Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 19
[ ]Kúbein er afkastamikið og nauðsynlegt verkfæri þegar byggja á eitthvað upp því oft þarf fyrst að brjóta niður. Há hús geta auðveldlega sveigst til í snörpum vindhviðum. Þó er ekkert að óttast að sögn Flosa Sigurðssonar, verk- fræðings hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. „Háhýsi geta verið hönnuð stíf eða sveigjan- leg. Þó að hér á landi séu byggð hús upp á 12 til 14 hæðir þá teljast þau ekki háhýsi á alþjóðlegan mælikvarða. Við erum ekki með 50-100 hæða hús eins og eru sums staðar erlendis og geta sveiflast allt upp í metra enda byggð úr stálgrindum. Hér á landi eru hús steypt og eru mjög stíf. Hæstu hús á Íslandi sveiflast ekki nema um fáeina sentimetra. Þau verða að vera járnbent, þannig næst sveigjan í þau án þess að steypan springi.“ Þetta segir Flosi þegar hann er inntur eftir þeim eiginleikum sem háhýsi þurfa að hafa til að standast bæði hvassviðri og jarðskjálfta. Hann tekur þó fram að hann sé ekki sérfræðingur í hönnun háhýsa. Flosi segir ekki yfirmáta flókið að hanna 12-14 hæða íbúðablokk. Vissulega þurfi að fara vel yfir alla krafta sem að þeim steðji og leysa vandamálin með aðstoð stáls og steypu. „Það verður að reikna jarðskjálfta á húsið og finna út hvernig krafturinn dreifist um það. Svo þarf að hanna súlur og bita þannig að húsið sjái við þeim krafti án þess að bila, brotna eða velta. Þetta er allt gert í tölvum í dag. Þar eru búin til líkön, bæði einföld og flókin.“ Hvassviðri skekur hús líka og ef byggð eru mörg há hús með stuttu millibili geta mynd- ast stífir vindstrengir. Flosi segir tekið tillit til afstöðu næstu húsa þegar ný eru sett niður. En hversu mikinn vind eiga íslensk hús að þola? „Ég get nú ekki svarað því þó að ég hafi átt þátt í því fyrir tíu, fimmtán árum að vinna að vindstaðlinum sem notaður er. Það fer eftir formi hússins, hæð og staðsetningu hvernig álagið er reiknað. Við Íslendingar setjum okkar gildi inn á evrópskan staðal. Hann er mismunandi frá einum stað til annars. Hitt veit ég að íslenski vindstaðallinn er mjög strangur. Menn eru að tala um þök fyrir 50 m á sekúndu hér í Reykjavík og enn meiri sums staðar annars staðar. Síðan er krafa um að gera sérrannsóknir ef byggð eru verðmæt mannvirki þar sem vænta má vindsveipa. Þá er átt við hvort byggt sé fyrir fólk eða ekki. Aðalatriðið er að menn kunni til verka. Það er til staðall og það eru til vinnubrögð og ef menn fylgja þeim þá á að vera hægt að hanna mannvirki án þess að mönnum sé hætta búin.“ Flosi segir fólk ekkert hafa að óttast þó að það finni hús sín sveiflast létt þegar íslenskur stormur geisar. „Annað væri óeðlilegt því þá væri hætta á broti,“ segir hann sannfærandi. gun@frettabladid.is Þegar híbýlin hristast til „Það fer eftir formi húss, hæð og staðsetningu hvernig vindálag er reiknað,“ segir Flosi Sigurðsson verkfræð- ingur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gefur rýminu annað samhengi „Ég kippti einum af gripunum sem eru á sýningunni heim með mér, það er stór hvít súla sem hallast upp að vegg og er með áprentuðu app- elsínugulu dagatali fyrir átta ár,“ segir Snæfríð Þorsteins, grafískur hönnuð- ur, um nýjustu breytingarnar heima hjá sér og á þar við grip af sýning- unni sem hún opnaði nýverið í Gall- ery Turpentine ásamt Sigríði Sigur- jónsdóttur. „Súlan lifir sjálfstæðu og skemmti- legu lífi og gefur rýminu eitthvert annað samhengi en fyrir var, því þetta er ekki málverk og ekki skúlpt- úr, heldur er þetta einhvern veginn mitt á milli. Svo hefur reyndar lengi staðið til að breyta eldhúsinu og einhvern tím- ann átti það að vera fullfrágengið nú þegar, en ekki hefur verið byrjað á því enn þá. Eldhúsið á að fá andlits- lyftingu og betra skipulag kannski og því verður eitthvað hagrætt svo það henti mínu lífi aðeins betur, plássið verður aukið svo og geymslurýmið..“ - rt Snæfríð Þorsteins hönnuður reisti dagatalasúlu heima hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýtt á heimilinu Ef byggð eru mörg há hús á sama blettinum geta myndast stífir vindstrengir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.