Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL „Þetta er barátta sem við ætlum að vinna,“ sagði Guðmund- ur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, áður en hann gekk inn í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gærmorgun. Með honum í för var lögmaður hans, Hilmar Baldurs- son. Í héraðsdómi var þingfest mál fjögurra fyrrum skjólstæðinga Byrgisins á hendur Guðmundi fyrir kynferðisbrot gegn þeim. Sakarefnið er að hann hafi um ára- bil notfært sér aðstæður kvenn- anna til þess að hafa við þær sam- ræði eða önnur kynferðismök meðan þær voru til meðferðar í Byrginu. Alls lögðu átta konur fram kæru þessa efnis á hendur Guðmundi og ríkissaksóknari ákvað að ákæra í málum fjögurra þeirra. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, sækir málið. Byrgismálið hófst með því að fréttaskýringaþátturinn Kompás greindi frá meintum brotum Guð- mundar gegn skjólstæðingum sínum í desember 2006. Grunur leikur á að ein stúlknanna hafi verið undir lögaldri þegar Guð- mundur framdi meint brot gegn henni. Hún er rúmlega tvítug nú. Eftir að Kompás opnaði málið lögðu stúlkurnar átta, hver á fætur annarri, fram kærur hjá embætti lögreglustjórans á Selfossi. Aðrir þættir rekstrar Byrgisins eru til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra. Úttekt ríkisendurskoðanda renndi stoðum undir misbresti í fjárhaldi fyrrum meðferðarheim- ilisins. Eftir rannsókn skattrann- sóknarstjóra á skattalegum þætti í rekstri Byrgisins kærði hann nið- urstöðurnar til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Þetta þýðir að talið er að um sé að ræða stórfelld refsiverð brot hvað varð- ar þennan þátt í starfsemi Byrgis- ins sem ekki sé hægt að afgreiða í yfirskattanefnd, heldur verði málið að fara til rannsóknar hjá lögreglu. Hinn efnahagslegi þáttur er varðar fjármál Byrgisins og for- svarsmanna þess er einnig til rann- sóknar hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra. jss@frettabladid.is GÖGN MÁLSINS Fulltrúi ríkissaksóknara ber inn gögn málsins skömmu fyrir réttarhaldið. Þetta er barátta sem við ætlum að vinna Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, mætti fyrir Héraðsdóm Suðurlands í gær, þar sem embætti ríkissaksóknara birti honum fjórar ákærur vegna meintra kynferðisbrota hans gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins. MÆTTIR Í HÉRAÐSDÓM Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, kemur ásamt lögmanni sínum, Hilmar Baldurssyni, í Héraðsdóm Suðurlands á Sel- fossi í gær. Mál fjögurra fyrrum skjólstæðinga gegn Guðmundi var þingfest. MYNDIR GVA Saltfiskur með hvítlauk og rauðlauk 998 kr.kg Spennandimiðvikudagur Séra Þórhallur, hvað hefði Kristur gert? „Ætli hann hefði ekki bara skipt fiskunum á milli deiluaðila?“ Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir að Þjóðkirkj- an mætti vel hafa til þess forystu að kvótakerfið yrði endurskoðað út frá öllum sjónarhornum. Í Biblíunni segir að Jesús Kristur hafi skipt tveimur fiskum og fimm brauðum á milli fimm þúsund manns svo allir voru mettir. Laus úr farbanni Pólskur karlmaður sem grunaður er um að hafa ekið á ungan dreng í Reykjanesbæ 30. nóvember á síðasta ári losnaði úr farbanni í gær. Drengur- inn lést af áverkum sínum. DÓMSMÁL FÓLK Komið hefur verið fyrir minning- arbók um Bobby Fischer í Þjóðmenningar- húsi. Þar geta þeir sem vilja heiðra minningu skákmeistarans ritað nafn sitt. Bókin, sem velunnarar Fischers höfðu frumkvæði að, verður í Þjóðmenningarhúsinu næstu tvær vikur en verður síðan varðveitt í Minjasafni Skáksam- bands Íslands. Þá hefur verið skipulögð minningarstund um Bobby Fischer í Laugardælakirkju í Ölfusi á laugardaginn klukkan ellefu fyrir hádegi. Meðal annars mun Jóhann Sigurðarson leikari syngja lög sem voru Fischer kær. - gar Skákgoði vottuð virðing: Bobbys Fischer minnst í Ölfusi ROBERT FISCHER NOREGUR, AP Meirihluti Norð- manna styður virka þátttöku í friðargæslu NATO í Afganistan, þrátt fyrir að uppreisnarmenn hafi að undanförnu beint spjótum sínum að Norðmönnum. Norskur blaðamaður lét lífið í hryðju- verkaárás á hótel í Kabúl í janúar og nú hefur norska sendiráðið í borginni verið rýmt vegna hótana. Í könnuninni, sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið NRK, sögðust 57 prósent aðspurðra styðja að Norðmenn héldu áfram þátttöku sinni. 32 prósent voru á móti. Nú eru um 500 norskir hermenn að störfum innan ISAF- fjölþjóðaliðsins í Afganistan, en ákveðið hefur verið að fjölga þeim um 200 í mars. - aa Könnun meðal Norðmanna: Vilja ekki hvika frá Afganistan Á VAKT Norskir liðsmenn ISAF í eftirlits- ferð um götur Kabúl. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Saga Capital fjárfestingarbanka á hendur Insolidum ehf. og eigendum þess, Dögg Pálsdóttur og Páli Ágústi Ólafssyni. Saga Capital krafðist að nafn félagsins yrði sett í hluthafaskrá Insolidum í stað nafna Daggar og Páls. Saga hafði lánað Dögg og Páli nærri 600 milljónir króna vegna kaupa á stofnbréfum í SPRON. Hæstiréttur sagði Saga Capital ekki hafa sýnt fram á eignarrétt sinn yfir Insolidum. Saga segir niðurstöðuna skapa erfiðleika fyrir fjármálafyrir- tæki. Félagið muni nú nota hefðbundin innheimtuúrræði og láta reyna á ábyrgð stjórnenda Insolidum ef félagið geti ekki staðið við skuldbindingar. - gar Frávísun í Hæstarétti: Saga neitað um Insolidum í gær VIÐSKIPTI FL Group birtir uppgjör ársins 2007 í dag. Búist er við að tap FL Group á árinu sé á bilinu 65 til 70 milljarðar króna. Mest af því tapi er til komið á síðasta ársfjórð- ungi 2007. Er þetta í takt við spár greiningardeilda. Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, og stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hafa einbeitt sér að því að taka til í bókum félagsins í kjölfar uppstokkunar í eigendahópnum í fyrra og breyttra markaðsaðstæðna. Fjárfestingar- stefna félagsins er til endurskoðun- ar og seldar hafa verið eignir í flugfélögunum AMR og Finnair og bankanum Commerzbank. -bg FL Group birtir uppgjör í dag: Töpuðu tæpum 70 milljörðum ALÞINGI Níu þingmenn úr þremur flokkum vilja heimila reykingar í sérstöku herbergi á veitinga- og skemmtistöðum. Telja þeir að tóbaksvarnarlögin gangi of langt í að takmarka tóbaksreykingar á veitinga- og skemmtistöðum og að nauðsynlegt sé að reykingar verði heimilar á afmörkuðum svæðum. Þó þurfi að búa svo um hnúta að gestir og starfsfólk staðanna verði ekki fyrir óþægindum vegna reykinga. Í ljósi reynslunnar telja flutningsmenn mikil- vægt að lögunum verði breytt enda telja þeir nokkra hnökra hafa komið upp við framkvæmd reykingabannsins. Meta þeir breytingartillögu sína á þann veg að hún geti orðið til að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um meginmarkmið tóbaksvarnarlag- anna. Að mati flutningsmanna er fortakslaust bann við að koma upp sérstökum reykherbergjum óþarflega ströng regla sem fyrst og fremst íþyngi veitinga- mönnum sem vilja láta alla viðskiptavini sína njóta góðrar þjónustu. Flutningsmenn eru Jón Magnússon, Guðjón A. Kristjánsson og Hanna Birna Jóhannsdóttir, Frjálslynda flokknum, Birgir Ármannsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kjartan Ólafsson og Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Bjarni Harðar- son, Framsóknarflokki. - bþs Þingmenn þriggja flokka leggja til breytingar á umdeildum tóbaksvarnarlögum: Vilja leyfa sérstök reykherbergi REYKINGAHERBERGI Á BARNUM Veitingamenn á Barnum við Laugaveg leyfðu gestum að reykja innandyra í þessu reykher- bergi. Þingmenn þriggja flokka vilja nú leyfa sérstök reykher- bergi á veitinga- og skemmtistöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TOLLAR „Ég tel mjög mikilvægt að samkeppnisyfir- völd, og þeir sem fylgjast með verðlagi í landinu, fylgist með því að þetta gangi eftir,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðarráðherra, spurður um afdrif tollalækkunarinnar 1. mars. Þegar virðisaukaskattur og tollar á matvörum voru lækkaðir og vörugjöld afnumin 1. mars 2007 sagði í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að „með þessari lækkun væri matvælaverð á Íslandi orðið sambærilegt við meðalverð á matvælum á Norður- löndunum.“ Einar segir að ríkið hafi sannarlega orðið af tekjum vegna lækkunarinnar og að hún ætti því að skila sér til almennings. Hann vill þó ekki slá því föstu að lækkunin hafi ekki komið fram á innfluttum kjötvörum. „Innflutningurinn er takmarkaður og ljóst að fleiri en færri vilja stunda hann,“ segir ráðherra. Því séu tollkvótar boðnir út. „Því miður kom upp misbeiting á þessu fyrir- komulagi af hálfu ýmissa innflytjenda, sem buðu hátt og héldu uppi verðinu. Ég brást harkalega við því og við breyttum fyrirkomulaginu. Þetta varð til þess að á sumum vörum lækkuðu tollarnir um allt að 60 prósent,“ segir Einar. Almenningur ætti að njóta góðs af því. - kóþ Landbúnaðarráðherra segir nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld fylgist með: Tollalækkunin verði skoðuð EINAR KRISTINN GUÐ- FINNSSON Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefur sér ekki að tollalækkunin hafi ekki skilað sér til neytenda. Samkeppnisyfirvöld eigi hins vegar að kanna málið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.