Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 14
14 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTAVIÐTAL BERGSTEINN SIGURÐSSON bergsteinn@frettabladid.is José Manuel Ramos-Horta, forseti Austur-Tímor, særðist lífshættulega er uppreisnarmenn reyndu að ráða hann af dögum í vikunni. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Darwin í Ástralíu. Ramos-Horta fékk ásamt samherja sínum, Carlos Felipe Ximenes Belo biskupi, friðarverðlaun Nóbels árið 1996 fyrir baráttu sína fyrir friði og sjálfstæði Austur-Tímor, sem var undir herstjórn Indónesa í 24 ár. Íslenskar kvenna- listakonur voru meðal þeirra sem lögðu til að hann og Bela fengju verðlaunin. Uppruni og ferill? Ramos-Horta er fæddur 26. desember 1949 í Dili, höfuðborg Austur-Tímor sem þá var portúgölsk nýlenda. Faðir hans var pólitískur útlagi frá Portúgal en móðirin innfæddur Tímori. Hann var í upphafi áttunda áratugarins meðal stofnenda FRETILIN-hreyfingarinnar, sem barðist fyrir sjálfstæði Austur- Tímor. Eftir að einræðisstjórn Salaz- ars og eftirmanna hans í Portúgal lauk árið 1974 liðaðist portúgalska nýlenduveldið fljótlega í sundur. Á Austur-Tímor var FRETILIN-hreyfing- in atkvæðamest sjálfstæðishreyf- inga eyjarskeggja. Hún stofnaði bráðabirgða- ríkisstjórn haustið 1975. Í þeirri stjórn fór Ramos-Horta með utanríkismál. Indónesíu- her gerði innrás í landið í desember 1975. Þá var Ramos-Horta staddur erlendis og var eftir það í 24 ár í útlegð frá heimalandinu. Hann helgaði krafta sína baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði heimalandsins allan útlegðartím- ann og var meðal annars lengi talsmaður landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Ferill eftir sjálfstæði? Eftir að Suharto, sem fór fyrir herstjórninni í Indónesíu í 32 ár, fór frá völdum árið 1998 óx FRETILIN og öðrum hreyfingum sjálfstæð- issinna á Austur-Tímor aftur ásmegin, og með stuðningi alþjóðasamfélagsins bundu Indónesar enda á hernám Austur-Tímor árið 1999. Gæslulið á vegum SÞ gætti öryggis í landinu eftir brottför hernámsliðsins og árið 2002 var sjálfstætt lýðveldi Austur-Tímora stofnað formlega og varð 191. aðildarríki SÞ. Ramos-Horta var kjörinn á þing fyrir FRETIL- IN, sem nú er orðin að Sósíaldemókrataflokki Austur-Tímor, varð utanríkisráðherra og frá júlí 2006 til maí 2007 var hann þar að auki forsætisráðherra. Hann sór embættiseið 20. maí 2007 sem annar forseti lýðveldisins. FBL-GREINING: JOSE MANUEL RAMOS-HORTA Sjálfstæðishetja Austur-Tímorbúa> Heildarvelta í milljónum króna Landbúnaður og dýraveiðar 2001-2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 13.917 13.208 15.658 15.871 14.721 18.113 8.468 Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 16.900 Miele ryksugur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Það sætti mikilli gagnrýni fyrir þremur árum þegar ís- lensk stjórnvöld tóku Mann- réttindaskrifstofu Íslands út af fjárlögum. Nú er hún hins vegar komin á þau á ný. Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunn- ar, segir það til marks um að stjórnvöld telji skrifstofuna nauðsynlega og meti starf hennar að verðleikum. Það hamli hins vegar starfsem- inni að grundvöllur skrif- stofunnar sé ekki tryggður til frambúðar Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð árið 1994 en mörg félaga- samtök og stofnanir eiga aðild að henni. Hlutverk Mannréttindaskrif- stofu er að styrkja mannréttindi í landinu, til dæmis með ráðstefnu- og fyrirlestrahaldi, umsögnum um lagafrumvörp, auk þess sem skrifstofan gefur Sameinuðu þjóð- unum árlega skýrslu um ástand mannréttindamála hérlendis. Átti erfitt uppdráttar Stofnunin fékk frá upphafi opinbera styrki en var tekin af fjárlögum árið 2005. Guðrún Dögg var þá nýtekin við sem framkvæmdastjóri. „Við misstum fyrirvaralaust allt fast rekstarfé en til þess tíma hafði Mannréttindaskrifstofan í raun gegnt hlutverki svokallaðrar þjóð- bundinnar mannréttindastofnunar. Eftir að við misstum fasta styrkinn áttum við afar erfitt uppdráttar um tíma. En nú erum við komin aftur á fjárlög og eigum mjög góð sam- skipti við stjórnvöld á nýjan leik.“ Þau sjónarmið voru uppi á sínum tíma að það væri betra fyrir stofn- anir á borð við MRSÍ að vera utan vébanda ríkisins. „Það er því miður staðreynd að svona samtök eru ekki rekin í litlum löndum, og jafnvel stórum, nema með aðkomu ríkis- ins,“ segir Guðrún. „Í nágrannalönd- um okkar má finna það sem kallað eru þjóðbundnar stofnanir. Hlut- verk þeirra er að vekja athygli á samningum, fræða fólk um réttindi sín og fylgjast með því að hið opin- bera standi við alþjóðlegar skuld- bindingar. Sjálfstæði þessara stofn- ana er tryggt með lagaramma. Vilji ríki stuðla að mannréttindavernd hví ætti það þá ekki að styrkja svona starfsemi? “ Guðrún segir að þótt aðstæður á Íslandi séu afar góðar miðað við víða annars staðar þýði það ekki að hér sé allt eins og á best verði kosið. „Hornsteinn mannréttindaverndar er jafnrétti, jafnrétti allra. Ef við lítum á kynjajafnrétti – launamis- mun, ofbeldi og fleira – þá er ljóst að hér eru framin mannréttindabrot. Fólk sem verður fyrir kynþáttamis- rétti á Íslandi á einnig erfitt með að sækja rétt sinn. Undirboð á vinnu- markaði eru mikið í umræðunni án þess að fjallað sé um það hvernig Íslendingar brjóta á rétti útlendinga sem koma hingað til að vinna. Útlendingahræðsla verða sífellt meira áberandi í opinberri umræðu. Þetta er hættuleg þróun sem við verðum að sporna við. Þá má ekki gleyma við hvaða aðstæður aldraðir og öryrkjar búa. Almennt virðist það vera tilhneiging á Íslandi að hugsa sem svo að mannréttindabrot eigi sér aðeins stað í fjarlægum löndum og mannréttindi séu því ekki eitthvað sem þurfi að fram- fylgja og vinna að í túnfætinum.“ Aðkallandi málaflokkar Guðrún Dögg segir að brýnustu mannréttindamálin sem þurfi að taka á á Íslandi séu jafnréttismál almennt og málefni innflytjenda. „Grimmasta birtingarmynd ólíkrar stöðu kynjanna er kynbundið ofbeldi en erfitt virðist að uppræta heimil- isofbeldi og kynferðisbrot. Dómar eru enn of vægir og aðeins brot ofbeldismála eru kærð og enda með sakfellingu. Hér er pottur brotinn. Ríkið á að tryggja mannhelgi og mannfrelsi kvenna – og auðvitað karla líka. Verði fólk fyrir ofbeldi á það að alltaf að geta leitað réttar síns. Sú er því miður ekki raunin í dag. Í málefnum innflytjenda höfum við hingað til gert þau mistök að líta um of til nágrannalandanna þar sem aðstæður eru aðrar og umræða um fjölmenningarsamfélagið er á afar neikvæðum nótum, eins og til dæmis í Danmörku. Við getum gert miklu betur með því að bregðast strax við á uppbyggilegan hátt og tryggja gagnkvæma aðlögun í stað þess að reyna að herða reglur um hvernig fólk kemur inn í landið og hvernig það fer. Fjölmenningarsamfélagið komið til að vera og því fær ekkert breytt. Ég er þess fullviss að við getum komið í veg fyrir vandamál sem komið hafa upp í víða annars staðar.“ Guðrún segir að sér þyki skamm- arlegt hvernig alið var á útlendinga- andúð fyrir síðustu alþingiskosning- ar. „Það var mjög miður hvernig sú umræða fór. Þetta var fyrsta almenna umræðan um innflytjenda- mál á Íslandi og það að hún byrjaði á svona ómálefnalegum nótum var mjög slæmt. En úrslit kosninganna sýndu að þessi viðhorf hlutu lítinn hljómgrunn.“ Áþreifanlegur árangur Um áþreifanlegan árangur af starfi Mannréttindaskrifstofunnar segir Guðrún Dögg að meðal annars rati athugasemdir stofnunarinnar inn í tilmæli alþjóðlegra eftirlitsnefnda. „Árið 2005 funduðum við til dæmis með eftirlitsnefndinni sem fylgist með framfylgd samnings Samein- uðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti en meginþorri athugasemda okkar rataði inn í tilmæli nefndarinnar til stjórnvalda. Almennt taka stjórn- völd í lýðræðisríkjum tilmæli af þessum toga til alvarlegrar athug- unar. Þá höfðum við frumkvæði að því að semja aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á konum, sem kynnt var stjórnvöldum í tengslum við átak gegn kynbundu ofbeldi og tekin voru upp nærri því í heilu lagi. Þetta er beinn árangur af starfi skrifstof- unnar.“ Á Mannréttindaskrifstofu er um þessar mundir unnið að fjölda ólíkra verkefna, til dæmis verið að taka saman hvernig íslensk stjórnvöld hafa farið að tilmælum alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Guðrún segir það hins vegar erfitt að skipuleggja starf stofnunarinnar langt fram í tímann því rekstrargrundvöllurinn sé aðeins tryggður frá ári til árs. „Við viljum auðvitað að hann verði tryggður til frambúðar, t.d. með því að skrifstofan fái stöðu þjóðbund- innar mannréttindastofnunar. Starf- ið yrði enn markvissara og við gætum líka tekið virkari þátt í nor- rænu samstarfi og beitt okkur á alþjóðavettavangi þar sem Ísland hefur margt fram að færa. Það er því brýnt að framtíð og sjálfstæði Mannréttindaskrifstofunnar sé tryggð til frambúðar. Má ekki sofna á verðinum GUÐRÚN D. GUÐMUNDSDÓTTIR „Í málefnum innflytjenda gerum við þau mistök að miða okkur við önnur Norðurlönd, þar sem aðstæður eru allt aðrar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.