Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 46
22 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ÍHUGAR ÆTTLEIÐINGU Gwyneth Paltrow og Chris Mart- in íhuga ættleiðingu, en fyrir eiga þau Apple og Moses. Palt- row ætlar þó ekki að feta í fótspor Angelinu og Madonu og ættleiða frá þriðja heiminum, því hún horfir björtum augum til Brook- lyn-hverfis í New York. „Ekk- ert barn er meira hjálparvana en annað, og ég er New York- stelpa,“ segir hún. Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn, 2 – 11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 31. janúar 2008 ferðatímabil 1. – 29. febrúar 2008 býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F LU 40 78 2 01 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 490 kr. 1. – 29. febrúar. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Keira Knightley og Rupert Friend ætla að eyða Valentínusardeginum á Íslandi sam- kvæmt erlendum vefmiðlum. Keira elskar að synda og borða góðan ítalskan mat. „Við myndum að sjálfsögðu taka vel á móti henni,“ segir Heiðdís Hauksdóttir, matreiðslumaður á ítalska veitingastaðnum La Primavera, en Keira Knightley er væntanleg til Íslands á morgun. Samkvæmt aðdáendasíðum er leikkonan sólgin í ítalskan og taílenskan mat þrátt fyrir að umræður um leikkonuna hafi aðallega snúist um hversu horuð leikkonan væri. Heiðdís segir að það sé sífellt að færast í aukana að Íslendingar nýti Valentínusardaginn til að bjóða í rómantískan kvöldverð og staðurinn sé vinsæll meðal ástfanginna para á öllum aldri. Knightley og Friend ættu því að smellpassa inn í hópinn en fjölmiðlar greindu þó frá því að leikkonan hefði hafnað að ganga með hring sem Friend keypti handa henni. Heiðdís var þó ekki lengi að koma með hugmynd að dýrindis draumakvöldverð handa stórstjörnunni ef hún skyldi reka inn nefið. Hann samanstæði af salati með parmaskinku, salami, fíkju og mozzarella í forrétt, pönnusteiktri bleikju með hvítlauksrisotto og steiktum humri í aðalrétt og að sjálfsögðu ítölskum ís í eftirrétt. Fastlega má reikna með því að starfsmenn Laugardalssundlaugarinn- ar eigi eftir að hafa augun hjá sér því Keira hefur einnig töluverðan áhuga á sundi. Því er ekki útilokað að hún kynni að feta í fótspor Jude Law sem sprangaði um á sundskýlunni meðal reykvískra sundkappa. Hins vegar hefur knattspyrnuáhuginn ætíð fylgt Keiru eftir að hún lék í Bend it Like Beckham og það kemur væntanlega ekki neinum á óvart að eftirlætisfótboltafélag hennar er West Ham sem er jú í eigu íslenska athafnamannsins Björgólfs Guðmundssonar. freyrgigja@frettabladid.is Pönnusteikt bleikja fyrir Keiru Knightley á Íslandi RÓMANTÍK Í LOFTINU Keira Knightley og Rupert Friend ætla að eiga rómantíska stund á Íslandi á sjálfan Valentínusardag- inn. NORDICPHOTOS/AFP Íslenska framleiðslufyrirtækið Déjávu er að skipuleggja tónleikaferð ítalska stórsöngvarans Andrea Bocelli um Norðurlöndin sem verður farin í haust. Dejá Vu sá um tónleika hans í Egilshöll á síðasta ári sem gengu vonum framar. Í kjölfarið óskaði Bocelli og aðstoðarfólk hans eftir því að framhald yrði á samstarfinu. „Þetta er gríðarlega mikill heiður. Listamannsnafn hans er bara að verða frægara og var það þó nógu frægt fyrir. Hann gefur út nýja plötu í september og þessi tónleikaferð er farin til að fylgja henni eftir,“ segir Karl Lúðvíksson hjá Déjávu. „Þetta er rosalega mikil vinna en við erum með gott starfsfólk, það sama og vann við tónleikana hérna heima, og síðan störfum við með fyrirtæki sem hefur unnið með Bocelli í átta ár. Það gerir þetta auðveldara fyrir okkur.“ Bocelli öðlaðist heimfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to Say Goodbye. Tónleikaferð hans um Norðurlönd hefst í október og ferðast hann meðal annars til Osló og Kaupmanna- hafnar. Óvíst er aftur á móti hvort Bocelli komi aftur hingað. „Hann vill koma aftur enda var hann mjög hrærður yfir móttökun- um hér og fannst þetta alveg æði,“ segir Karl. Hann bætir við að tenórinn hafi ákveðið að dvelja hér einn dag til viðbótar eftir að hann heyrði hve aðstoðarfólk sitt lét vel af matnum á Sjávarkjallaran- um. „Hann var rosalega sáttur,“ segir hann um reynslu Bocelli af veitingastaðnum. - fb Undirbúa tónleika- ferð Bocelli ANDREA BOCELLI Tenórinn heimsfrægi er á leiðinni í tónleikaferð um Norðurlönd. Fjórða Weirdcore-raftónlistarkvöldið verður haldið á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Þar ætla Ruxpin, Frank Murder og Biogen að spila raf- og ambient- tónlist sína fyrir gesti staðarins. Undanfarna mánuði hafa þessi kvöld verið haldin á Barnum en núna verður teflt fram betra hljóð- kerfi í stærri sal. „Framtíðar- markmiðið okkar með þessum kvöldum er að koma raftónlist á framfæri,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, einn af skipuleggjendum kvöldsins. „Það eru margir að búa til svona tónlist en hafa ekki haft stað til að spila á. Það hefur verið svolítil teknó- og elektróuppsveifla í gangi, sem er kannski ekki beint í þessum ambient-geira,“ segir hún. Weirdcore-kvöldið hefst klukkan 21 í kvöld og er frítt inn. Nánari upplýsing- ar um kvöldin má finna á síðunni myspace.com/weirdcorervk. - fb Weirdcore í kvöld Unnar Örn Ólafsson hefur staðið í ströngu síðustu daga við símsvörun, eftir að hann varð fyrir barðinu á vinahrekk. Um helgina bárust um 150 Sunnum á landinu skilaboð svipuð þessum: „Hæ Sunna, ég heiti Unnar og fann veskið þitt. Geturðu haft samband við mig í síma …“ Unnar svarar enda símtali blaðamanns ansi þreytulega, og það með orðunum „Er þetta Sunna?“ „Þetta er grín hjá vinkonu minni, sem heitir Rósa María Óskarsdóttir og er í lýðháskóla úti í Danmörku núna. Hún á það til að gera eitthvað svona, en þessi grikkur var eiginlega aðeins of umfangs- mikill,“ segir Unnar, sem áætlar að hann hafi nú talað við um áttatíu Sunnur, en samkvæmt tölum Hagstofunnar bera um 450 íslenskar konur nafnið Sunna sem fyrsta nafn. „Ég held að hún hafi sent um 120 sms á föstudeginum, og svona tuttugu, þrjátíu á laugardeginum,“ útskýrir Unnar. „Þau snerust öll um að ég hefði annaðhvort fundið veski eða bakkað á bíl. Það voru tvær eða þrjár sem báðu mig að lýsa veskinu og svo ein sem hafði lent í því að einhver hafði bakkað á bílinn hennar. Hún var svolítið svekkt yfir því að þetta væri hrekkur,“ segir Unnar, sem er ekki á því að hann muni launa Rósu lambið gráa. „Ég held að ég þori því nú ekki, hver veit þá hvað hún gerir næst,“ segir hann og hlær við. - sun Hefur rætt við áttatíu Sunnur FÓRNARLAMB SÍMAHREKKS Unnar Örn Ólafs- son stóð í ströngu við símsvörun um helgina, þegar vinkona hans sigaði um 150 Sunnum á hann. MYND/ELLERT GRÉTARSSON FRANK MURDER Frank Murder, Ruxpin og Biogen spila á Organ í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.