Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 38
 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Vinningshafar síðustu viku Ekki missa af Skólahreysti kl. 20.00 á Skjá einum. Hver sigrar í kvöld? www.ms.is Lindaskóli „Frímann er eiginlega kominn í salt, allavega hvað sjónvarp varðar. Hann gæti hins vegar tekið að hljóma í útvarpi og hver veit nema hann feti í fótspor Ármanns Reynissonar og Sigurður A. Magnússonar og haldi til Indlands,“ segir einn af feðrum Frímanns Gunnarsson, leikarinn Gunnar Hansson, aðspurður hvort sá mikli sérvitringur sé að vakna til lífsins á ný. En til Sigtisgengisins sást við tökur á Seljavegi nýverið. Sjónvarpsþættirnir um þennan sérlundaða mann vöktu mikla athygli á sínum tíma og nutu töluverðrar hylli en nú er hann sumsé kominn í sjálfskipaða útlegð. Gunnar segir að þeir félagar í Sigtinu séu vissulega komnir af stað aftur en Frímann og aðrir vinir hans verði hins vegar víðs fjarri. Um sé að ræða algjörlega nýtt verkefni á nýjum grunni. „Við megum eiginlega ekki gefa upp hvert efni seríunnar sé en þetta er hugmynd sem allir kveikja á og eru áhugasamir um,“ segir Gunnar en að eigin sögn hafa sjónvarpsstöðvarnar þrjá, Skjár einn, Stöð 2 og RÚV allar sýnt þessu áhuga. Með Gunnari eru að sjálfsögðu Friðrik Friðriks- son, Halldór Gylfason og leikstjórinn Ragnar Hansson en meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn má nefna Höllu Margréti Vilhjálmsdóttur og Hjálmar Hjálmarsson. Gunnar segir að stefnan sé að gera tíu þætti og ráðgert sé að hefja tökur í sumar. - fgg Sigtismenn komnir aftur á kreik SIGTISMENN Láta aftur á sér kræla þótt Frímann og félagar verði víðs fjarri. „Ég hlakka svo mikið til þess að eldast. Ég vil upp- lifa hluti – ég hlakka meira að segja til þess að fá bakverki.“ PENÉLOPE CRUZ HEFUR UNDARLEG TILHLÖKKUNAR- EFNI. „Það er eins og þau séu almanna- eign. Þau hafa gagnast mér vel, ég veit ekki hvort ég sé fyrir þeim eða þau sjá fyrir mér.“ DOLLY PARTON UM VÍÐFRÆGAN BARM SINN. „Hún er svo lík mömmu sinni að það er fáran- legt! Hún borðar eins og lítill brjálæðingur og er alveg yndisleg.“ JOEL MADDEN FINNST DÓTTIR- IN, HARLOW, LÍK NICOLE RICH- IE. HANN Á VÆNTANLEGA EKKI VIÐ ÁTIÐ. folk@frettabladid.is Lítil bleik gjöf fyrir stóru ástina Fí to n / S ÍA Við kynnum nýjan lit, bleikan iPod nano – tilvalinn fyrir ástina á Valentínusardaginn eða konudaginn. Þú getur fengið hann með sérstakri áletrun til elskunnar þinnar án aukakostnaðar. iPod nano fæst annað hvort 4 eða 8 GB og rúmar allt að 2.000 sönglög eða u.þ.b. 4–8 klst. af myndbandsefni. Ljósmyndin hér að ofan sýnir spilarann í raunstærð og með honum getur þú ekki aðeins hlustað á tónlist, heldur einnig horft á myndbönd. iPod nano bleikur, 8 GB – tilboð með séráletrun 24.990 kr. iPod nano Innifalið í tilboði: Sérmerktur elskunni þinni! Febrúar Ko nudagurinn Febrúar Valentín usardag urinn Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Tilboðið gildir til 24. febrúar. iPod nano Raunstærð: 52 x 70 x 6,5 mm Aðeins 49 g

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.