Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2008 3 Kalk er eitt af lífsnauðsyn- legum steinefnum. Það hefur lækkandi áhrif á blóðþrýsting og jákvæð áhrif á kólesteról og beinabyggingu. Þá virðist rífleg kalkneysla gegna stóru hlut- verki í að halda líkamsþyngd í skefjum. „Kalkið virðist hjálpa einstakling- um að losa sig við aukakíló ef neysla þess er hæfilega mikil. Það bindur fituna í fæðunni og skilar henni út í stað þess að leyfa henni að setjast þar að,“ segir Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur sem nýlega gaf út bók sem nefnist Lífsþróttur, næringarfræði fróð- leiksfúsra. Hann segir áhrif kalks- ins meiri ef neyslan sé í formi mjólkurafurða en fæðubótarefna. Því mælir hann sterklega með mjólk í bland við aðrar fæðutegundir. „Mjólk er í grunn- inn sprengfull af margs konar næringarefnum og auk kalksins eru í henni steinefni á borð við kalíum, magnesíum og fosfór. Svo inniheldur hún hágæðaprótín sem margir fæðubótaefnaframleið- endur notfæra sér,“ bendir hann á. Nú heyrast alltaf af og til raddir um að kúamjólk sé varhugaverð fyrir manneskjur. Hverju svarar Ólafur þeim? „Frá því ég byrjaði að vinna sem næringar- fræðingur hafa reglu- bundið komið upp kenn- ingar um að kúamjólk sé bara fyrir kálfa. Þó hefur aldrei sannast neitt misjafnt á hana. Aftur á móti er mjög sterkt samband á milli lélegra beina og lítillar neyslu á mjólk- urvörum. Rannsóknir sýna einfaldlega að beinabygging þeirra barna sem neyta lítill- ar mjólkurfæðu virðist ekki eins öflug og hinna. Ég er ekki að segja að það sé ávísun á léleg bein þótt einstaklingar neyti ekki mjólkur en þeir verða þá að passa að neyta annars konar fæðu sem inniheldur þessi beina- byggjandi efni. Kalkríkar fæðu- tegundir eru til dæmis spergilkál og kínakál en það þarf að borða mjög mikið af því til að fullnægja dagsþörfinni sem hjá unglingum er um 1000 milligrömm en minni hjá fullorðnu fólki. Í einu glasi af undanrennu eru 300 milligrömm af kalki og 300 grömm af spergil- káli gefur álíka mikið. Það er ekk- ert auðvelt að borða svona mikið kál dags daglega en mjög auðvelt að drekka eitt glas af mjólk. Því er erfitt að verða sér úti um nauðsynlegt kalk- magn ef fólk útilok- ar mjólk. Það góða við mjólkurafurðirnar í dag er að við sem neytendur höfum svo mikið val. Þegar ég borðaði skyr og súrmjólk fyrir svona þrjátíu árum þá mokaði ég sykri út á. Annars var þetta svo súrt. En nú getum við valið okkur sykurskertar og fituskertar mjólkurafurðir í búðunum án þess að verða af vítamínum og steinefnum. Svo vil ég segja það líka að sykur í hófi er bara góður fyrir sálartetrið og ekkert hættulegur fyrir líkam- ann heldur sé hann hluti af hollri heild.“ Ólafur kveðst sem næringar- fræðingur hræddur við allar öfgar og úthrópanir. „Við mannfólkið borðum allan mat, hvaða fæðu- flokki sem hann tilheyrir, græn- meti, ávexti, kjötmeti, fisk og mjólkurmat. Það er mikilvægt er að borða eitthvað úr öllum fæðu- flokkum en fara ekki yfir strikið í einum og láta eitthvað annað algerlega vera.“ gun@frettabladid.is Auðvelt að drekka eitt glas „Ég er ekki að segja að það sé ávísun á léleg bein þó að einstaklingar neyti ekki mjólkur en þeir verða þá að passa að neyta annars konar fæðu sem inniheldur beinabyggjandi efni,“ segir Ólafur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Myndband um munnhirðu NÝTT FRÆÐSLUMYNDBAND UM MUNNHIRÐU FÓLKS MEÐ SÉR- ÞARFIR ER KOMIÐ ÚT Tannverndarvika var í síðustu viku og af því tilefni var frumsýnd fræðslumynd um munnhirðu fólks með sérþarfir. Lýðheilsu- stöð og Heilsugæsla höfuðborgar- svæðis/Miðstöð tannvernd- ar létu gera myndina undir um- sjón Hólmfríðar Guðmundsdóttur tannlæknis. Myndin hefur verið gefin út á margmiðlunardiski sem dreift verður um allt land en hann er einnig hægt að panta hjá Lýð- heilsustöð. Auglýsingasími – Mest lesið HEYRNARÞJÓNUSTA Dot er góður punktur fyrir þá sem vilja heyra vel. Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki sem með nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað. Hringdu og láttu okkur fræða þig meira um þessa undraverðu tækni. Heimsins minnstu heyrnartæki koma frá ReSound . . . . . . . . . . . . . .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.