Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500013. febrúar 2008 — 43. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Af heimsborgum veraldar er París í mestu dálæti hjá Ólafi Sveinssyni, framkvæmdastjóra A4, en þangað fer hann gagngert til að anda borginni að sér. „Sjarmi Parísar er svo notalegur og þangað finnst mér best að fara til þess eins að upplifa borgina og anda henni að mér,“ segir Ólafur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri A4, sem komið hefur til frönsku höfuð- borgarinnar yfir tíu sinnum á fáeinum árum. „París er „in“-borgin núna, enda orðið miklu ódýrara að komast þangað nú en fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur sem er vel kunnugur lystisemdum Parísar. „Í París þarf maður ekki að hafa neitt é stafni Andrú l „Í Latínuhverfinu finnst mér ég upplifa hina einu sönnu Parísarstemningu; í kringum Notre Dame- kirkjuna og hinum megin Signu. Víst getur maður farið á Louvre-listasafnið í hvert einasta sinn og allt- af séð eitthvað nýtt, en stærsti gallinn við París er þungur ferðamannastraumur þar sem allir ætla að komast yfir að skoða það sama á sem skemmstum tíma. Því þarf maður að passa sig á að vera snemma dags á ferli til að losna við minnst tveggja tíma bið- raðir við helstu aðdráttaröfl borgarinnar, og þótt sumrin séu verst í þessu samhengi getur verið vanda- mál að komast að mörgum helstu skoðunarstöð árið um kring. Menn þu f þhv ð þ Innöndun í París Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri A4-skrifstofuvöruverslananna, er einna kunnugastur París af þeim fjölmörgu stöðum sem hann heimsækir í leik og starfi á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HREIN DEKK FÆKKA SLYSUM Dekk sem ekki eru reglu-lega hreinsuð geta orðið hál þar sem tjara leggst í raufarnar og stíflar. BÍLAR 2 HÍBÝLIN HRISTASTHæstu hús á Íslandi sveiflast ekki nema um fáeina senti-metra enda yfirleitt steypt og stíf. HEIMILI 3 VEÐRIÐ Í DAG MIÐVIKUDAGUR verktakar Úr dúkum í tónlistSigríður Beinteinsdóttir tónlistarkona stundaði dúk-lagningar í eina tíð. BLS. 2 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Heildarlausnir í lyfturum fyrir skvinnsluna Nútímaleg hönnun • Gott aðgengi ökumanns • Hljóðlátur • Hemlar í olíubaði • Gott þjónustuaðgengi íslenskur iðnaðurMIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008ÓLAFUR SVEINSSON Andar París að sér Ferðir bílar Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Mikil verðmæti felast í úrgangi Sérblað um íslenskan iðnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VERKTAKAR Sigga Beinteins skipti úr dúklagningum í tónlistina Sérblað um verktaka og byggingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Bleikja fyrir Keiru Keira Knightley fær hlýjar móttökur á La Primavera, leggi hún leið sína þangað á Valentín- usardaginn. FÓLK 22 Mjólkað á ný Mjólkurframleiðsla er nú hafin á ný í Stærra-Árskógi, en fjósið á bænum brann ásamt stórum hluta bústofnsins fyrir þremur mánuðum. TÍMAMÓT 18 VIÐSKIPTI „Eftirspurnin er gríðar- leg. Við hefðum getað selt yfir 100 þúsund dekk í fyrra, en kom- umst bara til að framleiða 20 þúsund,“ segir Þorlákur Björns- son, einn eigenda Green Dia- mond Tire í New York. Harðkornadekk samkvæmt íslenskri uppskrift eru framleidd í verksmiðjunni, sem bæði er í eigu Íslendinga og stýrt af Íslendingum. Nafn verksmiðj- unnar vísar til þess að harð- kornadekkin séu umhverfisvæn auk þess sem kornunum í dekkj- unum er líkt við demanta. „Við vonumst til þess að geta farið að framleiða 460 þúsund dekk þegar á næsta ári,“ segir Þorlákur. „Við væntum þess að opna fimm verksmiðjur víða um Bandaríkin og fimmfalda starfs- mannafjöldann á næstu árum.“ Íslendingar hafa tekið þátt í rekstri Green Diamond í eitt og hálft ár. „Við höfum fjárfest tölu- vert í uppbyggingu. Þetta er vel á annað hundrað milljóna króna,“ segir Þorlákur. Fjórir Íslending- ar eiga í Green Diamond og einn Bandaríkjamaður. Þá kom Saga Capital nýlega inn í myndina sem fagfjárfestir. Harðkornadekkin eru að mestu búin til með endurvinnslu á göml- um hjólbörðum. „Við seljum venjuleg dekk handa venjuleg- um fjölskyldum á venjulegu verði. Svo er þetta umhverfis- vænt.“ Fyrirtækið Nýiðn hefur einka- leyfi á aðferðinni sem notuð er hjá Green Diamond. Nýiðn hefur þróað dekkin frá árinu 1994. - ikh / sjá Markaðinn Geta ekki mætt eftirspurn eftir harðkornadekkjum í Bandaríkjunum: Íslensk dekk á Manhattan SKIPULAGSMÁL Tónlistarmenn hafa brugðist reiðir við hugmyndum um að Nasa-salurinn verði rifinn vegna uppbyggingar við Ingólfs- torg. Gera tillögur ráð fyrir því að þar sem skemmtistaðurinn er nú rísi hótel. Kári Sturluson hefur farið fyrir tónlistarmönnum og telur að þarna sé vegið harkalega að tekjugrunni sínum, atvinnu og þá í leiðinni farsæld fjölskyldu sinnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur á það ríka áherslu að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun, en tillagan verður tekin fyrir á fundi skipulagsráðs í dag en þar er Hanna Birna formaður. - jbg / sjá síðu 24 Tónlistarmenn æfir: Slá skjaldborg um Nasa HLÝNANDI - Í dag verður austan eða suðaustan átt, hvöss allra syðst annars hægari. Rigning á suðurhluta landsins þegar líður á daginn en þurrt nyrðra. Hlýn- andi veður og hiti víðast 2-8 stig síðdegis. VEÐUR 4       SKIPULAGSMÁL Tillögur um breyt- ingar á gatnakerfi við nýtt tónlist- arhús eru á lokastigi og verða lík- lega kynntar fyrir borgarstjórn á næstunni. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa verð- ur líklegast lagt til að Geirsgata, sem liggur meðfram húsinu, verði lögð í stokk. Kostnaður við slíka framkvæmd, ef af verður, yrði á bilinu 2,5 til 3 milljarðar. Þeim kostnaði yrði skipt á milli ríkisins og Reykjavík- urborgar, sem saman eiga fyrir- tækið Austurhöfn, og Portus hf., sem sér um byggingu og rekstur hússins. „Inni í verkefninu voru þó peningar fyrir annars konar gatna- lagningu, brú og götu, svo þetta er ekki allt viðbótarkostnaður,“ segir Helgi S. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Portus. „Það væru þá allir að taka á sig aukinn kostn- að til þess að skapa meiri gæði,“ segir Gísli Marteinn. Fyrirliggjandi skipulag svæðis- ins gerir ráð fyrir að Geirsgata sé á yfirborði og fari svo á brú yfir göngugötu, sem eigi að tengja hafnarsvæðið við miðborgina. Gísli Marteinn segir þó að þeir sem að verkinu komi séu ekki hrifnir af því skipulagi. Með því að setja götuna í stokk myndi umferð á yfirborðinu vera lítil og hæg, svo gangandi og hjólandi umferð væri í forgangi. „Markmiðið er að tengja mið- borgina við tónlistarhúsið svo hún stækki í raun bara til norðurs og þetta verði hluti af miðborginni,“ segir Gísli Marteinn. - þeb / sjá síðu 4 Milljarðar í gatna- gerð við Geirsgötu Á næstu vikum verða lagðar fram tillögur að breytingum á umferðarskipulagi við nýja tónlistarhúsið. Lagt verður til að Geirsgata verði lögð í stokk. Kostnað- urinn, allt að þrír milljarðar, mun skiptast milli ríkis, borgar og Portus hf. MANHATTAN Íslensku harðkornadekkin hafa slegið í gegn vestanhafs. Til stendur að opna fimm verksmiðjur i Bandaríkj- unum þar sem dekkin verða framleidd eftir íslenskri uppskrift. DANSAÐ Á NASA Tónlistarmenn eru ósáttir við að hótel rísi þar sem Nasa stendur við Austurvöll. ATVINNA Um 750 manns hafa sótt um starf sem flugliðar hjá Iceland Express sem auglýsti átján stöður fyrir sumarvertíðina. „Það hefur alltaf verið nokkur ásókn í þessi störf hjá okkur en ég man ekki eftir öðru eins,“ segir Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. „Ég held að skýringuna megi bæði finna í því að það er jafnvel aðeins minna framboð af vinnu en oft áður og svo því að fyrirtækið hefur áunnið sér afskaplega sterka og góða ímynd svo fólk sækist eftir því að vinna hjá okkur. Nú og svo virðist það alveg greinilegt að gamli sjarminn yfir flugfreyjustarfinu lifi góðu lífi.“ - jse Metaðsókn í starf flugliða: Flugfreyjustarf- ið heillar enn BJÖRK Í INDÓNESÍU Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hélt tónleika í Jakarta í Indónesíu í gærkvöldi. Tónleikarnir fóru fram í tennishöll borgarinnar. Björk heldur tónleika í Kóreu, Japan og Kína síðar í þessum mánuði. NORDICPHOTOS/AFP Haffa sárt saknað Eurovision-aðdáendur gráta brott- hvarf Haffa Haff úr keppninni. FÓLK 25 Beðið eftir Degi Dagur Sigurðsson mun væntanlega svara HSÍ í dag hvort hann sé til í að klára viðræður um starf landsliðsþjálfara en hann er með drög að samningi í höndunum. ÍÞRÓTTIR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.