Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 4
4 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR                                      Í frétt sem birtist af fasteignaauglýs- ingu í Fréttablaðinu í gær var skrifað að Magnús Axelsson fasteignasali hefði tekið að sér sölu íbúðar í Reykjavík vegna „persónulegra tengsla“ við seljandann. Það skal tekið fram að seljandi er gamall viðskiptavinur, frekari tengsl eru ekki til staðar. LEIÐRÉTTING SKIPULAGSMÁL Tillögur um breyt- ingar á gatnakerfi við nýtt tónlist- arhús verða kynntar fyrir borgar- stjórn á næstunni. Þróunar- og hönnunarvinna er á lokastigi og nokkrar tillögur liggja fyrir. Lík- legast þykir að lagt verði til að Geirsgata verði sett í stokk. Það er eignarhaldsfélagið Port- us hf. sem sér um byggingu og rekstur tónlistarhússins. Portus, Reykjavíkurborg og eignarhalds- félagið Austurhöfn, sem er í eigu ríkisins og borgarinnar, hafa unnið að tillögunum í sameiningu. Kostnaður við stokkinn yrði á bilinu 2,5 til 3 milljarðar. „Inni í verkefninu voru þó peningar fyrir öðruvísi gatnalagningu, brú og götu svo þetta er ekki allt viðbót- arkostnaður. Það á í sjálfu sér ekki að vera fyrirstaða, þetta er hag- kvæm lausn og gefur fullt af val- kostum,“ segir Helgi S. Gunnars- son, framkvæmdastjóri Portus. Að sögn Gísla Marteins Baldurs- sonar borgarfulltrúa myndi kostn- aðurinn skiptast milli ríkis, borg- ar og Portus. „Þetta veltur auðvitað á því að allir samþykki þetta. Það væru þá allir að taka á sig aukinn kostnað einfaldlega til þess að skapa meiri gæði. Tónlistarhúsið myndi nýtast betur og verða meiri prýði.“ Fyrirliggjandi skipulag gerir ráð fyrir því að gatan sé á yfir- borði og fari svo á brú yfir göngu- götu, sem tengja eigi hafnarsvæð- ið við miðbæinn. Gísli Marteinn segir þó að vilji allra aðila sé að breyta þessu skipulagi. „Enginn virtist vera hrifinn af því skipu- lagi að lyfta götunni hátt upp og láta fólk labba undir. Það fannst mér ekki aðlaðandi miðborgar- stemning. Markmiðið er að tengja mið- borgina við tónlistarhúsið svo hún stækki í raun bara til norðurs og þetta verði hluti af miðborginni,” segir hann. Jafnframt segir hann að með þessu sé unnt að greiða götu gangandi og hjólandi vegfar- enda. Einungis yrði ein akrein í hvora átt og umferð því lítil og hæg á yfirborðinu. Undir það tekur Helgi. „Þetta er í takt við þær breytingar sem eru að verða almennt á umferðarmálum, að láta bílinn ekki alltaf hafa forgang,“ segir hann. Gísli Marteinn segir það fyrir- sjáanlegt að sífellt meiri umferð verði vestan við tónlistarhúsið, bæði við uppbyggingu Mýrargötu og Örfiriseyjar. „Þessi lausn dugir ekki fyrir meiri háttar byggð þar en hún mun afkasta býsna miklu og gera umhverfið fyrir framan tónlistarhúsið miklu betra.“ thorunn@frettabladid.is Geirsgata sett í stokk fyrir þrjá milljarða Unnið er að tillögum um breytt umferðarskipulag við nýja tónlistarhúsið. Líklegast er að Geirsgata verði sett í stokk, sem kostar á bilinu 2,5 til 3 milljarða króna. Kostnaður myndi skiptast á milli ríkis, borgar og Portus hf. Arnarhóll Sæbraut Kal kof nsv egu r Geirsgata Tónlistarhús Stokkur Gangaop Það væru þá allir að taka á sig aukinn kostnað einfaldlega til þess að skapa meiri gæði. Tónlistarhúsið myndi nýt- ast betur og verða meiri prýði. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI LOFTMYND Hugmyndir eru uppi um að bæði Geirsgata og Kalkofnsvegur fari í stokk að einhverju leyti. Þungri umferð yrði þá hleypt um göngin en aðeins ein akrein í hvora átt yrði á yfirborði MYND/LOFTMYNDIR VIÐSKIPTI Marel Food Systems hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði um 600 milljóna króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum 2006. Félagið hefur stækkað hratt og skýrir það mun milli ára. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 3,4 milljónum evra, saman- borið við 500 þúsunda tap á sama tíma 2006. Niðurstaðan er undir væntingum greiningardeilda. Sala fyrirtækisins jókst um 39 prósent milli ára og handbært fé í lok árs nam 30,4 milljónum evra. Breytingin er rakin til kaupanna í iðnsamstæðunni Stork og aukning- ar á hlutafé félagsins. - jab/óká Uppgjör Marel Food Systems: Hagnaður und- ir væntingum ÍÞRÓTTIR Bridgehátíð 2008, Icelandair Open, hefst á Hótel Loftleiðum á morgun og stendur í fjóra daga. Mótið verður glæsilegt að venju og gera má ráð fyrir að þúsundir innlendra sem erlendra briddsáhuga- manna fylgist með í gegnum netið. Viðburðurinn er einn stærsti íþróttaviðburður á Íslandi. Nú þegar hafa á annað hundrað pör og tæplega sextíu lið skráð sig til þátttöku í tvímenningi og sveitakeppni. Stjörnutvímenning- ur verður haldinn í kvöld, þar sem sterkustu þátttakendur mótsins keppa og mæta meðal annarra Davíð Oddssyni seðla- bankastjóra og fleiri þekktum mönnum úr þjóðlífinu. Landsliðakeppni er á dagskrá á fimmtudag. - ghs Bridgehátíð 2008: Davíð keppir í tvímenningi DAVÍÐ ODDSSON DÝRAHALD Öllum varúðar- ráðstöfunum um flutninga á hrossum til og frá Hringsholti á Dalvík og aðra starfsemi hefur verið aflétt, samkvæmt upplýs- ingum frá Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma. Um miðjan janúar fór að bera á veikindum í hrossum í hesthúsun- um að Hringsholti og eins í nokkrum hesthúsum á Akureyri. Sýni voru tekin til bakteríurækt- unar og fleiri rannsókna. Ekki er lengur talin hætta á að um smitsjúkdóm sé að ræða. - jss Veikindi í hrossum: Varúðarráðstöf- unum nú aflétt SLYS Fokker-flugvél Landhelgis- gæslunnar og hraðfleygar vélar frá danska flughernum leituðu í um sjö klukkustundir af flug- manninum sem saknað var síðan í fyrradag en án árangurs og er hann nú talinn af. Flugmaðurinn sem var breskur, var einn í vélinni þegar hún lenti á hafi úti í um 50 mílum vestsuð- vestur af Keflavík. Skömmu áður hafði hann tilkynnt um að drepist hefði á öðrum hreyfli vélarinnar. Vélin var af gerðinni Cessna og var skráð í Bandaríkjunum. - jse Formlegri leit að flugvél hætt: Flugmaðurinn talinn af FRÁ LEITINNI Í GÆRMORGUN Hreggvið- ur Símonarson hjá Landhelgisgæslunni gerir tækin klár áður en haldið var til leitar á fokker-flugvélinni TF Syn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meistari hæga töltsins allur Gæðingurinn Laufi frá Kollaleiru í Reyðarfirði er fallinn. „Laufi, sem var á sínum átjánda vetri, var annálaður töltmeistari og ókrýndur meistari hæga töltsins á Íslandi,“ segir á heimasíðu Fjarðabyggðar. Laufi fékk hrossasótt og var felldur eftir að dýra- læknir hafði vakað yfir honum í meira en sólarhring. FJARÐABYGGÐ ALÞINGI Þingmenn Framsóknar- flokks og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk Árna Johnsen Sjálfstæðisflokki kölluðu í gær eftir að staðið verði við gefin lof- orð og rannsóknir á jarðlögum mögulegs jarðgangastæðis milli lands og Eyja verði kláraðar. Kom fam í máli þeirra að rannsóknirnar kosti um 65 milljónir króna og að Árni Mathiesen fjármálaráðherra hafi lofað að þær verði gerðar. Þingmennirnir kölluðu eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til máls- ins enda væri stefna hennar á reiki. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar, sagði af og frá að stefnan væri á reiki, hún væri þvert á móti skýr. Byggja ætti upp hafnaraðstöðu í Bakka- fjöru í Landssveit og hefja sigling- ar milli Bakka og Eyja. Hún sagði sjálfsagt að stunda frekari rann- sóknir ef menn teldu fjármunum í það vel varið. Hún ætlaði hins vegar ekki að aðhafast í málinu. Steinunn Valdís sagði að þingheim- ur ætti að sameinast um uppbygg- ingu í Bakkafjöru en rugla ekki urmæðuna með tali um aðra val- kosti. Árni Johnsen sagði að þó unnið væri að undirbúningi framkvæmda í Bakkafjöru stæði óklárt að ljúka fyrrnefndum rannsóknum. „Það koma dagar og koma ráð og þeir sem hafa unnið mest í þessu vita það ósköp vel að það styttist með hverjum deginum að göng munu koma milli lands og Eyja.“ - bþs Árni Johnsen, VG og Framsókn vilja að göng til Eyja verði rannsökuð frekar: Byggt upp á Bakka en annað bíður INNSIGLINGIN PRÓFUÐ Fyrrverandi sam- gönguráðherra siglir fjarðstýrðu fleyi í höfn á líkani af Bakkafjöru. GENGIÐ 12.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 131,3003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,37 68,69 133,09 133,73 99,19 99,75 13,306 13,384 12,378 12,45 10,533 10,595 0,6386 0,6424 107,6 108,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.