Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 12. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Ístöltskeppnin Svellkaldar konur er eitt af árvissum hestamótum vetrarins. Í ár hafa nokkrar vask- ar konur úr hestamannafélögun- um á höfuðborgarsvæðinu tekið að sér að undirbúa mótið og er ætlunin að það verði enn glæsi- legra en fyrr. Ísmót hafa notið mikilla vin- sælda síðustu ár og hefur lands- liðsnefnd LH staðið fyrir þessu tiltekna móti, sem eingöngu er ætlað konum. Að þessu sinni verð- ur boðið upp á fleiri flokka en áður þannig að allar konur ættu að geta fundið sér keppnisflokk við hæfi. „Það er ekki oft sem knöpum stendur til boða að keppa á ís, hvað þá í skautahöll,“ segir Hulda G. Geirsdóttir úr Gusti. „Þetta er því virkilega spennandi valkost- ur og margar konur sem stefna á þátttöku. Hestarnir ganga öðru- vísi á ís og oft má sjá glæsileg til- þrif sem þessar flinku reiðkonur laða fram í gæðingum sínum. Svo er alltaf góð stemning á ístölts- mótum, umgjörðin skemmtileg og áhorfendur taka þátt af fullum krafti.“ Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir Svellkaldar konur. Einnig verður happdrætti þar sem meðal annars eru í vinning folatollar undir topp stóðhesta. „Ég á von á mikilli þátttöku. Í fyrra voru skráningar um 100. Við munum kynna fyrirkomulag og skráningu þegar nær dregur,“ segir Hulda. „Svo verða karlarnir að sjálfsögðu að mæta líka og hvetja stelpurnar til dáða, þetta er flott fyrir þá; að fá að horfa á fallegar konur og flotta hesta og geta svo fengið folatoll í kaupbæti. Gæti ekki verið betra,“ segir Hulda að lokum og hlær við. Skráning á mótið og fyrir- komulag flokkaskiptingar verður kynnt á vefmiðlum hestamanna þegar nær dregur og á heima- síðu LH: www.lhhestar.is. Hesta- konur sem vilja prófa skemmti- lega keppni í óhefðbundinni um- gjörð ættu að taka laugardaginn 8. mars frá strax. Að lokum er rétt að taka fram að allur ágóði af mót- inu rennur til landsliðsins í hesta- íþróttum. Friðþjófur Þorkelsson, trésmiður, hesta- maður og hestaljósmyndari í Mosfells- bæ, hefur fært Sögusetri íslenska hests- ins í Skagafirði hluta af ljósmyndasafni sínu að gjöf, eða um 2.000 slides- myndir. Hér er um verðmætt ljósmyndasafn að ræða fyrir sögu íslenska hestsins. Það spannar marga áratugi og hefur sérstöðu fyrir þær sakir að Friðþjóf- ur lagði mikla áherslu á að mynda lita- brigði íslenskra hrossa, auk þess sem hann gaf sér tíma til að mynda hross við fleiri aðstæður en á hestamótum. Friðþjófur hefur alla tíð unnið í fullu starfi sem trésmiður. Eigi að síður hafa verið gefn- ar út þrjár bækur um hestaliti með myndum eftir hann, og fjögur veggspjöld, sem sýna liti íslenskra hrossa. Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Sögu- setursins, segir hér um afar höfðinglega gjöf að ræða sem setrið sé ákaflega þakklátt fyrir. SÖGUFRÆGT SKAPALÓN En ljósmyndirnar eru ekki einu verk Friðþjófs sem hann hefur skráð á spjöld sögu íslenska hestsins. Hann hefur alla tíð verið mikill grúskari og lagði á sínum tíma mikla vinnu í rannsóknir á samhengi beinabyggingar íslenskra hrossa og gang- hæfni, ásamt þeim Boga Eggertssyni og Páli A. Pálssyni dýralækni. Um þetta má lesa í gömlum blöðum af Hestinum okkar. Bjó Friðþjófur til sérstakt skapalón til að mæla horn beina í lærum og mjaðma- grind hesta. Þetta skapalón er nú komið á Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri ásamt öðrum minjagripum sem tengjast fyrrgreindum rann- sóknum. Telur Friðþjófur að vísbendingar sem fást með skapalóninu gefi óyggjandi vísbendingar um gangupplag hrossa. Bylgja Gauksdóttir á stóðhestinum Tenór frá Auðsholtshjáleigu á sýningu í Skautahöllinni í Reykjavík. MYND/JENS EINARSSON Svellkaldar konur keppa Það er allt að gerast í Meistaradeild VÍS. Aðsóknin hefur aldrei verið meiri og þeir sem ekki eiga heimangengt geta notið her- legheitanna heima í stofu. Það var troðfullt út úr dyrum í Ölfushöll- inni á fyrsta móti Meistaradeildar VÍS 31. janúar. Þessi skemmtilega mótaröð er búin að skipa sér sess í lífi hestamanna. Keppt var í fjórgangi og úrslitin komu á óvart. Flestir höfðu spáð því að slagurinn um toppsætið yrði á milli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar á Rökkva frá Hárlaugsstöð- um og Svanhvítar Kristjánsdóttur á Kalda- lóns frá Köldukinn. Þau síðarnefndu komust langt, alla leið í annað sætið, en Þorvaldur og Rökkvi áttu ekki góðan dag. Sömuleiðis Sigurbjörn Bárðarson á Kaliber frá Lækjarbotnum og Atli Guðmundsson á Glym frá Sauðárkróki, komust ekki í B-úrslit. Það var hins vegar hinn mikli keppnismaður Sig- urður Sigurðarson sem bar sigur úr býtum á stóðhestinum Yl frá Akranesi, Hrafnssyni frá Garðabæ. En Meistaradeildin fer ekki bara fram á láði. Sjónvarpsþáttur um mótið var sendur í loftið mánudaginn á eftir og svo verður í vetur. Það er Brynja Þorgeirsdóttir sem sér um þáttinn. Fyrsti þátturinn gaf góð fyrir- heit um framhaldið. Næsta mót Meistaradeildarinnar fer fram fimmtudaginn 14. febrúar. Þá verður keppt í Smala, grein sem var sérsmíðuð fyrir Meist- aradeildina. Þar reynir á hraða og fimi hests og knapa. Meistaradeild VÍS á láði og í lofti Kampakátir sigurvegarar. Jakob Sigurðsson í þriðja sæti, Sigurður Sigurðarson í fyrsta sæti og Svanhvít Kristjánsdóttir í öðru sæti. MYND/JENS EINARSSON Friðþjófur Þorkelsson Friðþjófur gefur gjafir Hafrar & bygg Fyrsta stóra hestamótið fyrir íslenska hesta í útlöndum var haldið í bænum Schlüchtern í Hessen í Þýskalandi 3. til 6. júní 1960 á vegum Deutscher Pony Klub, sem var stofnað 1958 um smá- hesta, þó aðallega íslenska hestinn. Þátttakendur voru frá fjórum löndum: Þýskalandi, Hollandi, Sviss og Austur- ríki. Á þessu móti var fimm manna „sendinefnd“ frá Íslandi, þeir Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur, Páll Sigurðsson í Varmahlíð, Höskuld- ur Eyjólfsson á Hofsstöðum, Búi Peter- sen, kaupmaður í Reykjavík, og Vignir Guðmundsson, ritstjóri Hestsins okkar. Sáu þeir félagar meðal annars um að leiðbeina fólki og kenna þeim tökin á töltinu. Þeir tóku einnig virkan þátt í keppninni og sýndu nokkra stóð- hesta. Fyrsta Evrópumótið fyrir íslenska hesta var haldið 1970 á Aegidien- berg í Þýskalandi, búgarði Walters Feldmann eldri. Sex þjóðir tóku þátt í mótinu: Íslendingar, Þjóðverjar, Sviss- lendingar, Danir, Austurríkismenn og Hollendingar. Keppnin fór fram á hringvelli (nema skeiðkappreiðarnar), sem Feldmann hafði látið gera á bú- garði sínum, og var það nýlunda. Þótti Íslendingunum hann lítill. Keppnis- greinar voru sjö: Tölt, fimmgangur, skeið (sennilega 200 metrar), 3000 metra þolreið sem var riðin á hring- vellinum, fimikeppni og síðan tvær mismunandi greinar fjórgangs, ann- ars vegar hefðbundinn fjórgangur og hins vegar fjórgangur fyrir fimm- gangshesta sem ekki brokkuðu. Þrír keppendur voru í nokkrum sér- flokki á þessu móti. Það voru þau Walter Feldmann yngri á Funa frá Hverá, Barla Maisen á Víkingi og Reyn- ir Aðalsteinsson á Stjarna frá Svigna- skarði, eða Súper-Stjarna eins og hann var kallaður. Íslendingar bundu mikl- ar vonir við Reyni og Stjarna í tölt- keppninni en þeir urðu þó að lúta í lægra haldi fyrir Feldmann og Funa. Það kom þó meira á óvart þegar hin 18 ára Barla Maissen frá Sviss á Vík- ingi sigraði með nokkrum yfirburðum í skeiði, grein sem Íslendingar töldu sig örugga með. Hún sigraði einnig í þol- reiðinni, sem fram fór á hringvellinum, reið til skiptis brokk og skeið og hafði betur gegn helsta stolti Íslendinga, Súper-Stjarna, sem var frægur fyrir yfir- ferð og þol. Keppt var í fimiæfingum á þessu móti en enginn Íslendingur tók þátt í henni, einfaldlega vegna þess að þær voru þá óþekktar á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.