Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 20
[ ]Nestistaska með góðu plássi fyrir mat er nauðsynleg í ferða-lagið hvort sem halda á upp á fjöll eða fara í stuttan sunnudags-bíltúr. Smyrjið orkuríkar samlokur og takið heitt kakó með. Berlín er meðal vinsælustu ferðamannaborga Evrópu og verður enginn svikinn af heimsókn í borg menningar og nútíma arkitektúrs. Berlín er þriðja vinsælasta borgin í Evrópu af ferðafólki og er alltaf hægt að upplifa þar eitthvað, sama á hvaða tíma ársins er farið. Berl- ín er þekkt fyrir litríkt og fjöl- skrúðugt menningarlíf og hefur í gegnum árin laðað að sér listafólk. Borgin býður upp á ýmiskonar hátíðir allan ársins hring svo sem Love parade-gönguna og tónlistar- hátíðir og aðra menningarviðburði og þar eru um 160 söfn og gallerí. Berlín hefur átt sér litríka sögu gegnum aldirnar og má segja að sagan sé við hvert fótmál þegar gengið er um götur borgarinnar. Eftir seinni heimsstyrjöldina og sérstaklega eftir fall Berlínar- múrsins hefur borgin verið endur- byggð í stórbrotnum arkitektúr sem má meðal annars sjá á Pots- damer Platz þar sem háir skýja- kljúfar teygja sig til himins. Nú um páskana bjóða GB ferðir sjö nátta ferðir til Berlínar með gistingu á fimm stjörnu hótelum, Hilton annars vegar og Hotel De Rome hins vegar. Bæði hótelin eru staðsett miðsvæðis í Mitte-hverf- inu og eru helstu kennileiti borg- arinnar í göngufæri svo sem Brandenburger-hliðið, Unter der Linden og Dómkirkjan, svo eitt- hvað sé nefnt. Ferðirnar verða frá 20.-27. mars nk. Borg menningar og lystisemda Minning um stríð. Minningarkirkja Vilhjálms keisara stendur við Kur- fürstendamm. Hún var byggð 1891 en var sprengd í seinni heimstyrj- öldinni. Rústir kirkjunnar voru látnar standa til minningar um stríðið og ný kirkja byggð þétt upp við þá gömlu árið 1957. Berlínarmúrinn illræmdi féll árið 1989 eftir að hafa skipt Berlín upp í 28 ár. Hluti múrsins stendur enn víða um borgina til minningar um þessa tíma og á löngum kafla má sjá svokallað East Side Gallery þar sem ýmsir listamenn hafa myndskreytt múrinn. Brandenborgarhliðið var byggt af Carl Gotthard Langhans á árunum 1788 til 1791. Það var eitt af borg- arhliðum Berlínar og er nú eitt af helstu táknum borgarinnar. Svipmyndir frá Berlín Nokkrar skemmtilegar stað- reyndir um Berlín. ■ Berlín er höfuðborg Þýskalands. ■ Hún nær yfir 892 ferkílómetra og er í 34 til 115 metra hæð yfir sjávarmáli. ■ Íbúafjöldi er um 3,4 milljónir og er hún því fjölmennasta þýska borgin. ■ 86 prósent Berlínarbúa eru inn- fæddir Þjóðverjar. 3,34% eru Tyrkir, 1,26% Pólverjar og 1,53% frá fyrrum Júgóslavíu. Frægasta setning sögð um Berlín: „Ich bin ein Berliner“ (Ég er Berlín- arbúi) sem John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna sagði í opinberri heimsókn í borginni árið 1963. Í Berlín riginir 225 daga á ári. Potsdamer Platz hefur verið endurbyggt frá grunni eftir fall Berlín- armúrsins í glæsilegum nútíma arkitektúr. Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN MAROKKÓ 16. -23. mars uppselt! 6. - 13. september KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. -29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. Júlí SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst NEPAL 18. október - 10. nóvember www.fjallaleidsogumenn.is sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.