillaga eða ósk um að ég gerði eitthvað annað en að halda áfram, síður en svo,“ segir Vilhjálmur. Aðrir borgarfulltrúar en Vil- hjálmur vildu lítið tjá sig eftir fundinn. Jórunn Frímannsdóttir sagði þó að niðurstaða fundarins væri góð og að um hana ríkti sátt. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson fóru út um kjallaraútgang og óku síðan saman á brott án þess að gefa færi á viðtali. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að hann bjóði sig ekki fram fyrir næsta kjörtímabil. Málefnasamn- ingi borgarstjórnarmeirihlutans, um að hann taki við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri á næsta ári, verði ekki breytt nema í samráði við samstarfsflokkinn. „Samningurinn gengur út á að ég verði borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð en ég mun auðvitað skoða mín mál á næstu mánuðum og misserum. Ég er ekki slíkur egó- isti að ég láti mína persónu ráða einhverjum öðrum hagsmunum séu þeir hærri,“ segir Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms finnst honum skorta á að Samfylkingin sé dregin til ábyrgðar fyrir REI-málið. „Það vill svo til að fulltrúi Samfylking- arinnar í stjórn Orkuveitunnar á þessum tíma, varamaður Dags B. Eggertssonar sem var fjarverandi, Sigrún Elsa Smáradóttir, sam- þykkti allt þetta samrunaferli án nokkurra efnislegra athugasemda,“ segir Vilhjálmur sem kveðst telja Reykvíkinga orðna þreytta á umræðunni um REI. Hann ítrekar að hann hafi beðist afsökunar á því að farið hefði verið of geyst í mál- inu og skort hefði á samráð: „Yfirleitt segja menn af sér ef þeir hafa brotið eitthvað af sér, stolið eða gert einhvern annan óskunda en ég hef ekki farið á svig við lög eða reglur. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir þeirri óánægju sem hefur verið að magnast upp í þessu máli en við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins erum staðráðnir í að leggja okkur fram og læra af því.“ gar@frettabladid.is Afsögn kom aldrei til greina hjá Vilhjálmi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir það aldrei hafa komið til greina að hann hætti sem borgarfulltrúi fyrir lok kjörtímabilsins. Óvíst er hvort Vilhjálmur verður borgarstjóri. Hann segir sína eigin persónu ekki ganga fyrir æðri hagsmunum. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segist njóta stuðnings eigin liðsmanna og ætlar ekki að hætta sem borgarfulltrúi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég er ekki slíkur egóisti að ég láti mína persónu ráða einhverjum öðrum hags- munum séu þeir hærri.“ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BORGARFULLTRÚI „Maður hefur sjaldan séð annan eins vandræðagang,“ segir Svandís Svavars- dóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Þarna sat Vilhjálmur einn þar sem borgarfulltrúarnir höfðu sniglast út bakdyramegin og forystan var ósýnileg. Yfirlýsingin innihélt ekkert annað en viðurkenningu á því að hann bæri ábyrgð en þó að hann ætlaði áfram að meta stöðu sína. Það er alvarlegt mál að Sjálfstæðisflokkurinn skuli leyfa sér að haga sér með þessum hætti. - ovd Svandís Svavarsdóttir: Borgin er enn í uppnámi „Mér finnst þetta býsna raunalegt allt saman,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Málflutningurinn var framhald af þeim ógöngum sem Vilhjálmur hefur ratað í á undanförnum dögum. Þessi flokkur sem var kjölfestan í íslenskum stjórnmálum alla síðustu öld greinilega ræður ekki við að axla ábyrgð og taka á þeirri stöðu sem uppi er í borginni. Á meðan er ekki verið að hugsa um borgarbúa og ákvarðanir og úrlausnar- efni liggja og bíða sem er með miklum ólíkindum. - ovd Dagur B. Eggertsson: Framhald af ógöngunum „Að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli hafa valið neyðarútganginn út úr Valhöll segir meira en mörg orð um ástandið í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. „Ég held að ástæðan fyrir því að Vilhjálmur haldi áfram sé sú að hann er í raun og veru tengingin við Ólaf F. Magnússon. Til þess að halda þessum veika meirihluta saman, sem Vilhjálmur stofnaði til, verður Sjálfstæðisflokkurinn að sitja uppi með hann.“ - ovd Óskar Bergsson: Völdu neyðar- útganginn GENGIÐ 11.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 131,1699 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,18 68,50 133,04 133,68 99,17 99,73 13,307 13,385 12,329 12,401 10,533 10,595 0,6385 0,6423 107,47 108,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frétt Fréttablaðsins á laugardag kom fram að SPRON hefði verið í fyrsta sæti Íslensku ánægjuvogarinnar. Það er ekki rétt. Það var Sparisjóðurinn sem var í fyrsta sæti. Jafnframt því að skora hæst yfir fjármálafyrirtæki þá skoraði Sparisjóðurinn langhæst yfir þau fyrirtæki sem mæld voru. Spari- sjóðurinn er sameiginlegt vörumerki sparisjóða að undanskildum BYR og SPRON. LEIÐRÉTTING NOREGUR Norsk stjórnvöld hafa látið rýma norska sendiráðið í Kabúl í Afganistan vegna hótunar um hryðjuverkaárás. Sendiráðs- starfsmennirnir hafa verið fluttir á óþekktan stað, að sögn norska dagblaðsins Dagbladet. Aðrir Norðmenn í Afganistan hafa verið varaðir við því óttast er að ráðist verði á þá úr því sendiráðið er mannlaust. Um fimmtíu borgaralegir Norðmenm búa í Afganistan. Al-Kaída-hryðjuverkanetið hefur tilgreint Noreg sem þjóð sem skuli fá að gjalda þess að hafa sent herlið bæði til Íraks og Afganistans. - ghs/aa Hryðjuverkahótun í Kabúl: Norðmenn rýma sendiráð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.