Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 10
 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 0 6 9 Gouda á tilboði Nú færðu Gouda 26% í sérmerktum kílóastykkjum með 20% afslætti í næstu verslun! www.utflutningsrad.is Út vil ek – er íslensk list í útrás? Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna efnir til málþings fimmtudaginn 14. febrúar, undir yfirskriftinni „Út vil ek – er íslensk list í útrás?“ Helsta umfjöllunarefni mál- þingsins er hvernig auka megi samstarf og gagnkvæma þekkingu lista og viðskiptalífs og verður m.a. litið til reynslu Dana á þessu sviði. Framsögumaður á fundinum verður Darriann Riber, ráðgjafi á alþjóða- sviði listastofnunar danska ríkisins, en svið hennar vinnur markvisst að því að koma danskri list á framfæri í öðrum löndum. Sjá nánar um starfsemina á www.kunst.dk. Stutt erindi flytja: Einar Bárðarson tónlistarfrömuður, Tinna Gunn- laugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Kristján Björn Þórðarson myndlistar- maður, Halldór Guðmundsson bókaútgefandi og rithöfundur ásamt fulltrúa viðskiptalífsins. Að erindum loknum verða pallborðsumræður og eru gestir hvattir til að líta á fundinn sem vettvang fyrir umræður og stefnumótun. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð og stendur frá kl. 15–17. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Skráning fer fram hjá Bergi Ebba Benediktssyni verkefnisstjóra hjá Útflutningsráði í netfangið bergur@utflutningsrad.is. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is PP IP AA R • SS ÍA •• 8 002 92 Sleðavörn við Arnarhól Kaupa á færanlega varnarveggi sem hægt væri að setja upp við rætur Arnarhóls þegar færi er til sleða- ferða. Eignasjóður Reykjavíkurborgar samþykkti samhljóða að fela starfs- fólki Framkvæmdasviðs að skoða möguleika á þessu. Umsjón með slíkum varnarveggjum yrði í höndum starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar Kamps. REYKJAVÍKURBORG BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton hefur síðustu daga reynt að stöðva sigurgöngu Baracks Obama í for- kosningum Demókrataflokksins vestra. Obama sigraði í öllum fimm prófkjörum síðustu helgar og flest benti til þess að hann myndi einn- ig sigra í þremur prófkjörum sem fram fóru í gær, í Virginíu, Maryl- and og Washingtonborg. Helgin var sérlega góð fyrir Obama, sem meira að segja hlaut Grammy-verðlaun fyrir bestu hljóðbók ársins, hljóðbókarútgáfu bókar sinnar um „Bíræfni vonar- innar,“ The Audacity of Hope, og skákaði þar bæði Bill Clinton og Jimmy Carter, sem einnig voru til- nefndir í sama flokki. Obama hefur saxað verulega á forskotið, sem Clinton hefur haft. Hann hefur nú tryggt sér 741 kjörmann en hún 912, en til sigurs á flokksþinginu í lok ágúst þarf 2.025 kjörmenn. Þegar svonefndir ofurkjörmenn eru taldir með, sam- kvæmt mati AP fréttastofunnar, þá hafði Obama eftir sigra helgarinn- ar stuðning 1.108 kjörmanna en Clinton 1.136. Clinton hefur vonast til þess að ná sér aftur á strik í mars þegar forkosningar verða í fjölmennum ríkjum á borð við Texas og Ohio, þar sem hún hefur átt meira fylgi að fagna. Obama hefur hins vegar verið á það miklu flugi að vonir hennar um sigra í mars hafa dvín- að. - gb Sigurganga Obama virðist óstöðvandi en Clinton bíður eftir Texas og Ohio: Obama saxar á forskotið UMLUKINN STUÐNINGSMÖNNUM Barack Obama teygir sig í hendurnar á fagnandi mannfjöldanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI „Ríkisstjórnin mun ekki skorast undan því að ræða við aðila vinnumarkaðarins um með hvað hætti hún getur komið að málum og lagt gott til,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um kjarasamninga og efna- hagsmál. Hann taldi samninga- gerðina langt komna og því tíma- bært að stjórnvöld fari yfir það með hvaða hætti þau geta komið að samningum. Vildi hann fátt segja um fyrirhugaðar aðgerðir en sagði meginverkefnið að bæta kjör hinna lægst launuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagðist þeirrar skoðunar að kjarasamningsgerð á almennum vinnumarkaði væri í höndum verkalýðshreyfingarinn- ar og vinnuveitenda en stjórnvöld ættu að koma að viðræðunum á réttum tímapunkti. Sá tímapunkt- ur væri nú um helgina. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi aðgerðarleysi ríkis- stjórnarinnar. Sagði hann ástand og horfur í efnahagsmálum slæm- ar og taldi til háa stýrivexti, verð- bólgu, samdrátt á byggingamark- aði, lækkun úrvalsvísitölu og fækkun lána á húsnæðismarkaði. Vildi hann jafnframt fá að vita um áform ríkisstjórnarinnar um að glæða markaði og bæta búsetu- skilyrði úti um land. Geir svaraði litlu en ítrekaði fyrri orð sín um að efnahagsstað- an á Íslandi væri sterk. Óeðlilegt ástand á lánamörkuðum í útlönd- um hefðu hins vegar áhrif hér. Geir sagði þó að ekki væri útilok- að að ráðist verði í auknar opin- berar framkvæmdir ef hægist um of á hjólum atvinnulífsins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði verð- bólguna stærsta vandamál ríkis- stjórnarinnar og óskaði sér þess að ríkisstjórnin vaknaði og tækist á við vandann sem er henni sam- fara. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði sinnuleysi ríkis- stjórnarinnar í kjaraviðræðunum algjört og furðaði sig á að hún legði ekki fram tillögur um að bæta kjör þeirra sem lægst hefðu launin. bjorn@frettabladid.is Ríkisstjórnin að borðinu Líkur eru á að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum á almennum markaði verði rædd á allra næstu dögum. KJARASAMNINGAR OG EFNAHAGSMÁL Guðjón Arnar Kristjánsson var frummælandi í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.