Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 20
[ ]Vinnuvélar ýmiss konar gætu margir hugsað sér að hafa í bílskúrnum sínum til að geta verið sjálfum sér nógur við stærri verk, en fáir láta þó eftir sér að eignast þær. Jón Ingi Björnsson ólst upp í kringum vinnuvélar en hann hefur undanfarin ár rekið verktakafyrirtæki á Laugum í Reykjadal. Fjölskylda hans hefur öll komið að rekstrinum en verkefnin eru margþætt. „Ég rek tvo vörubíla og traktors- gröfu auk þess sem ég er með skólaakstur hér í sveitinni á vet- urna. Það eru alls konar verkefni sem ég sinni, til dæmis ýmis smá- verk fyrir Vegagerðina og önnur tilfallandi verkefni,“ segir Jón Ingi. Fyrsta vélin sem Jón Ingi vann á, þegar hann var 16 ára, var hjólaskófla og er hún nú í hans eigu og stefnir hann að því að gera hana upp, en hann er með góða vinnu aðstöðu á Laugum. „Ég ólst upp í kringum vinnuvélar og er búinn að vinna við vegagerð frá því að ég var 16 ára. Síðan þá hefur orðið ótrúleg þróun á vél- unum. Þá var ekki þessi sjálf- virkni sem við höfum í dag. Maður var að hefla undir klæðningar eftir auganu en í dag sjá GPS- tækin um þetta og maður keyrir bara af stað.“ Jón Ingi segir ekki hafa verið alveg nóg af verkefnum undan- farið en það komi þó alltaf ein- hver verkefni sem haldi rekstrin- um gangandi. „Það var til dæmis mikið að gera hér í kringum landsmót UMFÍ þegar það var haldið hér á Laugum.“ Fjölskylda Jóns Inga hefur öll komið að rekstrinum með honum. „Konan mín keyrir skólabílinn og synir mínir hafa báðir verið að vinna við þetta.“ Það má því segja að fyrirtækið hans sé hið full- komna fjölskyldufyrirtæki þar sem allir leggja hönd á plóginn. hnefill@frettabladid.is Öll fjölskyldan er með Jón Ingi hefur verið í kringum alls konar vinnuvélar síðan hann man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL KUBOTA SÝNING Í KUBOTA-sýningarsalnum Suðurlandsbraut 14, 13. febrúar kl. 14 - 18 Sýnum m.a. KUBOTA láttutraktora, ásetusláttuvélar, smátraktora og smágröfur. Auk þess Amazone sláttuvagn, Kersten bursta og úrval annarra tengitækja REYKJAVÍK: Ármúla 11 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 461-1070 www.thor.is REYKJAVÍK: Ármúla 11 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 461-1070 www.thor. is Miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 14 - 18 frumsýnum við á Íslandi: KUBOTA FRUMSÝNING Vinnudýrið KUBOTA RTV900 Auk þess sýnum við : KUBOTA GZD15 - Zero-Turn ásetusláttuvél KUBOTA G21HD ásetusláttuvél KUBOTA F3680 ásetusláttuvél með húsi KUBOTA GR1600 sláttutraktorinn KUBOTA GR2100 sláttutraktorinn KUBOTA F1900 fjölnotavél (sýnd með bursta og sláttuvél) KUBOTA STV40 fjölnota smátraktor (með miklu úrvali tengitækja) fjölnota smábíll með palli sem kemst þangað sem aðrir komast ekki.         !"#$$$%&%                            !  "#$%&                           "!                               !" #         $  

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.