Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 16
16 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Borgarmál Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihluta- skiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutað- eigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamning- um REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylk- ingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að „þjónustusamn- ingur“ sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgun- blaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblað- ið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almenn- ings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Er í lagi að Mogginn segi ósatt? DAGUR B. EGGERTSSON Ráðherrastólar eru háir og glæstir, og þó það sé vissulega satt sem franski heimspekingur- inn Montaigne sagði á 16. öld að hversu hátt sem maðurinn tróni sér sitji hann þó aldrei á neinu öðru en eigin daus, hættir það til að gleymast. Um starf ráðherra dæma þingmenn einir með því að greiða atkvæði með eða móti vantrauststillögu, en ráðherrann hefur allt svigrúm til að verja sig og að lokum er málinu áfrýjað til hæstaréttar kjósenda, þar sem persónutöfrar og glæsileiki geta ráðið úrslitum. En í Frakklandi virðist þetta allt nú vera að breytast, því hinn óþrjótandi hugmyndabrunnur Sarkozy hefur nú boðað að í framtíðinni muni verða lagt mat á starf ráðherra, þeim gefnar einkunnir eins og skólakrökkum og þær látnar ráða því hvort hver og einn fái að sitja áfram eða ekki. Þá er hætt við að ráðherrastólarn- ir verði lítið skárri en skólabekkir, og þeir sem þar sitja fari að iða sér í angist yfir vondum einkunn- um. En sennilega hefur Sarkozy forseti þó ekki beinlínis skólana í huga heldur vill hann reka landið eins og nútímavætt fyrirtæki, þar sem starfsmannamat er nú alsiða og látið ráða hverjir næst verði reknir. Til þessa starfs hefur hann nefnilega ráðið sérstakt fyrirtæki, sérhæft í áætlanagerðum viðskiptalífsins, og sýnir nafn fyirtækisins eitt að hér er ekkert gamanmál á ferðum, því það heitir „Mars & Co.“. Til þess að matið verði jafn hlutlægt og vísindalegt og einkunnagjafir í hinum ströngustu háskólum hafa verið ákveðin markmið fyrir hvern ráðherra á hans sérstaka sviði, síðan hafa verið valin til viðmiðunar nokkur atriði sem eiga að sýna að hve miklu leyti markmiðinu hafi verið náð. Þessi atriði voru upphaflega 450 talsins en af þeim voru svo tekin út tuttugu sem voru talin sérlega mikilvægur mælir á starf ráðherranna og munu þau nú ráða einkunnagjöfinni. Það kemur af sjálfu sér að þetta eru allt atriði þar sem nákvæmum tölum verður við komið. Þannig hefur nú sá ráðherra sem sér um málefni fólksinnflutn- ings fengið það starf að reka úr landi á þessu ári 25.000 pappíra- lausa menn og skal einkunn hans fara eftir því hve nálægt hann kemst þessari tölu. Menntamála- ráðherra fær sína einkunn eftir því hve margir falla eða hætta námi á fyrsta námsári í háskólum, og þar snýst dæmið að sjálfsögðu við, því fleiri sem dumpa, því lægri verður einkunnin. Menning- armálaráðherra verður svo metinn eftir því hve mikið aðsókn að söfnum eykst, þegar aðgangur þar verður ókeypis (samkvæmt öðrum heimildum á það að fara eftir aðsókn á franskar kvikmynd- ir sem framleiddar hafa verið með styrk). Og þannig er haldið áfram. Um þetta hefur nokkuð verið deilt, og hafa sumir efast um það hvort t.d. brottvísun úr landinu geti verið góður mælikvarði. En þennan mælikvarða viðhafði Sarkozy sjálfur þegar hann var innanríkisráðherra og beitti honum á sjálfan sig, við góðar undirtektir þeirra sem kusu hann. Og víst er að sá mælikvarði er fyllilega hlutlægur og dæmið auðreiknað. Ef markmiðið er sem sé að reka burtu 25.000 manns á þessu ári, hlýtur ráðherrann að fá tíu í einkunn fyrir það, en síðan átta ef hann getur einungis sparkað í 20.000. Það er að sjálfsögðu góð einkunn líka. En gamanið tekur að kárna ef einungis 15.000 fá að fljúga, því þá er einkunnin komin niður í sex og farin að nálgast falleinkunn ískyggilega mikið. Ef þetta er þá ekki falleinkunn. Ráðherrann verður því að láta fætur standa fram úr skálmum, og er það ekki alltaf auðvelt, því ýmsar tálmanir eru á veginum. Rétt þegar ég var að setjast niður til að skrifa þennan pistil opnaði ég útvarpið og heyrði þá í hádegisfréttum að íbúar í þorpi einu, í Elsass að ég held, hefðu tekið sig saman til að koma í veg fyrir brottrekstur tyrkneskrar konu sem þar var búsett. Konan var 89 ára og farlama og bjó hjá syni sínum sem hafði verið heimilisfastur í landinu í tuttugu ár. Því var hann löngu orðinn franskur ríkisborgari, en ekki voru nema fáein ár síðan móðir hans flutti til hans, og hún var sem sé „pappíralaus“. Fréttamað- urinn hafði viðtal við einn þorpsbúa, svo og lögfræðing gömlu konunnar sem sagði ýmislegt ljótt á lagamáli. Allt var í óvissu um málalyktir. Konan var víst hrædd, en ekki er nema von að ráðherrann sé það líka, því mikið er í húfi. Kannske situr hann á sveittum daus og mænir í skelfingu á einkunnaskal- ann. Einkunnir EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Frönsk stjórnmál             ! "#$% & Hætt Jóhanna Vilhjálmsdóttir Þ. Vilhjálms- sonar er hætt í Kastljósi. Ekki er útilokað að það tengist því að faðir hennar gekk ansi nærri því að binda endi á pólitískan feril sinn þar í síðustu viku, þegar hann kvaðst hafa rætt við borgarlögmann um umboð sitt í stól borgarstjóra sem reyndist ekki vera rétt. Jóhanna þekkir það svo sem sjálf hvernig það er að þjarma að borgarstjóra. Í nóvember 2004 gerði hún til dæmis harða atlögu að Þórólfi Árnasyni í Íslandi í dag, þar sem hún vann þá, og þáttöku hans í olíusamráð- inu. „Ertu klökkur,“ spurði hún hann til dæmis ítrekað. Þórólfur brást illa við. Þegar Jóhanna spurði hvort orðið launráð ætti betur við en samráð hvæsti Þórólfur: „Ert það þú sem segir það eða er það pabbi þinn sem segir það?“ Þórólfur sá eftir þessu og sendi afsökun- arbeiðni sem lesin var í þættinum daginn eftir. Á bekkinn með hann Enn af sifjum sjálf- stæðismanna. Hafrún Kristjáns- dóttir, sálfræðingur og handboltakona úr Val, bloggar um að það sé erfitt að vera „flokksbund- inn Sjalli“ í dag. Hún er svekkt yfir að Vilhjálmur skuli ekki víkja og grípur til myndmáls úr heimi handboltans. „Villi er því miður búin að klúðra nokkrum dauðafær- um og missa boltann í hendurnar á andstæðingunum oftar en við verður unað. Á bekkinn með spilarann.“ Hafrún bætir við að þegar syrti í álinn verði þjálfarinn að grípa inn í. „Hvar ertu, Geir?“ spyr hún. „Haarde getur kannski eitthvað lært af nafna sínum Sveinssyni.“ Reyndar ætti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að vera hægari heimatökin að læra eitthvað af Geir Sveinssyni en formanni Sjálfstæðisflokksins. Handboltakappinn er jú tengdasonur oddvitans. bergsteinn@frettabladid.isG reiningardeildir bankanna spá nú hraðari og harðari niðursveiflu í íslensku efnahagslífi en gert var ráð fyrir. Ef þeir spádómar ganga eftir munu afleiðing- arnar verða margvíslegar. Sumar kunnuglegar frá fyrri kreppuárum, aðrar nýstárlegar og mögulega sársaukafyllri samfélaginu. Eitt sýnilegasta merki samdráttar er þegar nöfnum á atvinnu- leysiskrám tekur að fjölga. Ýmis teikn eru á lofti um að það sé sá veruleiki sem bíður handan við hornið. Atvinnuleysi er auðvitað þekktur fylgifiskur kreppu. Við Íslendingar stöndum hins vegar frammi fyrir þeim áður óþekkta veruleika að á vinnumarkaðinum er mikill fjöldi útlendinga. Ekki er óvarlegt að ætla að sú staða geti orðið til að blása eld í glæður útlendingaandúðar, sem krauma undir niðri í ýmsum hornum. Í því samhengi er algjörlega nauðsynlegt minna á að langflest- ir af útlendingunum voru fengnir hingað til að mæta brýnni þörf á þeim miklu velgengnistímum sem hér hafa ríkt. Um síðustu helgi skráðu hátt í sjö hundruð manns sig á heima- síðu Félags gegn Pólverjum. Stofnandi síðunnar er fjórtán ára Árbæingur og voru flestir aðrir sem skráðu sig á síðuna á svip- uðu reki. Engin ástæða er til að taka léttvægt á málinu vegna ungs aldurs þeirra sem koma við sögu. Þetta er ekki hægt að afskrifa sem barnaskap. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það þarf að ganga ákveðið til verks og upplýsa, fullorðna og börn, að ef erlent starfsfólk væri ekki hér að störfum væri íslenskt samfélag hreinlega óstarfhæft. Allt frá sjúkrahúsum til byggingasvæða með viðkomu í matvöruverslunum, elliheimilum og leikskólum eru útlendingar ómissandi hjól í gangverkinu. Tölurnar tala sínu máli. Skráð atvinnuleysi á landinu í janúar var um 1 prósent og er við sögulegt lágmark. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði er nú um 10 prósent. En það þýðir að án þeirra myndi vanta um 18.000 manns til starfa á Íslandi. Þar af í ýmis þjónustu- og aðhlynningarstörf sem Íslendingar virðast vera orðnir fráhverfir. Þetta er eitthvað sem allir, sama á hvaða aldri þeir eru, ættu að hafa í huga áður en þeir af barna- skap halda því fram að senda eigi Pólverja eða aðra útlendinga úr landi. Og staðreyndin er líka sú að það erlenda fólk, sem hér starfar á sinn hlut í velmegun þjóðarinnar. Það má alls ekki gleymast þegar fer að herða á fyrirséðri samkeppni um laus störf. Fyrir tæpum tveimur árum lögðu innflytjendur, löglegir og ólöglegir, í Bandaríkjunum niður störf í einn dag til að mótmæla breytingum á innflytjendalögum. Þetta mesta efnahagsstórveldi heims fann vel fyrir þeim aðgerðum. Kannski er svo komið að erlent vinnuafl á Íslandi eigi að hug- leiða álíka aðgerðir? Það myndi örugglega neyða ýmsa til að opna augun fyrir breyttum tímum. Sá einfaldi kærleiksboðskapur að við eigum að gæta systra okkar og bræðra, virðist því miður ekki duga einn og sér. Þau eiga líka sinn hlut í velmeguninni. Dagur án útlendinga JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.