Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2008 27 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R. RANGE ROVER Supercharged Nýskr: 07/2006, 4200cc, 400hestöfl, 5 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 0 þ. Verð: 12.750.000 BMW 530i Nýskr: 01/2004, 3000cc, 4 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 28.000 þ. Verð: 4.690.000 BMW 335I Coupe Nýskr: 06/2007, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 10.000 þ. Verð: 6.850.000 L.R RANGE ROVER V8 diesel Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 25.000 þ. Verð: 11.100.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230 KÖRFUBOLTI Önnur tveggja sigurgangna endar í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Val í Iceland Express-deild kvenna. Keflavík hefur unnið alla níu heimaleiki sína í vetur en Valsliðið er búið að vera á miklu skriði og hefur unnið fjóra leiki í röð og sjö af síðustu átta. Síðasta deildarleik liðanna í Vodafone- höllinni lauk með þriggja stiga sigri Vals eftir tvær framlenging- ar, en Keflavík vann fyrri leik liðanna í Keflavík með fimm stigum. Aðeins KR hefur náð betri úrslitum í Keflavík í vetur. Tveir aðrir leikir fara einnig fram í kvöld, Haukar taka á móti Hamri og Fjölnir heimsækir Grindavík. - óój Iceland Express-deild kvenna: Hvor sigurgang- an lifir kvöldið? FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals unnu 11 marka stórsigur á nýliðum HK/Víkings í Reykjavík- urmóti kvenna og hafa þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í mótinu með markatölunni 24-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu, í sínum fyrsta leik á tímabilinu, en hin mörkin skoruðu Katrín Gylfadóttir (2), Katrín Jónsdóttir (2), Andrea Ýr Gústavsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Rakel Logadóttir. Katrín Gylfadóttir er aðeins 15 ára og var að leika sinn annan meistaraflokksleik fyrir Val. Hún kom inn á í hálfleik í og var búin að skora eftir aðeins 35 sekúndur en markið skoraði hún eftir undirbúning Margrétar Láru, þjálfara síns í 3. flokki. - óój Reykjavíkurmót kvenna: Stór skellur ný- liðanna BORÐTENNIS Guðmundur E. Stephensen, margfaldur Íslands- meistari í borðtennis, varð í fyrrakvöld deildarmeistari ásamt félögum sínum í liðinu Eslövs í sænsku úrvalsdeildinni. Eslövs gerði 4-4 jafntefli gegn Gröstorp/Österien þar sem Guðmundur náði að vinna báða leiki sína. Guðmundur vann fyrst Mikkel Hindersson 3-1 og síðan Andreas Ohlsson með sama stigaskori. Úrslitakeppni sænsku úrvals- deildarinnar fer fram í mars þegar fjögur efstu liðin leika til úrslita um sænska meistaratitil- inn. - óþ Guðmundur E. Stephensen: Deildarmeistari með Eslövs ÖFLUGUR Guðmundur E. Stephensen lagði sannarlega sitt af mörkum fyrir lið Eslövs í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT FORMÚLA 1 Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var mættur til æfinga á Spáni á nýjan leik í gær - níu dögum eftir að hafa orðið fyrir aðkasti kynþáttahatara í Barcelona. Um 250 áhorfendur fylgdust með æfingunni í Jerez í gær og höguðu þer sér allir vel. - hbg Lewis Hamilton: Sneri aftur til Spánar HANDBOLTI Handknattleikssam- band Íslands, HSÍ, bíður enn eftir svari frá Degi Sigurðssyni um hvort hann sé tilbúinn að taka að sér þjálfun karlalandsliðs Íslands. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins er Dagur með samningsdrög í höndunum frá HSÍ og samþykki hann þá skil- mála sem HSÍ býður í samnings- drögunum ætti eftirleikurinn að vera næsta auðveldur. HSÍ bíður því einfaldlega eftir svari frá Degi áður en hægt er að taka næstu skref. Boltinn er hjá Degi sem sagði við Fréttablaðið í gærkvöldi að hann væri ekki enn búinn að taka ákvörðun en myndi hitta forráða- menn HSÍ í dag og þá mun líklega draga til tíðinda. Samninganefnd HSÍ – sem er skipuð Guðmundi Ingvarssyni for- manni, Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra og Jóhanni Inga Gunnarssyni, formanni landsliðsnefndar – hitti Dag um síðustu helgi þar sem farið var vandlega yfir stöðuna. Í kjölfar þess henti HSÍ upp samningsdrög- um sem það kom síðan í hendur Dags sem íhugar nú stöðuna alvar- lega en hann starfar sem fram- kvæmdastjóri Vals. Stjórn HSÍ hittist á fundi í gær og fór yfir stöðuna. Verði svar Dags jákvætt gætu hlutirnir geng- ið hratt fyrir sig og Dagur þess vegna skrifað undir samning í dag. Ef ekki þá líklega á fimmtu- dag en formaður HSÍ bjóst við að klára dæmið í vikunni. Svari Dagur aftur á móti neit- andi er HSÍ komið aftur á byrjun- arreit enda ekki með neinn annan þjálfara í sigtinu sem stendur. Fyrsti kostur sambandsins var Svíinn Magnus Andersson en hann þurfti að hafna tilboði HSÍ þar sem landsliðsþjálfarastarfið gekk einfaldlega ekki upp samhliða þjálfun hans með danska liðið FCK sem hann er samningsbundinn til ársins 2011. Þá snéri HSÍ sér að Degi og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur sambandið ekki rætt við aðra íslenska þjálfara. Fastlega er búist við því að sam- bandið reyni við Aron Kristjáns- son, þjálfara Hauka, náist ekki samningar við Dag. - hbg Handknattleikssamband Íslands hefur sent boltann yfir á Dag Sigurðsson: Beðið eftir svari frá Degi HVAÐ GERIR DAGUR? HSÍ hefur lagt fram drög að því hvað sambandið getur boðið Degi Sigurðssyni. Dagur er að fara yfir drögin og mun að öllum líkindum gefa HSÍ svar í dag er hann hittir forkólfa sambandsins á fundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.