Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2008 21 Sagnfræðingurinn Unnur María Bergsveinsdóttir flytur fyrirlestur sem ber titilinn „Hvað er að heyra? Varðveisla munnlegra heimilda“ í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 12.05. Fyrirlesturinn er liður í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands. Munnleg saga hefur í seinni tíð hlotið fulla viðurkenningu sem sagnfræðileg aðferð og nýtur sívax- andi vinsælda meðal þeirra sem fást við samtímasögu. Enn sem komið er er bein íhlutun fræði- mannsins í tilurð þeirrar heimilda sem hann fæst við þó sterkt ein- kenni aðferðarinnar, sér í lagi hér á Íslandi. Þetta má að miklu leyti rekja til þeirrar staðreyndar að varðveisla munnlegra heimilda ein- kennist enn í dag, hérlendis sem erlendis, af bæði óvissu hvað verk- lagi viðvíkur og skorti á samræðu um ýmis grunnatriði. Þetta veldur því að munnlegar heimildir eru í mörgum tilfellum lítt aðgengilegar öðrum en þeim sem þær skópu. Umfjöllunarefni erindisins eru þær spurningar sem varðveisla munn- legra heimilda vekur auk þess sem skyggnst verður í geymslur íslenskra safna og spurt, hvað er að heyra? Unnur María Bergsveins- dóttir er verkefnastjóri hjá Mið- stöð munnlegrar sögu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. - vþ Um varðveislu munnlegra heimilda UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR Flyt- ur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag. Símon H. Ívarsson kemur fram á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun og leikur þar gítartónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Manuel de Falla. Víða er leitað fanga í hljóð- heimi Gunnars R. Sveinssonar; hann sótti sér innblástur í allt frá barokktónlist til næturklúbba- djass. Gunnar lést í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Manuel de Falla er eitt helsta tónskáld Spánverja. Hann er mikill aðdáandi flamenco- tónlistar og gætir áhrifa hennar oft í tónsmíðum hans. Símon H. Ívarsson nam gítarleik á Íslandi og í Austurríki. Hann á að baki langan feril sem tónlistarmaður og kennari og hefur meðal annars gefið út geisladisk með tónlist Gunnars R. Sveinssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á morgun. Miðaverð er 1000 kr., en nemar, eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr. - vþ Íslensk og spænsk gítartónlist SÍMON H. ÍVARSSON Kemur fram í Nor- ræna húsinu á morgun. Rachael Lorna Johnstone flytur fyrirlestur í Sólborg við Norður- slóð á Akureyri kl. 12 í dag. Í fyr- irlestrinum, sem kallast „Hver er ábyrgð þjóðríkis á hryðjuverkum? Sjónarhorn Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna“ ræðir Rachael um vandkvæðin sem fylgja því að alþjóðalög byggjast á tilvist og athöfnum ríkja á tímum þegar við- fangsefni laganna er illskilgrein- anlegt með tilliti til ríkisfangs, til að mynda hryðjuverkamenn og hryðjuverk. Rachael velti fyrir sér spurn- ingunni „hver er ríkið?“ og í fram- haldi af því spurningunni hvort hægt sé að gera einstök ríki ábyrg fyrir hryðjuverkum einstaklinga. Hún leitar svara við þessum spurningum í gögnum um við- brögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við þessum vanda. Rachael Lorna Johnstone er lektor við félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri. Rann- sóknir hennar hafa beinst að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf, kenningum um femínisma, alþjóðalögum um bann við mis- munun og þjóðarétti sem slíkum og samanburðarrétti. - vþ Hver er ríkið? RACHAEL LORNA JOHNSTONE Flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag. Dan Karaty Shane Sparks Sabra Johnson Danny Tidewell DANSGLEÐI með: DANSLIÐ So You Think You Can Dance? kemur sérstaklega á vegum: Hafa hlotið American Dance Music Awards og MTV Awards! Dansfestival 2008 SJÓÐHEITIR DANSÍTMAR hjá dómurum og danshöfundum So You Think You Can Dance? 100% skemmtun lofað!!! - námskeiðin eru fyrir alla! Shane Sparks og Dan Karaty í febrúar! Föstudaginn 15. og laugardaginn 16. febrúar í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal Tryggðu þér sæti og skráðu þig strax! Seinast var UPPSELT og komust færri að en vildu Skráning fer fram á www.dancecenter.is Nánari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á info@dancecenter.is, eða hjá Nönnu Ósk Jónsdóttur í síma 861 5658. GÓÐUR OG SVALANDI Upplifðu dansstemmninguna með þeim bestu á Dansfestivali DanceCenter Reykjavík 15. og 16. febrúar! 27. febrúar 28. febrúar 2.mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.