Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 40
24 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 14 7 16 12 14 7 RAMBO kl. 8 - 10 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 6 ÍSLENSKT TAL ATONEMENT kl. 5.50 - 10 BRÚÐGUMINN kl. 8 16 12 7 14 12 7 16 MEET THE SPARTANS kl.6 - 8 -10 WALK HARD kl.6 - 10 THE DARJEELING LIMITED kl.6 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 8 - 10.10 MEET THE SPARTANS kl. 4 - 6 - 8 -10 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 3.30 - 5.40 ÍSLENSKT TAL WALK HARD kl. 6 - 8 -10 CLOVERFIELD kl. 8 -10 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 BRÚÐGUMINNLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 ÍSLENSKT TAL RAMBO kl. 6 - 8 - 10 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 - 8 ÍSLENSKT TAL ATONEMENT kl. 6 - 9 CHARLIE WILSONS WAR kl. 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu "FRAMÚRSKARANDI!" - HJJ, MBL EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! FRÁBÆRA GAMANMYND SEM GERIR GRÍN AF 300 SEM OG ÖÐRUM NÝLEGUM OG VINSÆLUM BÍÓMYNDUM! SANNIR SPARTVERJAR FRIÐÞÆING ALVÖRU HETJUR DEYJA ALDREI REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSS NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 UNTRACEABLE kl. 10:30 16 CHARLIE WILSON´S WAR kl. 8 12 DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 7 NAT. TREASURE 2 kl. 10:30 12 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L NO COUNTRY ... kl. 5:40 - 8 - 10:30 16 P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SWEENEY TODD kl. 10D 16 UNTRACEABLE kl. 8 16 THE GAME PLAN kl. 5:40 L AKUREYRI NO COUNTRY ... kl. 8 16 MEET THE SPARTANS kl. 8 7 MIST kl. 10 16 SWEENEY TODD kl. 10 16 P.S. I LOVE YOU kl. 8 L CHARLIE WILSON´S WAR kl. 10:10 12 CLOVERFIELD kl. 10:30 14 THE GAME PLAN kl. 8 L BRÚÐGUMINN kl. sýnd um helgina 7 MEET THE SPARTANS kl. 8 - 10 12 UNTRACEABLE kl. 8 16 CLOVERFIELD kl. 10:10 16 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR BIG LEBOWSKY, BLOOD SIMPLE OG FARGO KEMUR NÝTT MEISTARAVERK! 8Ó S K A R S ® T I L N E F N I N G A RMEÐAL ANNARSB E S T A M Y N D I N Æðisleg mynd með óskarsverðlaunaleikkonuninni Hilary Swank og Gerard Butler úr 300. KEFLAVÍK - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR RAMBO kl. 6, 8 og 10-P 16 ÁSTRÍKUR Á ÓLUMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 L ATONEMENT kl. 5.30, 8 og 10.30 12 CLOVERFIELD kl. 8 og 10 14 - Dóri DNA, DV - H.J. MBL 2 - E.E. DV - S. V. MBL - V.I.J. 24 Stundir Breska tónlistarkonan Amy Winehouse var sigurvegari Grammy-verðlaunanna sem voru afhent í fimmtugasta skiptið í Los Angeles. Fékk hún fimm verðlaun, þar á meðal fyrir lag ársins, Rehab, og sem besti nýliðinn. Winehouse fékk ekki landvistarleyfi í Bandaríkjun- um í tæka tíð fyrir hátíðina og þurfti því að halda þakkarræður sínar í gegnum gervihnött frá London. Einnig söng hún lögin You Know I´m No Good og Rehab í beinni útsendingu frá heimaborg sinni. Rapparinn Kanye West hlaut fern verðlaun og „Stjórinn“ Bruce Springsteen, þrenn. The White Stripes, Justin Timberlake, Carrie Underwood og Mary J. Blige voru á meðal þeirra sem fengu tvenn verðlaun hvert. Hancock kom á óvart Djassgoðsögnin Herbie Hancock kom öllum á óvart og vann Grammy fyrir plötu ársins, River: The Joni Letters, þegar allir flokkar eru teknir með í reikninginn. Bar hann meðal annars sigurorð af Amy Wine- house og Kanye West. Var þetta aðeins í annað skiptið í sögu verðlaun- anna sem djassplata ber sigur úr býtum. „Mig langar að þakka akademí- unni fyrir að hafa þorað að feta nýjar slóðir,“ sagði Hancock. Athygli vakti þegar rokkamman Tina Turner steig á svið í fyrsta sinn í sjö ár þegar hún söng eitt þekkt- asta lag sitt, Proud Mary, með Beyoncé Knowles. Lagahöfundurinn Burt Bacharach fékk jafnframt heiðusverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Björk tapaði Plata Bjarkar Guðmundsdóttir, Volta, var tilnefnd í flokknum besta framsækna platan en hún varð að lúta í lægra haldi fyrir plötu rokkdúettsins The White Stripes, Icky Thump. Þá fékk Foo Fighters verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Echoes, Silence, Patience & Grace. Winehouse skaraði fram úr MEÐ MÓÐUR SINNI Amy Winehouse fagnar einum af fimm Grammy- verðlaunum sínum með móður sinni. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES SÁTTUR Herbie Hancock var að vonum ánægður með Grammy-verðlaunin sín. TINA OG BEYONCÉ Tina Turner og Beyoncé Knowles sungu slagarann Proud Mary með miklum tilþrifum. Tónlistargoðsögnin Eric Clapton spilar á tónleikum í Egilshöll 8. ágúst. Tónleikarn- ir eru liður í Evrópu tónleikaferð Claptons í kjölfar útgáfu tvöföldu safn- plötunnar Complete Clapton. Clapton, sem hefur verið kallaður „Slowhand“, er jafnan álitinn einn af bestu gítarleikurum allra tíma. Hann hefur verið vígður þrisvar sinnum í Frægðarhöll rokksins í Bandaríkjunum fyrir sólóferil sinn og spilamennsku sína með hljómsveitunum Cream og The Yardbirds. Rúmlega tíu þúsund aðgöngumiðar verða í boði á tónleikana í Egilshöll. Eric Clapton í Egilshöll ERIC CLAP- TON Tónlist- argoðsögnin Eric Clapton spilar í Egils- höll 8. ágúst. Leikarinn Roy Scheider, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Jaws, er látinn, 75 ára gamall. Lést hann úr krabbameini á sjúkrahúsi í borginni Little Rock í Arkansas. Scheider var tvívegis tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna á ferli sínum, fyrst árið 1971 fyrir auka- hlutverk sitt í The French Conn- ection og síðan árið 1979 fyrir leik sinn í All That Jazz. Hann var aftur á móti þekktastur fyrir frammistöðu sína í hinni gríðar- vinsælu Jaws sem kom út 1975 í leikstjórn Steven Spielberg. „Hann var frábær náungi og góður leikari,“ sagði Richard Dreyfuss sem lék á móti Shceider í Jaws. Fyrir þremur árum var setning Scheiders í myndinni, „þú þarft á stærri bát að halda“, kosin 35. besta setningin í sögu banda- rískra kvikmynda. Roy Scheider látinn ROY SCHEIDER Leikarinn Roy Scheider var tvívegis tilnefndur til Óskarsverð- launa. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ■ Amy Jade Winehouse verður 25 ára 14. september. Hún er fædd og upp- alin í Southgate-hverfinu í London. ■ Amy er af gyðingaættum. Pabbi hennar er leigubílstjóri og mamman apótekari. Hún á einn eldri bróður, Alex. ■ Amy var rekin úr skóla 16 ára. Fljótlega eftir það fékk hún sitt fyrsta tækifæri þegar vinur hennar, poppsöngvarinn Tyler James, kom upptökum til umboðsmanns síns sem var að leita að djasssöngkonu. ■ Foreldrar Amy eru miklir djassgeggj- arar og þaðan hefur Amy áhugann. Djassinn var fyrirferðarmikill á fyrstu sólóskífu hennar, Frank, sem kom út árið 2003. Í bland við djassinn mátti heyra popp, hipp hopp og sálaráhrif. Platan var tilnefnd til Mercury- og Britverðlauna og lagið „Stronger than me“ fékk Ivor Novello-verðlaunin. ■ Þegar athyglin beindist að Amy fór að bera á slarkinu á henni. Á tónleik- um og í sjónvarpi var hún stundum of drukkin til að klára prógrammið. Umboðsmaðurinn ráðlagði henni að fara í meðferð en í stað þess að hlíta því ráði rak hún umboðsmanninn og samdi sitt frægasta lag, Rehab, sem varð fyrsta lagið sem heyrðist á plötu númer tvö, Back to Black. ■ Sú plata kom út í október 2006 og hefur nú selst í rúmlega sex millj- ónum eintaka um allan heim. Auk meðferðar-slagarans urðu lögin You Know I’m No Good, Back to Black, Tears Dry on Their Own og Love Is a Losing Game vinsæl. Djass- áhrifin eru hverfandi á plötunni, en í staðinn má heyra sterk áhrif frá stúlknagrúppum 7. áratugarins. ■ Amy giftist Blake Fielder-Civic 18. maí í fyrra í Miami í Flórída. Þau höfðu verið saman um hríð. Þau hafa vond áhrif á hvort annað og um endalaust slark þeirra, drykkju og dóprugl, hefur verið hægt að lesa nær vikulega um í fjölmiðlum. Foreldrarnir hafa áhyggjur. Pabbi Amy er viss um að sukkið endi með ósköpum og foreldrar Blake hafa hvatt aðdáendur til að hætta að kaupa og hlusta á tónlist til að reyna að þröngva henni til að hætta í ruglinu. Þá segjast þau fullviss um að ef annað hvort skötuhjúanna deyi muni hitt fylgja í kjölfarið. ■ Stórblaðið The Times, sem almennt hefur lítinn áhuga á popptónlist, vill að breska ríkisstjórnin neyði Amy til að þurrka sig upp. „Aðgerðir ríkisins gætu bjargað stórkostlegri hæfileikamanneskju“, skrifaði blaðið í leiðara. Hver er Amy Winehouse? SLARKIÐ TEKUR SINN TOLL Amy Winehouse hefur breyst mikið á fáum árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.