Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 14
 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 833 4.848 -3,03% Velta: 5.651 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,80 -1,76% ... Bakkavör 43,50 -3,55% ... Eimskipafélagið 30,60 -1,13% ... Exista 11,00 -5,17% ... FL Group 9,17 -2,76% ... Glitnir 17,10 -4,20% ... Icelandair 26,15 -1,13% ... Kaupþing 700,00 -2,24% ... Landsbankinn 27,45 -3,68% ... Marel 98,50 -0,51% ... SPRON 5,40 -3,40% ... Straumur-Burðarás 12,14 -2,88% ... Teymi 5,23 +0,77% ... Össur 89,70 -1,32% MESTA HÆKKUN ATL. PETROLEUM +5,71% ATL. AIRWAYS +2,72% EIK BANKI +2,48 MESTA LÆKKUN EXISTA -5,17% GLITNIR -4,20% LANDSBANKINN -3,68% Hlutafjáraukning hófst hjá Société Generale, næststærsta banka Frakk- klands, á mánudag en ætlunin er að bæta 5,5 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna, við eiginfé bankans. Erlendir fjölmiðlar segja ljóst að bankinn sé í miklum vandræð- um eftir stórtap á síðasta ári. Tapið er að mestu tilkomið vegna verðbréfaskúrksins Jerómé Kerviel, sem tapaði 4,9 milljörð- um evra í nafni Société Generale. Hann dvelur nú innan veggja fangelsis í Parísarborg. Þá þurfti bankinn að afskrifaði 2,5 millj- arða evra lánavöndla. Stjórnend- ur Société Generale segja þá hins vegar ekki tengjast bandarískum fasteignalánum. Sérfræðingur hjá Kepler, dóttur- félagi Landsbankans í Frakklandi, bendir á að nýja hlutaféð sé á afslætti enda tæpum 40 prósentum undir lokagengi bréfa bankans síðasta föstudag. Gengið stendur nú 73 evrum á hlut en féll um sex prósent við upp- haf viðskiptadagsins í Frakklandi í gær. - jab Afsláttur á Société Générale Grand Spa | Grand hótel| Sigtúni 38 | 105 Reykjavík Sími 578 8200 | www.grandspa.is Grand Spa er með bestu og glæsi- legustu heilsulindum landsins og býður viðskiptavinum sínum upp á heildræna slökun, snyrtimeðferðir og líkamsrækt. Þar starfa einstaklingar sem eru í fremstu röð á sínu sviði og leggja sig fram við að veita þér framúrskarandi þjónustu. Nudd – fullkominn streitubani La Mer snyrtistofa – einstakar snyrti- og húðmeðferðir Technogym – nýjustu og bestu líkamsræktartækin Kinesis æfingakerfi – eykur styrk, jafnvægi og liðleika Goran Superform – örugg en einföld skref í átt að líkamlegri vellíðan Ski fitness – góð líkamsþjálfun sem hjálpar þér að ráða við brekkurnar í fríinu Golf fitness – stuðlar að mýkri sveiflu og betri líðan Dansþjálfun – skemmtileg og ögrandi líkamsrækt fyrir einstaklinga á öllum aldri Slökunarrými – gufubað, sauna og nuddpottur, þar sem þú færð háls- og herðanudd Vilt þú efla orkuna og komast í betra form? Goran Superform er 4 vikna heilsu- námskeið sem tryggir þér fullkom- inn árangur frá byrjun. Þú tekur hröðum framförum og stígur örugg skref í átt að líkam- legri vellíðan. Námskeiðin byrja 18. febrúar – kl. 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Árskorti Grand Spa fylgir slysatrygging iðkenda frá Sjóvá. Útlit er fyrir hraðari kólnun hagkerfisins en búist var við í byrjun árs samkvæmt greiningardeild Glitnis. Bankinn birti gengis- og stýrivaxtaspá í byrjun janúar. „Veður eru enn válynd á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og hagtölur sem birst hafa að undanförnu frá helstu hagkerfum heims sýna að enn er ekki útséð hvernig þeim óróa mun lykta. Skert aðgengi að lánsfé, lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkun íbúðaverðs hér á landi eru á meðal þeirra þátta sem draga úr innlendri eftirspurn á komandi mánuðum,“ segir í nýrri umfjöllun bankans. Bent er á að verðbólga sé enn mikil og langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. „Útlit er fyrir að hún verði um 6 prósent á fyrsta fjórðungi árs- ins, ríflega prósentu meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá sinni. Mikil spenna er enn á vinnumarkaði og óvissa þar sem enn er ófyrirséð hver niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnu- markaði verður.“ Greiningardeild Glitnis telur af þessum sökum að Seðlabanki Íslands komi til með að halda að sér höndum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem er á fimmtudaginn, og haldi stýrivöxtum óbreytt- um í 13,75 prósentum. „Við gerum hins vegar ráð fyrir að innlend eigna- verðsáhrif, lánsfjárskortur, ásamt óhagstæðum skil- yrðum á fjármálamörkuðum dragi úr verðbólguþrýst- ingi á komandi mánuðum og skapi skilyrði sem gera Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti hraðar en við áður töldum,“ segir í umfjöllun Glitnis. Spáir bank- inn því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,25 prósentu- stig á þarnæsta vaxtaákvörðunarfundi 10. apríl. „Við gerum ráð fyrir að vextir verði lækkaðir nokkuð ört og að þeir standi í 11 prósentum í árslok og í 7 prósentum í lok næsta árs.“ Í SEÐLABANKANUM Næst verður kynnt ákvörðun um stýrivexti á fimmtudaginn, 14. þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kólnun er hraðari en búist var við Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í vikunni. Aðalfundur VBS fjárfestingarbanka hf. Aðalfundur VBS fjárfestingarbanka hf. verður haldinn föstudaginn 22. febrúar 2008, klukkan 15:30 í sal G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf: a. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess s.l. rekstrarár. b. Ársreikningur fyrir árið 2007 lagður fram til staðfestingar. c. Tillaga stjórnar um ráðstöfun á hagnaði félagsins. d. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum og heimild til hlutafjárhækkunar.1 e. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins og ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. f. Kosning í stjórn félagsins og varastjórn.2 g. Kosning endurskoðunarfélags. 2. Tillaga stjórnar um að VBS fjárfestingarbanki sæki um viðskiptabankaleyfi til FME. 3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur löglega borin fram mál. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út föstudaginn 15. febrúar 2008 kl. 15:30. Framboðum skal skila á lögheimili félagsins, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Viku fyrir fundinn mun dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins fyrir hluthafa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum frá 14:30-15:30 á aðalfundarstað. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. 1 Stjórn félagsins leggur til að veitt verði heimild til hækkunar hlutafjár, allt að kr. 150.000.000 að nafnvirði. 2 Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum hlutafélög nr. 2/1995 skal tilkynna um framboð til stjórnar með minnst fimm daga fyrirvara. Í tilkynningu um framboð skal koma fram: nafn frambjóðanda, kennitala, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Enn fremur skal upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskipta aðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. MARKAÐSPUNKTAR Uppgjör norrænna fyrirtækja fyrir árið 2007 hafa almennt verið góð þó dregið hafi úr vexti hagnaðar. Óvissa er hvort botninum sé náð, að sögn greiningardeildar Landsbankans um horfur á norrænum mörkuðum. Hlutabréf í eigu sjö helstu banka- manna á Wall Street hafa lækkað sem nemur einum milljarði Banda- ríkjadala, jafnvirði 67 milljörðum króna, samkvæmt Sunday Times. Greiningardeild Kaupþings tók málið upp í gær. Exista hefur framlengt samkomulag um kaup á bréfum í finnska trygg- ingafélaginu Sampo sem gert var 9. ágúst 2007 til 11. ágúst næstkomandi. Með samningnum getur Exista bætt við hlut sinn og ráðið tuttugu pró- sentum í tryggingafyrirtækinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.