Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 6
6 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 7. feb.–31. des. KÖBENVerð frá 12.890 kr.* Fjórfaldir Vildarpunktar T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 00 68 KJARAMÁL Samkomulag hefur tekist um fjölmörg atriði í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að „ágreiningsefnunum fækki kerfisbundið og vel“. Búist er við að samkomulag verði í höfn á næstu dögum. Rætt er um að semja til tveggja og hálfs til þriggja ára, lágmarkslaun verði 145 þúsund krónur á mánuði og hækki upp í 165 þúsund krónur eftir þrjú ár. Ef samningurinn verður til þriggja ára vill Starfsgreina- sambandið að lágmarkslaun hækki í minnst 175 þúsund krónur. Miðað er í dag við fjögurra prósenta launahækkun og tvisvar sinnum 2,5 prósent. Notast verður við svokallaða baksýnisspegla þannig að á árs fresti verði litið til baka og staða mála metin. Kristján segir að línurnar hafi skýrst en tölurnar séu ennþá of lágar. Prósentuhækkunin sé of lág miðað við verðbólguna. „Við þurfum að sjá þetta þróast eitthvað,“ segir hann. „Ég er með fullskipaða samn- inganefnd eins og þurfa þykir næstu daga. Loka- atlagan er hafin.“ - ghs GÓÐUR GANGUR Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, segir kjaraviðræður ganga vel og ágreiningsefn- um fækki jafnt og þétt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, um kjaramálin: Lokaatlagan í kjaraviðræðum hafin BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd hafa ákært sex fanga, sem dveljast í fangabúðum Bandaríkja- hers við Guantánamo á Kúbu. Farið er fram á dauðadóm yfir föngun- um, sem hafa verið árum saman í haldi Bandaríkjamanna án þess að hitta svo mikið sem lögfræðing. Þeir eru allir sagðir hafa tekið þátt í skipulagningu og undirbún- ingi árásanna á New York og Wash- ington þann 11. september árið 2001. Hinir ákærðu eru Khalid Sheikh Muhammed, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar, Mohammed al-Qahtani, sem Bandaríkjamenn segja að hafi átt að verða 20. flug ræninginn, Ramzi Binalshibh, sem sagður er hafa verið milliður árásarmannanna og helstu leiðtoga Al Kaída-samtakanna, Ammar al- Baluchi, sem sagður er hafa verið undirforingi Khalids Sheikhs Muhammed, Mustafa Ahmad al- Hawsawi, aðstoðarmaður al-Bal- uchis, og Waleed bin Attash, sem sagður er hafa þjálfað suma árásarmennina. Khalid Sheikh Muhammed er einn þeirra þriggja Guantánamo- fanga sem leyniþjónustan CIA viðurkennir að hafa beitt pynting- um við yfirheyrslur. Hann var meðal fimmtán fanga sem CIA hafði í leynifangelsum í Asíu eða Evrópu en var fluttur til Guantánamo haustið 2006. - gb Sex Guantánamo-fangar ákærðir og farið fram á dauðadóm: Hafa aldrei hitt lögfræðing Auglýsingasími – Mest lesið Telur þú að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setjist aftur í stól borgarstjóra? Já 35,3% Nei 64,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú fordóma í garð útlend- inga hafa aukist á Íslandi? Segðu skoðun þína á vísir.is ALÞINGI Síðustu fimm mánuðina fyrir alþingiskosn- ingarnar í fyrra stofnuðu ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til útgjalda upp á rúma fjórtán milljarða króna, með samtals 57 samningum, viljayfirlýsingum eða fyrirheitum. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra sem Jón Bjarnason og fleiri þingmenn Vinstri grænna óskuðu eftir. Í skýrslunni segir að samningar sem ráðuneytin gera til lengri tíma en eins árs séu ýmist gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis eða með heimild í fjárreiðulögum. Jón Bjarnason telur á hinn bóginn að þessi vinnubrögð séu óheimil enda stangist þau á við stjórnarskrána þar sem stendur að ekkert gjald megi greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Skýrslan sýnir að síðustu vikur og mánuði fyrir kosningar hlaupa ráðherrar til og skrifa undir samninga og yfirlýsingar um fjárveitingar af hálfu ríkissjóðs án þess að hafa til þess heimild,“ segir Jón. Hann segir tilganginn með slíkum vinnubrögð- um augljós. „Menn eru bara að kaupa sér atkvæði.“ Jón vill að sett verði lög þar sem ráðherrum verði beinlínis bannað að gefa út skuldbindandi yfirlýs- ingar fyrir hönd ríkissjóðs síðustu sex mánuði fyrir kosningar, nema almannaheill eða öryggi þjóðarinn- ar krefjist þess. Samningarnir, viljayfirlýsingarnar og fyrirheitin, sem greint er frá í skýrslunni, eru af ólíkum toga. Að ósk Jóns Bjarnasonar nær hún til tímabilsins 6. desember 2006 og fram til þess tíma er þáverandi ríkisstjórn lét af störfum undir lok maí 2007. Skýrslan tekur til skuldbindinga sem falla til á þessu og næsta kjörtímabili. Á þessu tímabili undirritaði dómsmálaráðherra til dæmis samninga vegna kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna, á vegum félags- málaráðuneytisins voru framlengdir viðamiklir samningar um málefni fatlaðra og í landbúnaðar- ráðuneytinu voru meðal annars gerðir samningar um Hekluskóga sem skuldbinda ríkið til að greiða samtals 428 milljónir til verkefnisins á þessu og næsta kjörtímabili. bjorn@frettabladid.is Segir atkvæðakaup augljós og vill ný lög Jón Bjarnason VG segir nýja skýrslu staðfesta að ráðherrar hafi keypt sér atkvæði í síðustu kosningabaráttu. Í henni kemur fram að ráðherrar gerðu skuldbindandi samninga fyrir rúma fjórtán milljarða króna síðustu mánuði fyrir kosningar. FJÓRTÁN MILLJARÐAR Samningar sem ráðherrar skrifuðu undir á tímabilinu 6. desember 2006 til ríkisstjórnaskiptanna í maí 2007 Fjöldi samninga Fjárhæðir Forsætisráðuneyti 1 135 Menntamálaráðuneyti 7 129 Utanríkisráðuneyti 4 686 Landbúnaðarráðuneyti 3 961,7 Dóms- og kirkjum.ráðun. 12 4.997,2 Félagsmálaráðuneyti 9 5.933 Heilbr.- og trygg.ráðun. 15 648,6 Fjármálaráðuneyti 1 422 Samgönguráðuneyti 2 242,5 Iðnaðarráðuneyti 1 225 Umhverfisráðuneyti 2 19,5 Upphæðir eru í milljónum króna RÍKISSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKS OG FRAMSÓKNARFLOKKS Frá desemberbyrjun 2006 fram á miðjan maí 2007 ráðstöfuðu ráð- herrar rúmum fjórtán milljörðum króna úr ríkissjóði næstu tvö kjörtímabil. Jón Bjarnason telur það hafa verið gert í trássi við lög. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KHALID SHEIKH MUHAMMED Banda- ríkjamenn segja hann hafa verið höfuðpaur hryðjuverkanna 11. september 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNIR Ný borhola við Ósabotna er talin munu verða til þess að Selfossveitur geti annað heitavatnsþörf í Árborg í næstu framtíð. Þetta kemur fram í svari meirihluta bæjarráðs við fyrirspurn frá minnihluta sjálfstæðismanna. Í svarinu segir að í kuldakast- inu undanfarið hafi álag á hitaveituna tvöfaldast og notkunin verið 200 lítrar á sekúndu. Holan við Ósabotna er 1.720 metrar að dýpt og gefur 50 lítra á sekúndu af 90 gráðu heitu vatni. Reiknað er með að holan verði tekin í notkun í haust. - gar Ný borhola í Árborg: Nægt heitt vatn til framtíðar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.